Rooney: Óttaðist að ég myndi drepa mig á drykkjunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2022 10:01 Wayne Rooney í leiknum fræga á móti Íslandi á EM í Frakklandi 2016. Getty/Catherine Ivill Wayne Rooney hefur nú talað opinskátt um andlega heilsu sína og vandamál sitt með áfengi á meðan knattspyrnuferli hans stóð. Rooney gekk svo langt að segja að hann hafi óttast að andleg vanlíðan og drykkjan hefðu getað leitt hann til dauða þegar hann var að spila sem best inn á vellinum. Rooney átti magnaðan feril en hann er bæði markahæsti leikmaður sögunnar hjá Manchester United (253 mörk) og enska landsliðinu (53 mörk). Wayne Rooney: My binge drinking could have killed someoneWatch the full interview with @sallynugent tomorrow on #BBCBreakfast pic.twitter.com/zsfzpnJ6k8— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) February 9, 2022 Rooney ræddi um þessi vandamál sín við breska ríkisútvarpið en út er að koma heimildarmynd um líf hans og knattspyrnuferil. Rooney var spurður út í hvaða mistök hann gerði á ferlinum og hversu stór andlegu vandamálin hans voru þegar hann var á hátindi ferils síns. Fullur undir stýri „Það gæti hafa verið stelpurnar, það gæti hafa verið að keyra undir áhrifum sem ég hef gert en það gæti líka hafa verið að drepa einhvern í þeim tilfellum. Þú getur líka drepið sjálfan þig á svo erfiðum stundum og það er mjög slæmur staður að vera á,“ sagði Wayne Rooney. „Ég vissi að ég þurfti á hjálpa að halda, ekki bara til að bjarga mér heldur einnig fjölskyldu minni,“ sagði Rooney. Rooney er nú knattspyrnustjóri Derby County en taldi sig ekki geta rætt vandamál sín á sínum tíma. „Fyrir tíu eða fimmtán árum þá gat ég ekki komið inn í klefann og sagt að ég ætti í vandræðum með áfengi eða að ég væri í vandræðum með andlega heilsu mína. Ég gat ekki gert það,“ sagði Rooney. Var ekki tilbúinn fyrir þetta líf Manchester United keypt hann frá Everton þegar Rooney var bara átján ára gamall en hann sló í gegn í ensku úrvalsdeildinni aðeins sextán ára. Rooney segist ekki hafa verið tilbúinn að taka þetta risaskref svo ungur. Hann vissi ekkert um hinar hliðarnar á því að vera fótboltamaður. „Það tók mig tíma að venjast því og hvernig ég gæti ráðið við það. Ég hafði aldrei áttað mig á hinni hliðinni á því að vera fótboltaleikmaður. Ég var ekki tilbúinn fyrir það líf. Þetta var mér erfitt,“ sagði Rooney. Heimildarmyndin „Rooney“ verður aðgengileg á Amazon Prime á morgun. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=uR5FVRNY9FU">watch on YouTube</a> Enski boltinn Fíkn Bretland England Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
Rooney gekk svo langt að segja að hann hafi óttast að andleg vanlíðan og drykkjan hefðu getað leitt hann til dauða þegar hann var að spila sem best inn á vellinum. Rooney átti magnaðan feril en hann er bæði markahæsti leikmaður sögunnar hjá Manchester United (253 mörk) og enska landsliðinu (53 mörk). Wayne Rooney: My binge drinking could have killed someoneWatch the full interview with @sallynugent tomorrow on #BBCBreakfast pic.twitter.com/zsfzpnJ6k8— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) February 9, 2022 Rooney ræddi um þessi vandamál sín við breska ríkisútvarpið en út er að koma heimildarmynd um líf hans og knattspyrnuferil. Rooney var spurður út í hvaða mistök hann gerði á ferlinum og hversu stór andlegu vandamálin hans voru þegar hann var á hátindi ferils síns. Fullur undir stýri „Það gæti hafa verið stelpurnar, það gæti hafa verið að keyra undir áhrifum sem ég hef gert en það gæti líka hafa verið að drepa einhvern í þeim tilfellum. Þú getur líka drepið sjálfan þig á svo erfiðum stundum og það er mjög slæmur staður að vera á,“ sagði Wayne Rooney. „Ég vissi að ég þurfti á hjálpa að halda, ekki bara til að bjarga mér heldur einnig fjölskyldu minni,“ sagði Rooney. Rooney er nú knattspyrnustjóri Derby County en taldi sig ekki geta rætt vandamál sín á sínum tíma. „Fyrir tíu eða fimmtán árum þá gat ég ekki komið inn í klefann og sagt að ég ætti í vandræðum með áfengi eða að ég væri í vandræðum með andlega heilsu mína. Ég gat ekki gert það,“ sagði Rooney. Var ekki tilbúinn fyrir þetta líf Manchester United keypt hann frá Everton þegar Rooney var bara átján ára gamall en hann sló í gegn í ensku úrvalsdeildinni aðeins sextán ára. Rooney segist ekki hafa verið tilbúinn að taka þetta risaskref svo ungur. Hann vissi ekkert um hinar hliðarnar á því að vera fótboltamaður. „Það tók mig tíma að venjast því og hvernig ég gæti ráðið við það. Ég hafði aldrei áttað mig á hinni hliðinni á því að vera fótboltaleikmaður. Ég var ekki tilbúinn fyrir það líf. Þetta var mér erfitt,“ sagði Rooney. Heimildarmyndin „Rooney“ verður aðgengileg á Amazon Prime á morgun. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=uR5FVRNY9FU">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Fíkn Bretland England Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira