Iva Georgieva sökuð um fjársvik | Leikur ekki aftur fyrir Breiðablik Atli Arason skrifar 13. febrúar 2022 12:35 Iva Georgieva, fjórða frá vinstri, á varamannabekk Breiðabliks. Myndin er frá því í október á síðasta ári, þegar allt lék í lyndi. Bára Dröfn Búlgarinn Iva Georgieva hefur yfirgefið Breiðablik fyrir fullt og allt. Samningur Georgieva við félagið verður ekki framlengdur vegna mögulegra lögbrota. Samkvæmt heimildum Vísis hefur Georgieva undanfarið reynt að selja fólki innan sem utan Breiðabliks vörur líkt og flugmiða, líkamsræktartæki og Playstation-leikjatölvur. Vörur sem ekki voru afhentar þrátt fyrir að greitt hafi verið fyrir þær. Vísir heyrði í Heimi Snæ Jónssyni, stjórnarmanni í körfuknattleiksdeild Breiðabliks, sem staðfesti að þetta mál væri til skoðunar innan stjórnar Breiðabliks en gat ekki farið út í smáatriði. „Við fréttum fyrst af þessu máli um miðjan janúar frá stelpunum í liðinu. Við vitum líka af kvörtunum utan félagsins,“ sagði Heimir Snær. Iva Georgieva sagði sjálf samningi sínum við Breiðablik upp áður en hún vildi svo koma aftur í Kópavoginn. „Hún segir upp samningi í lok desember og það var bara allt í góðu og við bókum fyrir hana flug út,“ svaraði Heimir, aðspurður út í samningsstöðu Georgieva hjá Breiðablik áður en hann bætti við. „Svo hefur hún samband við okkur aftur um miðjan janúar og langar að koma aftur. Sem hún gerir. Þegar við ætluðum að endursemja við hana höfðum við heyrt af þessu máli þar sem farnar voru að renna tvær grímur á fólk varðandi þessi viðskipti við Ivu.“ Iva Georgieva hefur verið á Íslandi síðustu tvö ár. Fyrst kom hún til hingað til lands til að leika með Snæfelli en skipti fljótlega yfir til Breiðabliks og hefur verið þar undanfarin tvö tímabil og spilaði hún alls 32 leiki fyrir Kópavogsliðið. Georgieva var ekki í leikmannahóp Breiðabliks í síðasta leik liðsins gegn Njarðvík. Vísir heyrði einnig í Ívari Ásgrímssyni, þjálfara Breiðabliks, en hann gat á sama hátt ekki farið út í smáatriði þar sem málið er á viðkvæmu stigi. „Iva hefur yfirgefið Breiðablik og hún mun ekki spila aftur fyrir félagið eins lengi og ég, þessi stjórn og aðrir erum hér. Ég hef á mínum rúmlega 35 ára ferli aldrei upplifað eitthvað svona áður. Við vonumst bara til þess að vörurnar skili sér á endanum þrátt fyrir að þetta hafi nú þegar tekið upp undir fjóra mánuði,“ svaraði Ívar þegar leitast var eftir viðbrögðum hans við málinu. Það hefur verið mikill stígandi í leik Breiðabliks undanfarið en liðið er búið að lyfta sér úr botnsætinu með tveimur sigurleikjum í röð á liðunum sem eru í efstu sætum deildarinnar. Blikar eiga leik gegn Haukum í Ólafssal klukkan 18.30 í dag en Ívar er viss um að þetta leiðindamál muni ekki hafa nein áhrif á undirbúninginn fyrir leikinn í kvöld. Iva Georgieva vildi ekki veita viðtal við vinnslu fréttarinnar. Breiðablik Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Fótbolti Fleiri fréttir Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis hefur Georgieva undanfarið reynt að selja fólki innan sem utan Breiðabliks vörur líkt og flugmiða, líkamsræktartæki og Playstation-leikjatölvur. Vörur sem ekki voru afhentar þrátt fyrir að greitt hafi verið fyrir þær. Vísir heyrði í Heimi Snæ Jónssyni, stjórnarmanni í körfuknattleiksdeild Breiðabliks, sem staðfesti að þetta mál væri til skoðunar innan stjórnar Breiðabliks en gat ekki farið út í smáatriði. „Við fréttum fyrst af þessu máli um miðjan janúar frá stelpunum í liðinu. Við vitum líka af kvörtunum utan félagsins,“ sagði Heimir Snær. Iva Georgieva sagði sjálf samningi sínum við Breiðablik upp áður en hún vildi svo koma aftur í Kópavoginn. „Hún segir upp samningi í lok desember og það var bara allt í góðu og við bókum fyrir hana flug út,“ svaraði Heimir, aðspurður út í samningsstöðu Georgieva hjá Breiðablik áður en hann bætti við. „Svo hefur hún samband við okkur aftur um miðjan janúar og langar að koma aftur. Sem hún gerir. Þegar við ætluðum að endursemja við hana höfðum við heyrt af þessu máli þar sem farnar voru að renna tvær grímur á fólk varðandi þessi viðskipti við Ivu.“ Iva Georgieva hefur verið á Íslandi síðustu tvö ár. Fyrst kom hún til hingað til lands til að leika með Snæfelli en skipti fljótlega yfir til Breiðabliks og hefur verið þar undanfarin tvö tímabil og spilaði hún alls 32 leiki fyrir Kópavogsliðið. Georgieva var ekki í leikmannahóp Breiðabliks í síðasta leik liðsins gegn Njarðvík. Vísir heyrði einnig í Ívari Ásgrímssyni, þjálfara Breiðabliks, en hann gat á sama hátt ekki farið út í smáatriði þar sem málið er á viðkvæmu stigi. „Iva hefur yfirgefið Breiðablik og hún mun ekki spila aftur fyrir félagið eins lengi og ég, þessi stjórn og aðrir erum hér. Ég hef á mínum rúmlega 35 ára ferli aldrei upplifað eitthvað svona áður. Við vonumst bara til þess að vörurnar skili sér á endanum þrátt fyrir að þetta hafi nú þegar tekið upp undir fjóra mánuði,“ svaraði Ívar þegar leitast var eftir viðbrögðum hans við málinu. Það hefur verið mikill stígandi í leik Breiðabliks undanfarið en liðið er búið að lyfta sér úr botnsætinu með tveimur sigurleikjum í röð á liðunum sem eru í efstu sætum deildarinnar. Blikar eiga leik gegn Haukum í Ólafssal klukkan 18.30 í dag en Ívar er viss um að þetta leiðindamál muni ekki hafa nein áhrif á undirbúninginn fyrir leikinn í kvöld. Iva Georgieva vildi ekki veita viðtal við vinnslu fréttarinnar.
Breiðablik Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Fótbolti Fleiri fréttir Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn