Erlent

Karl Breta­prins greinist með Co­vid-19 í annað sinn

Atli Ísleifsson skrifar
Karl og Kamilla sóttu móttöku í British Museum í gær. Karl greindist svo með Covid-19 í morgun.
Karl og Kamilla sóttu móttöku í British Museum í gær. Karl greindist svo með Covid-19 í morgun. EPA

Karl Bretaprins hefur greinst með kórónuveiruna og er nú í einangrun. Þetta er í annað sinn sem Karl greinist með Covid-19, en hann greinist einnig í mars 2020 og fékk þá væg einkenni sjúkdómsins.

Á dagskrá prinsins í dag var að afhjúpa nýja styttu af viðskiptakonunni Licoricia í Winchester í suðurhluta Englands, en athöfninni hefur nú verið frestað.

Í frétt BBC segir að hinn 73 ára Karl og Kamilla, eiginkona hans, hafi hitt fjölda fólks í móttöku í British Museum í London í gær. Meðal gesta voru fjármálaaráðherrann Rishi Sunak, innanríkisráðherrann Priti Patel og fótboltamaðurinn fyrrverandi, Ian Rush.

Í yfirlýsingu frá Clarence House segir að prinsinn sé mjög vonsvikinn með að geta ekki sótt athöfnina og verður reynt að finna nýjan tíma fyrir afhjúpunina sem allra fyrst.

Prinsinn er þríbólusettur.

Nokkuð hefur verið um að kóngafólk hafi smitast af kórónuveirunni síðustu daga. Þannig greindist Margrét Þórhildur Danadrottning í gær, líkt og Filippus Spánarkonungur. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×