Bochum kláraði þýsku meistarana í fyrri hálfleik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. febrúar 2022 16:25 Bochum vann vægast sagt óvæntan sigur gegn Þýskalandsmeisturum Bayern München í dag. Joosep Martinson/Getty Images Bochum vann ansi óvæntan 4-2 sigur er liðið tók á móti Þýskalandsmeisturum Bayern München í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Gestirnir í Bayern fóru vel af stað og komust yfir með marki frá Robert Lewandowski strax á níundu mínútu leiksins. Christopher Antwi-Adjej jafnaði hins vegar metin fyrir heimamenn fimm mínútum síðar. Staðan var svo orðin 2-1, heimamönnum í vil, á 38. mínútu þegar Jurgen Locadia skoraði af vítapunktinum eftir að Dayot Upamecano handlék knöttinn innan vítateigs. Þrátt fyrir að stutt væri til hálfleiks voru heimamenn ekki hættir. Cristian Gamboa skoraði þriðja mark liðsins á 40. mínútu og Gerrit Holtmann sá til þess að staðan var 4-1 þegar flautað var til hálfleiks með marki fjórum mínútum síðar. Þýsku meistararnir þurftu sárlega á mörkum að halda í síðari hálfleik, og helst sem fyrst. Þeim tókst loksins að minnka muninn þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka með marki frá markamaskínunni Robert Lewandowski, en nær komust þeir ekki og niðurstaðan varð 4-2 sigur heimamanna. Bochum situr nú í ellefta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 28 stig eftir 22 leiki. Bayern trónir hins vegar enn á toppi deildarinnar með níu stiga forskot á Dortmund sem situr í öðru sæti. THIS IS WHY WE LOVE FOOTBALL! 🙌💙What an afternoon at the Ruhrstadion, our first victory against @FCBayernEN in 18 years. 4-2 #BOCFCB #meinVfL pic.twitter.com/r5sRIsSDa7— VfL Bochum 1848 (@VfLBochum1848EN) February 12, 2022 Þýski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Gestirnir í Bayern fóru vel af stað og komust yfir með marki frá Robert Lewandowski strax á níundu mínútu leiksins. Christopher Antwi-Adjej jafnaði hins vegar metin fyrir heimamenn fimm mínútum síðar. Staðan var svo orðin 2-1, heimamönnum í vil, á 38. mínútu þegar Jurgen Locadia skoraði af vítapunktinum eftir að Dayot Upamecano handlék knöttinn innan vítateigs. Þrátt fyrir að stutt væri til hálfleiks voru heimamenn ekki hættir. Cristian Gamboa skoraði þriðja mark liðsins á 40. mínútu og Gerrit Holtmann sá til þess að staðan var 4-1 þegar flautað var til hálfleiks með marki fjórum mínútum síðar. Þýsku meistararnir þurftu sárlega á mörkum að halda í síðari hálfleik, og helst sem fyrst. Þeim tókst loksins að minnka muninn þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka með marki frá markamaskínunni Robert Lewandowski, en nær komust þeir ekki og niðurstaðan varð 4-2 sigur heimamanna. Bochum situr nú í ellefta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 28 stig eftir 22 leiki. Bayern trónir hins vegar enn á toppi deildarinnar með níu stiga forskot á Dortmund sem situr í öðru sæti. THIS IS WHY WE LOVE FOOTBALL! 🙌💙What an afternoon at the Ruhrstadion, our first victory against @FCBayernEN in 18 years. 4-2 #BOCFCB #meinVfL pic.twitter.com/r5sRIsSDa7— VfL Bochum 1848 (@VfLBochum1848EN) February 12, 2022
Þýski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira