Iva Georgieva sökuð um fjársvik | Leikur ekki aftur fyrir Breiðablik Atli Arason skrifar 13. febrúar 2022 12:35 Iva Georgieva, fjórða frá vinstri, á varamannabekk Breiðabliks. Myndin er frá því í október á síðasta ári, þegar allt lék í lyndi. Bára Dröfn Búlgarinn Iva Georgieva hefur yfirgefið Breiðablik fyrir fullt og allt. Samningur Georgieva við félagið verður ekki framlengdur vegna mögulegra lögbrota. Samkvæmt heimildum Vísis hefur Georgieva undanfarið reynt að selja fólki innan sem utan Breiðabliks vörur líkt og flugmiða, líkamsræktartæki og Playstation-leikjatölvur. Vörur sem ekki voru afhentar þrátt fyrir að greitt hafi verið fyrir þær. Vísir heyrði í Heimi Snæ Jónssyni, stjórnarmanni í körfuknattleiksdeild Breiðabliks, sem staðfesti að þetta mál væri til skoðunar innan stjórnar Breiðabliks en gat ekki farið út í smáatriði. „Við fréttum fyrst af þessu máli um miðjan janúar frá stelpunum í liðinu. Við vitum líka af kvörtunum utan félagsins,“ sagði Heimir Snær. Iva Georgieva sagði sjálf samningi sínum við Breiðablik upp áður en hún vildi svo koma aftur í Kópavoginn. „Hún segir upp samningi í lok desember og það var bara allt í góðu og við bókum fyrir hana flug út,“ svaraði Heimir, aðspurður út í samningsstöðu Georgieva hjá Breiðablik áður en hann bætti við. „Svo hefur hún samband við okkur aftur um miðjan janúar og langar að koma aftur. Sem hún gerir. Þegar við ætluðum að endursemja við hana höfðum við heyrt af þessu máli þar sem farnar voru að renna tvær grímur á fólk varðandi þessi viðskipti við Ivu.“ Iva Georgieva hefur verið á Íslandi síðustu tvö ár. Fyrst kom hún til hingað til lands til að leika með Snæfelli en skipti fljótlega yfir til Breiðabliks og hefur verið þar undanfarin tvö tímabil og spilaði hún alls 32 leiki fyrir Kópavogsliðið. Georgieva var ekki í leikmannahóp Breiðabliks í síðasta leik liðsins gegn Njarðvík. Vísir heyrði einnig í Ívari Ásgrímssyni, þjálfara Breiðabliks, en hann gat á sama hátt ekki farið út í smáatriði þar sem málið er á viðkvæmu stigi. „Iva hefur yfirgefið Breiðablik og hún mun ekki spila aftur fyrir félagið eins lengi og ég, þessi stjórn og aðrir erum hér. Ég hef á mínum rúmlega 35 ára ferli aldrei upplifað eitthvað svona áður. Við vonumst bara til þess að vörurnar skili sér á endanum þrátt fyrir að þetta hafi nú þegar tekið upp undir fjóra mánuði,“ svaraði Ívar þegar leitast var eftir viðbrögðum hans við málinu. Það hefur verið mikill stígandi í leik Breiðabliks undanfarið en liðið er búið að lyfta sér úr botnsætinu með tveimur sigurleikjum í röð á liðunum sem eru í efstu sætum deildarinnar. Blikar eiga leik gegn Haukum í Ólafssal klukkan 18.30 í dag en Ívar er viss um að þetta leiðindamál muni ekki hafa nein áhrif á undirbúninginn fyrir leikinn í kvöld. Iva Georgieva vildi ekki veita viðtal við vinnslu fréttarinnar. Breiðablik Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis hefur Georgieva undanfarið reynt að selja fólki innan sem utan Breiðabliks vörur líkt og flugmiða, líkamsræktartæki og Playstation-leikjatölvur. Vörur sem ekki voru afhentar þrátt fyrir að greitt hafi verið fyrir þær. Vísir heyrði í Heimi Snæ Jónssyni, stjórnarmanni í körfuknattleiksdeild Breiðabliks, sem staðfesti að þetta mál væri til skoðunar innan stjórnar Breiðabliks en gat ekki farið út í smáatriði. „Við fréttum fyrst af þessu máli um miðjan janúar frá stelpunum í liðinu. Við vitum líka af kvörtunum utan félagsins,“ sagði Heimir Snær. Iva Georgieva sagði sjálf samningi sínum við Breiðablik upp áður en hún vildi svo koma aftur í Kópavoginn. „Hún segir upp samningi í lok desember og það var bara allt í góðu og við bókum fyrir hana flug út,“ svaraði Heimir, aðspurður út í samningsstöðu Georgieva hjá Breiðablik áður en hann bætti við. „Svo hefur hún samband við okkur aftur um miðjan janúar og langar að koma aftur. Sem hún gerir. Þegar við ætluðum að endursemja við hana höfðum við heyrt af þessu máli þar sem farnar voru að renna tvær grímur á fólk varðandi þessi viðskipti við Ivu.“ Iva Georgieva hefur verið á Íslandi síðustu tvö ár. Fyrst kom hún til hingað til lands til að leika með Snæfelli en skipti fljótlega yfir til Breiðabliks og hefur verið þar undanfarin tvö tímabil og spilaði hún alls 32 leiki fyrir Kópavogsliðið. Georgieva var ekki í leikmannahóp Breiðabliks í síðasta leik liðsins gegn Njarðvík. Vísir heyrði einnig í Ívari Ásgrímssyni, þjálfara Breiðabliks, en hann gat á sama hátt ekki farið út í smáatriði þar sem málið er á viðkvæmu stigi. „Iva hefur yfirgefið Breiðablik og hún mun ekki spila aftur fyrir félagið eins lengi og ég, þessi stjórn og aðrir erum hér. Ég hef á mínum rúmlega 35 ára ferli aldrei upplifað eitthvað svona áður. Við vonumst bara til þess að vörurnar skili sér á endanum þrátt fyrir að þetta hafi nú þegar tekið upp undir fjóra mánuði,“ svaraði Ívar þegar leitast var eftir viðbrögðum hans við málinu. Það hefur verið mikill stígandi í leik Breiðabliks undanfarið en liðið er búið að lyfta sér úr botnsætinu með tveimur sigurleikjum í röð á liðunum sem eru í efstu sætum deildarinnar. Blikar eiga leik gegn Haukum í Ólafssal klukkan 18.30 í dag en Ívar er viss um að þetta leiðindamál muni ekki hafa nein áhrif á undirbúninginn fyrir leikinn í kvöld. Iva Georgieva vildi ekki veita viðtal við vinnslu fréttarinnar.
Breiðablik Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Sjá meira