Send heim af Ólympíuleikunum: Hjarta mitt er brostið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2022 14:00 Það þurfti að bera hin norsku Ingrid Landmark Tandrevold af keppnissvæðinu eftir síðustu greinina hennar. Getty/Tom Weller Norska skíðaskotfimikonan Ingrid Landmark Tandrevold tekur ekki þátt í fleiri greinum á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Hún var send heim af leikunum af læknisráði. Tandrevold kom fram á blaðamannafundi þar sem farið var yfir ástæður þess að hún má ekki keppa meira á leikunum. Tandrevold átti mjög erfitt fyrir framan fjölmiðlafólkið og fyrr en varir fóru tárin að renna. „Það er alveg ljóst að keppnismanneskjan í mér vildi keppa en,“ sagði Ingrid Landmark Tandrevold áður norsku liðslæknirinn tók af henni orðið. Biathlon-Heartbroken Tandrevold heads home after finish line collapse https://t.co/ErtUJOyugR pic.twitter.com/Kbkc5BSV0H— Reuters (@Reuters) February 14, 2022 „Það var ég sem þurfti að taka þessa ákvörðun og segja hingað en ekki lengra. Stundum þarf maður að taka slæma ákvörðun fyrir viðkomandi til að passa upp á hann,“ sagði Lars Kolsrud læknir. Hin 25 ára gamla norska skíðakona var vissulega búin að eiga mjög erfiða leika. Í bæði sprettgöngunni og eltigöngunni þá hneig hún niður eftir að hafa komist yfir marklínuna. Hún var ein í þriðja sæti í eltigöngunni þegar einn kílómetri var eftir en þá hrundi allt hjá henni og hún endaði bara í fjórtánda sæti. Norway's Ingrid Tandrevold, who was in position to reach the podium, required medical attention after finishing the 10km biathlon racehttps://t.co/4pcb8oFW0M— CBC Olympics (@CBCOlympics) February 13, 2022 Sérfræðingar innan norska liðsins telja að þunna loftið hafi reynst henni svona skeinuhætt. „Ég var að eiga einn minn besta dag í íþróttinni en allt í einu breyttist hann í þann versta,“ sagði Ingrid. „Nú er orðið ljóst að ég má ekki keppa meira á þessum Ólympíuleikum af heilsufarsástæðum. Mér þykir þetta mjög leitt auðvitað. Hjarta mitt er brostið og það er ekki af heilsuleysi,“ sagði Ingrid grátandi. Hún mun gangast undir ítarlegar rannsóknir þegar hún kemur heim til Noregs. Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Noregur Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira
Tandrevold kom fram á blaðamannafundi þar sem farið var yfir ástæður þess að hún má ekki keppa meira á leikunum. Tandrevold átti mjög erfitt fyrir framan fjölmiðlafólkið og fyrr en varir fóru tárin að renna. „Það er alveg ljóst að keppnismanneskjan í mér vildi keppa en,“ sagði Ingrid Landmark Tandrevold áður norsku liðslæknirinn tók af henni orðið. Biathlon-Heartbroken Tandrevold heads home after finish line collapse https://t.co/ErtUJOyugR pic.twitter.com/Kbkc5BSV0H— Reuters (@Reuters) February 14, 2022 „Það var ég sem þurfti að taka þessa ákvörðun og segja hingað en ekki lengra. Stundum þarf maður að taka slæma ákvörðun fyrir viðkomandi til að passa upp á hann,“ sagði Lars Kolsrud læknir. Hin 25 ára gamla norska skíðakona var vissulega búin að eiga mjög erfiða leika. Í bæði sprettgöngunni og eltigöngunni þá hneig hún niður eftir að hafa komist yfir marklínuna. Hún var ein í þriðja sæti í eltigöngunni þegar einn kílómetri var eftir en þá hrundi allt hjá henni og hún endaði bara í fjórtánda sæti. Norway's Ingrid Tandrevold, who was in position to reach the podium, required medical attention after finishing the 10km biathlon racehttps://t.co/4pcb8oFW0M— CBC Olympics (@CBCOlympics) February 13, 2022 Sérfræðingar innan norska liðsins telja að þunna loftið hafi reynst henni svona skeinuhætt. „Ég var að eiga einn minn besta dag í íþróttinni en allt í einu breyttist hann í þann versta,“ sagði Ingrid. „Nú er orðið ljóst að ég má ekki keppa meira á þessum Ólympíuleikum af heilsufarsástæðum. Mér þykir þetta mjög leitt auðvitað. Hjarta mitt er brostið og það er ekki af heilsuleysi,“ sagði Ingrid grátandi. Hún mun gangast undir ítarlegar rannsóknir þegar hún kemur heim til Noregs.
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Noregur Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira