Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Sindri Sindrason verður með ykkur í fréttatíma kvöldsins.
Sindri Sindrason verður með ykkur í fréttatíma kvöldsins.

Það gæti slokknað í faraldri kórónuveirunnar á næstu tveimur vikum að sögn sóttvarnalæknis. Verið er að loka Covid-göngudeild Landspítalans og fela heilsugæslunni verkefni deildarinnar.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum og rætt við framkvæmdastjóra lækninga hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um næstu skref.

Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir að veikindarétturinn verði ekki brotinn og gagnrýnir harðlega áform um að kalla smitað heilbrigðisstarfsfólk til starfa. Félagið muni bregðast við ef stofnanir brjóti á veikindarétti hjúkrunarfræðinga. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum og rætt við forstjóra Hrafnistu um mönnunarvanda sem gæti kallað á slíkt.

Þá heyrum við í Sólveigu Önnu sem vonast eftir vinnufrið til að hefja undirbúning kjaraviðræðna eftir að hafa endurnýjað umboð sitt og kynnum okkur hugmyndir að breytingum á Laugardalslaug.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.  Kvöldfréttirnar eru í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×