„Lífið er of stutt fyrir vondan mat“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 19. febrúar 2022 11:31 Leikkonan Aldís Amah Hamilton segist fyrst og fremst vera dýraunnandi. Instagram @aldisamah/Saga Sig Aldís Amah Hamilton er leikkona, hundamamma, vegan áhugakokkur og lífskúnstner sem fór með aðalhlutverk í spennuþáttunum Svartir Sandar sem sýndir voru á Stöð 2. Ásamt því að vinna við það sem hún elskar er hún dugleg að hlusta á hlaðvörp um morðingja, spila PS4 og ýmislegt fleira. Aldís Amah er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. Innblásturinn er fastur liður hjá Lífinu á Vísi þar sem rætt er við ólíkt fólk um hvað veitir því innblástur í tilverunni og hvaða ráðum þau luma á varðandi andlega heilsu. Hver ert þú í þínum eigin orðum? Aldís Amah: Dýraunnandi held ég fyrst og fremst. Ég er líka mjög réttlætissinnuð og jafnvel um of stundum haha. En ég vil frekar hallast í áttina að öfgum þegar það kemur að þeim sem eru undir í samfélaginu og almennt bara heiminum. Þannig í raun held ég að það séu engar öfgar, ég vil bara að dýrum og mönnum líði sem best EN geti gert það í góðu sambandi við náttúru og umhverfi. View this post on Instagram A post shared by Aldi s Amah Hamilton (@aldisamah) Hugvísindi og hlaðvörð um morðingja Hvað veitir þér innblástur? Aldís Amah: Hlaðvörp! Ég hlusta daglega á þau. Ég leita mikið í hugvísindi en hlusta líka á hlaðvörp um morðingja haha. Mín uppáhalds leggja alltaf mikið upp úr því að við „skiljum“ hvað býr til og mótar þetta fólk og þar koma hugvísindin aftur sterk inn. Sagnfræðileg hlaðvörp heilla mig líka og sögulegar persónur geta keyrt hugarflugið af stað, þó þær hafi ekki verið fjöldamorðingar! View this post on Instagram A post shared by Aldi s Amah Hamilton (@aldisamah) Hvað er þitt besta ráð til að næra andlega heilsu? Aldís Amah: Að fara úr bænum og dvelja utan hans þegar tækifæri gefst. Með eða án fólks, bara komast aðeins burt. Að hitta fólkið sem þú elskar er oft mjög nærandi en sökum ástands ekki alltaf hægt, jafnvel erum við föst heima. Ef þessir möguleikar eru ekki fyrir hendi þá mæli ég með að taka sér HEILAGAN „frídag“ og skipuleggja hann út frá því sem veitir gleði. Ég gríp til hluta eins og tölvuleikja, hlaðvarpa, bókalesturs af Audible/Storytel eða, ég er ekki að grínast, ÞRÍF. Þegar ég hef allt hreint í kringum mig líður mér alltaf mikið betur andlega og er móttækilegri fyrir áskorunum. View this post on Instagram A post shared by Aldi s Amah Hamilton (@aldisamah) Innri klukkan rannsóknarefni út af fyrir sig Hvernig er hefðbundinn dagur í þínu lífi? Aldís Amah: Núna þegar að við erum komin svona langt inn í Covid-lífið held ég að þetta sé orðið „hefðbundið“. Það er mikil viðvera heima. Verandi sjálfstætt starfandi er engin regla varðandi vinnutíma og fundi en sé ekkert slíkt á dagskrá vakna ég samt nær alltaf snemma (ég er með innri klukku sem er alveg rannsóknarefni út af fyrir sig), geri mér te og les, spila leik eða svara skilaboðum uppi í rúmi alveg til svona ellefu. Þá næri ég mig og tek smá vinnutörn. Annan hvern dag fer ég í ræktina eða út með hundinn (tek það fram að ég skiptist á með foreldrum, tíkin okkar fer oft á dag út). Ég er dugleg að spila PS4 seinnipart dags og enda svo á því að elda eitthvað mjög gott því lífið er of stutt fyrir vondan mat. Svo horfi ég á sjónvarpið og þá helst leikið efni sem hefur verið mælt með. View this post on Instagram A post shared by Aldi s Amah Hamilton (@aldisamah) Hvað er það skemmtilegasta við lífið? Aldís Amah: Lífið í Covid er alveg frábært að mörgu leyti, en það er talsvert tilbreytingalausara en það var áður, sem hefur sína kosti og galla. Þessa dagana finnst mér skemmtilegast að skapa sögur, eyða tíma með mínum nánustu vinum og vandamönnum og auðvitað leika mér, í vinnu og utan hennar. Fyrir Covid (raunveruleiki sem ég vona að eigi sér stað aftur) var það líka að ferðast hérlendis sem og erlendis án allra þessara takmarkanna. View this post on Instagram A post shared by Aldi s Amah Hamilton (@aldisamah) Og dansa og djamma fram á rauða nótt! Ég sakna þess heiftarlega, þó ég sé komin á fertugsaldur. Heilsa Innblásturinn Tengdar fréttir Sjálfsmildi og jákvæð líkamsímynd hjálpa við að mæta því sem þarf hverju sinni Erna Kristín er menntaður guðfræðingur sem heldur uppi Instagram aðganginum @ernuland, þar sem hún leggur áherslu á jákvæða líkamsímynd og dreifir uppbyggilegum boðskap. 12. febrúar 2022 11:31 „Hyljari er ein af mínum uppáhalds vörum“ Í hverjum þætti af Snyrtiborðinu með HI beauty gefa þær Ingunn Sig og Heiður Ósk góð ráð tengd förðun. Í fyrsta þættinum talar Heiður Ósk um hyljara. 4. febrúar 2022 14:01 Lærði tólf ára að nota eyeliner og notar bol til að móta krullurnar „Ég var tólf ára held ég,“ segir leikkonan Aldís Amah Hamilton um það hvenær hún byrjaði að farða sig. Á þessum tíma var ekki að finna förðunarþætti og kennslumyndbönd á Youtube svo hún notaði tímarit til að læra af. 2. febrúar 2022 10:01 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Innblásturinn er fastur liður hjá Lífinu á Vísi þar sem rætt er við ólíkt fólk um hvað veitir því innblástur í tilverunni og hvaða ráðum þau luma á varðandi andlega heilsu. Hver ert þú í þínum eigin orðum? Aldís Amah: Dýraunnandi held ég fyrst og fremst. Ég er líka mjög réttlætissinnuð og jafnvel um of stundum haha. En ég vil frekar hallast í áttina að öfgum þegar það kemur að þeim sem eru undir í samfélaginu og almennt bara heiminum. Þannig í raun held ég að það séu engar öfgar, ég vil bara að dýrum og mönnum líði sem best EN geti gert það í góðu sambandi við náttúru og umhverfi. View this post on Instagram A post shared by Aldi s Amah Hamilton (@aldisamah) Hugvísindi og hlaðvörð um morðingja Hvað veitir þér innblástur? Aldís Amah: Hlaðvörp! Ég hlusta daglega á þau. Ég leita mikið í hugvísindi en hlusta líka á hlaðvörp um morðingja haha. Mín uppáhalds leggja alltaf mikið upp úr því að við „skiljum“ hvað býr til og mótar þetta fólk og þar koma hugvísindin aftur sterk inn. Sagnfræðileg hlaðvörp heilla mig líka og sögulegar persónur geta keyrt hugarflugið af stað, þó þær hafi ekki verið fjöldamorðingar! View this post on Instagram A post shared by Aldi s Amah Hamilton (@aldisamah) Hvað er þitt besta ráð til að næra andlega heilsu? Aldís Amah: Að fara úr bænum og dvelja utan hans þegar tækifæri gefst. Með eða án fólks, bara komast aðeins burt. Að hitta fólkið sem þú elskar er oft mjög nærandi en sökum ástands ekki alltaf hægt, jafnvel erum við föst heima. Ef þessir möguleikar eru ekki fyrir hendi þá mæli ég með að taka sér HEILAGAN „frídag“ og skipuleggja hann út frá því sem veitir gleði. Ég gríp til hluta eins og tölvuleikja, hlaðvarpa, bókalesturs af Audible/Storytel eða, ég er ekki að grínast, ÞRÍF. Þegar ég hef allt hreint í kringum mig líður mér alltaf mikið betur andlega og er móttækilegri fyrir áskorunum. View this post on Instagram A post shared by Aldi s Amah Hamilton (@aldisamah) Innri klukkan rannsóknarefni út af fyrir sig Hvernig er hefðbundinn dagur í þínu lífi? Aldís Amah: Núna þegar að við erum komin svona langt inn í Covid-lífið held ég að þetta sé orðið „hefðbundið“. Það er mikil viðvera heima. Verandi sjálfstætt starfandi er engin regla varðandi vinnutíma og fundi en sé ekkert slíkt á dagskrá vakna ég samt nær alltaf snemma (ég er með innri klukku sem er alveg rannsóknarefni út af fyrir sig), geri mér te og les, spila leik eða svara skilaboðum uppi í rúmi alveg til svona ellefu. Þá næri ég mig og tek smá vinnutörn. Annan hvern dag fer ég í ræktina eða út með hundinn (tek það fram að ég skiptist á með foreldrum, tíkin okkar fer oft á dag út). Ég er dugleg að spila PS4 seinnipart dags og enda svo á því að elda eitthvað mjög gott því lífið er of stutt fyrir vondan mat. Svo horfi ég á sjónvarpið og þá helst leikið efni sem hefur verið mælt með. View this post on Instagram A post shared by Aldi s Amah Hamilton (@aldisamah) Hvað er það skemmtilegasta við lífið? Aldís Amah: Lífið í Covid er alveg frábært að mörgu leyti, en það er talsvert tilbreytingalausara en það var áður, sem hefur sína kosti og galla. Þessa dagana finnst mér skemmtilegast að skapa sögur, eyða tíma með mínum nánustu vinum og vandamönnum og auðvitað leika mér, í vinnu og utan hennar. Fyrir Covid (raunveruleiki sem ég vona að eigi sér stað aftur) var það líka að ferðast hérlendis sem og erlendis án allra þessara takmarkanna. View this post on Instagram A post shared by Aldi s Amah Hamilton (@aldisamah) Og dansa og djamma fram á rauða nótt! Ég sakna þess heiftarlega, þó ég sé komin á fertugsaldur.
Heilsa Innblásturinn Tengdar fréttir Sjálfsmildi og jákvæð líkamsímynd hjálpa við að mæta því sem þarf hverju sinni Erna Kristín er menntaður guðfræðingur sem heldur uppi Instagram aðganginum @ernuland, þar sem hún leggur áherslu á jákvæða líkamsímynd og dreifir uppbyggilegum boðskap. 12. febrúar 2022 11:31 „Hyljari er ein af mínum uppáhalds vörum“ Í hverjum þætti af Snyrtiborðinu með HI beauty gefa þær Ingunn Sig og Heiður Ósk góð ráð tengd förðun. Í fyrsta þættinum talar Heiður Ósk um hyljara. 4. febrúar 2022 14:01 Lærði tólf ára að nota eyeliner og notar bol til að móta krullurnar „Ég var tólf ára held ég,“ segir leikkonan Aldís Amah Hamilton um það hvenær hún byrjaði að farða sig. Á þessum tíma var ekki að finna förðunarþætti og kennslumyndbönd á Youtube svo hún notaði tímarit til að læra af. 2. febrúar 2022 10:01 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Sjálfsmildi og jákvæð líkamsímynd hjálpa við að mæta því sem þarf hverju sinni Erna Kristín er menntaður guðfræðingur sem heldur uppi Instagram aðganginum @ernuland, þar sem hún leggur áherslu á jákvæða líkamsímynd og dreifir uppbyggilegum boðskap. 12. febrúar 2022 11:31
„Hyljari er ein af mínum uppáhalds vörum“ Í hverjum þætti af Snyrtiborðinu með HI beauty gefa þær Ingunn Sig og Heiður Ósk góð ráð tengd förðun. Í fyrsta þættinum talar Heiður Ósk um hyljara. 4. febrúar 2022 14:01
Lærði tólf ára að nota eyeliner og notar bol til að móta krullurnar „Ég var tólf ára held ég,“ segir leikkonan Aldís Amah Hamilton um það hvenær hún byrjaði að farða sig. Á þessum tíma var ekki að finna förðunarþætti og kennslumyndbönd á Youtube svo hún notaði tímarit til að læra af. 2. febrúar 2022 10:01