Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30.
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30. Stöð 2

Ríflega tuttugu kafarar koma að því að ná þeim sem fórust með TF-ABB á Þingvallavatni upp á yfirborðið og flugvélinni sjálfri. Aðgerðin er mjög flókin þar sem kafarar geta ekki athafnað sig nema í örfáar mínútur á svo miklu dýpi og kulda.

Við sjáum myndir frá undirbúningi aðgerða við Þingvalla í kvöldfréttum og ræðum við lögreglu um málið.

Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við núll komma sjötíu og fimm prósentustiga hækkun þeirra í dag. Farið verður yfir vaxtahækkun dagsins og rætt við forseta ASÍ í beinni útsendingu um áhrif hennar á kjaraviðræður.

Aldrei hafa fleiri greinst með kórónuveiruna innanlands en í gær þegar nýsmitaðir fóru í fyrsta sinn yfir tvö þúsund. Við ræðum við forstjóra Landspítalans í beinni útsendingu en heilbrigðisstarfsfólk er uggandi yfir boðuðum afléttingum vegna mönnunarvanda.

Þá förum við yfir áhyggjur íbúa í Skerjafirði af fyrirhugaðri landfyllingu og kynnum okkur vaxandi hrafnastofn í borginni.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×