Atvinnuflugmenn brýna Isavia að verja rekstraröryggi flugvallarins Kristján Már Unnarsson skrifar 16. febrúar 2022 21:20 Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Egill Aðalsteinsson Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna varar við því að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði skapi hættu fyrir flugvélar á Reykjavíkurflugvelli með ókyrrð og sviptivindum. Isavia er hvatt til að setja fótinn niður og tryggja rekstraröryggi flugvallarins. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að áhyggjur atvinnuflugmanna lúta einkum að aðflugi og lendingum á austur-vestur braut flugvallarins, að nýtt íbúðahverfi við suðurjaðar brautarinnar muni skapa flugvélum hættu. „Við höfum komið þessum sjónarmiðum á framfæri við bæði ríki og borg, að þessi nýja byggð sem er áformuð hérna muni valda áður óþekktri ókyrrð og hættu. Það samræmist ekki þessu orðalagi, sem var alveg afdráttarlaust í samkomulaginu sem borgarstjóri og samgönguráðherra undirrituðu í nóvember 2019, um að rekstraröryggi skuli tryggt á Reykjavíkurflugvelli,“ segir Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Séð yfir svæðið í Skerjafirði sem borgin áformar að leggja undir íbúðabyggð. Hann vísar til skýrslu sem Isavia lét hollensku geimferðastofnunina gera. „Niðurstaða Hollendinganna, NLR, var alveg afdráttarlaus; að hættan kallar á mildunarráðstafanir, sem myndu aldrei felast í neinu öðru en takmörkuðu notagildi.“ Ingvar segir reynsluna af hinni nýju Hlíðarendabyggð hafa verið slæma. Húsin þar valdi ókyrrð í ákveðnum vindáttum og það hafi verið fyrirséð. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlands, hefur lýst samskonar áhyggjum. „Isavia þarf að beita sér, augljóslega. Isavia þarf að setja fótinn niður og taka þátt í að tryggja flugöryggi. Og mér heyrist það á Sigrúnu Björk að það standi til,“ segir Ingvar. Hann segir þetta þó ekki snúast um hagsmuni flugmanna. „Við sjáum þetta fyrst og síðast út frá almannahagsmunum og sjúkraflugið vegur þar einna þyngst. Þarna er eina hátæknisjúkrahúsið sem íslensk þjóð hefur bolmagn til þess að reka. Og óháð búsetu þarf fólk að geta komist á þetta sjúkrahús. Íbúar höfuðborgarinnar geta orðið fyrir heilsubresti eða slysförum úti á landi. Þannig að þetta er meiriháttar hagsmunamál sem varðar alla íbúa þessa lands.“ Frá undirritun flugvallarsamkomulagsins í nóvember 2019. En er raunhæft að stöðva byggingaráform borgarinnar, í ljósi þess að ríkið seldi henni landið? „Já.. menn hafa farið svolítið fram úr sér. En vilji ríkisins kemur fram þarna í þessu samkomulagi um að rekstraröryggi skuli tryggt. Þannig að menn verða bara að halda að sér höndum - meðan flugvöllurinn er í notkun,“ segir formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Skipulag Tengdar fréttir Segir nýtt íbúðahverfi skerða rekstraröryggi flugvallarins Óvíst er hvort Isavia muni afhenda Reykjavíkurborg svæði í Skerjafirði í vor til byggingar nýs íbúðahverfis án frekari rannsókna. Framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla Isavia segir húsbyggingar þar hafa umtalsverð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 3. janúar 2022 21:53 Borgin tekur tvær sneiðar til viðbótar af flugvellinum Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að tvær sneiðar verði skornar af Reykjavíkurflugvelli á næstu þremur árum og að vellinum verði svo endanlega lokað eftir áratug, árið 2032. 30. desember 2021 22:22 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að áhyggjur atvinnuflugmanna lúta einkum að aðflugi og lendingum á austur-vestur braut flugvallarins, að nýtt íbúðahverfi við suðurjaðar brautarinnar muni skapa flugvélum hættu. „Við höfum komið þessum sjónarmiðum á framfæri við bæði ríki og borg, að þessi nýja byggð sem er áformuð hérna muni valda áður óþekktri ókyrrð og hættu. Það samræmist ekki þessu orðalagi, sem var alveg afdráttarlaust í samkomulaginu sem borgarstjóri og samgönguráðherra undirrituðu í nóvember 2019, um að rekstraröryggi skuli tryggt á Reykjavíkurflugvelli,“ segir Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Séð yfir svæðið í Skerjafirði sem borgin áformar að leggja undir íbúðabyggð. Hann vísar til skýrslu sem Isavia lét hollensku geimferðastofnunina gera. „Niðurstaða Hollendinganna, NLR, var alveg afdráttarlaus; að hættan kallar á mildunarráðstafanir, sem myndu aldrei felast í neinu öðru en takmörkuðu notagildi.“ Ingvar segir reynsluna af hinni nýju Hlíðarendabyggð hafa verið slæma. Húsin þar valdi ókyrrð í ákveðnum vindáttum og það hafi verið fyrirséð. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlands, hefur lýst samskonar áhyggjum. „Isavia þarf að beita sér, augljóslega. Isavia þarf að setja fótinn niður og taka þátt í að tryggja flugöryggi. Og mér heyrist það á Sigrúnu Björk að það standi til,“ segir Ingvar. Hann segir þetta þó ekki snúast um hagsmuni flugmanna. „Við sjáum þetta fyrst og síðast út frá almannahagsmunum og sjúkraflugið vegur þar einna þyngst. Þarna er eina hátæknisjúkrahúsið sem íslensk þjóð hefur bolmagn til þess að reka. Og óháð búsetu þarf fólk að geta komist á þetta sjúkrahús. Íbúar höfuðborgarinnar geta orðið fyrir heilsubresti eða slysförum úti á landi. Þannig að þetta er meiriháttar hagsmunamál sem varðar alla íbúa þessa lands.“ Frá undirritun flugvallarsamkomulagsins í nóvember 2019. En er raunhæft að stöðva byggingaráform borgarinnar, í ljósi þess að ríkið seldi henni landið? „Já.. menn hafa farið svolítið fram úr sér. En vilji ríkisins kemur fram þarna í þessu samkomulagi um að rekstraröryggi skuli tryggt. Þannig að menn verða bara að halda að sér höndum - meðan flugvöllurinn er í notkun,“ segir formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Skipulag Tengdar fréttir Segir nýtt íbúðahverfi skerða rekstraröryggi flugvallarins Óvíst er hvort Isavia muni afhenda Reykjavíkurborg svæði í Skerjafirði í vor til byggingar nýs íbúðahverfis án frekari rannsókna. Framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla Isavia segir húsbyggingar þar hafa umtalsverð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 3. janúar 2022 21:53 Borgin tekur tvær sneiðar til viðbótar af flugvellinum Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að tvær sneiðar verði skornar af Reykjavíkurflugvelli á næstu þremur árum og að vellinum verði svo endanlega lokað eftir áratug, árið 2032. 30. desember 2021 22:22 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira
Segir nýtt íbúðahverfi skerða rekstraröryggi flugvallarins Óvíst er hvort Isavia muni afhenda Reykjavíkurborg svæði í Skerjafirði í vor til byggingar nýs íbúðahverfis án frekari rannsókna. Framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla Isavia segir húsbyggingar þar hafa umtalsverð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 3. janúar 2022 21:53
Borgin tekur tvær sneiðar til viðbótar af flugvellinum Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að tvær sneiðar verði skornar af Reykjavíkurflugvelli á næstu þremur árum og að vellinum verði svo endanlega lokað eftir áratug, árið 2032. 30. desember 2021 22:22