Prestur ánægður með að strákarnir okkar séu duglegir að tala um tilfinningar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2022 09:31 Handboltalandsliðið fagnar hér sigri á EM og séra Guðni Már Haraldsson á bæn. Samsett/Getty&S2 Sport Guðjón Guðmundsson var aftur mættur með innslag í Seinni bylgjuna í fyrsta þætti eftir Evrópumótið í handbolta. Það þessu sinni hitti hann prest í Kópavogi sem er mikill handboltaáhugamaður. „Handboltinn er án nokkurs vafa þjóðaríþrótt okkar Íslendinga. Stuðningsmennirnir margir hverjir eru algjörlega forfallnir. Sumir hverjir á guðs vegum,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Séra Guðni Már Haraldsson í Lindarkirkju í Kópavogi er forfallinn stuðningsmaður handboltans og hefur verið um árabil en hvers vegna,“ spurði Gaupi. „Ég byrjaði að horfa átta ára á ÓL í Seoul og svo kom B-keppnin árið eftir 1989. Svo hefur þetta vara fylgt okkur. Það er ekkert sem gleður okkur jafnmikið í janúar eins og handboltalandsliðið,“ sagði séra Guðni Már Haraldsson. „Það eru svo góðar fyrirmyndir í liðinu, duglegir að tala um tilfinningar og eru því bæði fyrirmyndir á andlegan og líkamlegan hátt,“ sagði séra Guðni. Klippa: Seinni bylgjan: Gaupi og handboltapresturinn „Ég reyndi að æfa sjálfur en ég var að æfa með Róberti Gunarssyni meðal annars og átti að reyna að fara inn á línuna á eftir honum. Það var einhverjar sendingar sem var ekki hægt að ná, hann var bara á einhverju öðru kaliberi. Ég hætti því fljótlega og lét honum þetta eftir,“ sagði séra Guðni hlæjandi. „Þetta er bara yndislegt sport. Það er svo auðvelt þegar maður á börn sjálfur því þótt að þú sért bara fimm ára þá fylgist þú með því það er svo mikið að gerast í handbolta,“ sagði séra Guðni. En er hann að ræða við himnaföðurinn um gang mála í leikjunum? „Bænin er góð til að róa taugarnar og senda góða strauma og blessunaróskir. Ég er samt búinn að það út að sérstaklega í vítum, þegar maður vill að strákarnir skori og Bjöggi verji, þá er útsendingin tuttugu sekúndum á eftir. Um leið og dómararnir flauta þá byrja ég að biðja,“ sagði séra Guðni. Það má finna allt innslagið frá Gaupa hér fyrir ofan. Seinni bylgjan Subway-deild karla EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
„Handboltinn er án nokkurs vafa þjóðaríþrótt okkar Íslendinga. Stuðningsmennirnir margir hverjir eru algjörlega forfallnir. Sumir hverjir á guðs vegum,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Séra Guðni Már Haraldsson í Lindarkirkju í Kópavogi er forfallinn stuðningsmaður handboltans og hefur verið um árabil en hvers vegna,“ spurði Gaupi. „Ég byrjaði að horfa átta ára á ÓL í Seoul og svo kom B-keppnin árið eftir 1989. Svo hefur þetta vara fylgt okkur. Það er ekkert sem gleður okkur jafnmikið í janúar eins og handboltalandsliðið,“ sagði séra Guðni Már Haraldsson. „Það eru svo góðar fyrirmyndir í liðinu, duglegir að tala um tilfinningar og eru því bæði fyrirmyndir á andlegan og líkamlegan hátt,“ sagði séra Guðni. Klippa: Seinni bylgjan: Gaupi og handboltapresturinn „Ég reyndi að æfa sjálfur en ég var að æfa með Róberti Gunarssyni meðal annars og átti að reyna að fara inn á línuna á eftir honum. Það var einhverjar sendingar sem var ekki hægt að ná, hann var bara á einhverju öðru kaliberi. Ég hætti því fljótlega og lét honum þetta eftir,“ sagði séra Guðni hlæjandi. „Þetta er bara yndislegt sport. Það er svo auðvelt þegar maður á börn sjálfur því þótt að þú sért bara fimm ára þá fylgist þú með því það er svo mikið að gerast í handbolta,“ sagði séra Guðni. En er hann að ræða við himnaföðurinn um gang mála í leikjunum? „Bænin er góð til að róa taugarnar og senda góða strauma og blessunaróskir. Ég er samt búinn að það út að sérstaklega í vítum, þegar maður vill að strákarnir skori og Bjöggi verji, þá er útsendingin tuttugu sekúndum á eftir. Um leið og dómararnir flauta þá byrja ég að biðja,“ sagði séra Guðni. Það má finna allt innslagið frá Gaupa hér fyrir ofan.
Seinni bylgjan Subway-deild karla EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira