Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Telma Tómasson verður með ykkur í fréttatíma kvöldsins. 
Telma Tómasson verður með ykkur í fréttatíma kvöldsins. 

Utanríkisráðherra segir stöðuna í Úkraínu mikið áhyggjuefni og versna með hverjum klukkutímanum sem líður. Íslendingur á svæðinu segir að um æsing í vestrænum fjölmiðlum sé að ræða fremur en raunverulega hættu á stríði. Ítarlega verður fjallað um stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.

Þá verður rætt við varaformann kjörstjórnar hjá Samfylkingunni sem harmar úrvinnslu máls Guðmundar Inga Þóroddssonar frambjóðanda, sem var úrskurðaður ókjörgengur degi fyrir prófkjör. 

Sérfræðingur í stjórnskipunarrétti segir verra að taka þurfi svona ákvarðanir með eins stuttum fyrirvara og að deila megi um hvort lögin séu nógu skýr.

Hjúkrunarfræðingur í framhaldsnámi í Kanada segir stöðuna þar í landi vera á suðupunkti vegna mótmæla en þau beinast í auknum mæli gegn heilbrigðisstarfsmönnum. Hún telur mikilvægt að Ísland fari ekki sömu leið og Kanada hefur gert og segir mikilvægt að landsmenn finni samstöðuna á ný.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×