Vegur um Teigsskóg í útboð og stefnt á að hefja verkið í vor Kristján Már Unnarsson skrifar 8. febrúar 2022 22:01 Sigurþór Guðmundsson, verkefnisstjóri Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, í viðtali við höfuðstöðvar Vegagerðarinnar í Garðabæ í dag. Arnar Halldórsson Vegagerð um Teigsskóg er komin í útboðsferli. Stefnt er að því að búið verði að semja við verktaka í kringum páska og að framkvæmdir fari á fullt með vorinu. Þetta er að verða nítján ára saga íslenskrar stjórnsýslu. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að það var sumarið 2003 sem Vegagerðin hóf formlegt umhverfismat vegna Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Loksins, loksins, segja eflaust margir. Núna er komið að því að bjóða verkið út. „Já, það er komið að því núna. Við erum að fara út með það,“ segir Sigurþór Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá Vegagerðinni. Hér sést veglínan um Teigsskóg ásamt þverun í innanverðum Þorskafirði, sem núna er unnið að.Vegagerðin Kaflinn sem núna er boðinn út liggur um utanverðan Þorskafjörð og í gegnum hinn eiginlega Teigsskóg og er nærri ellefu kílómetra langur. „Þetta er sem sagt verkið frá Þórisstöðum og yfir á Hallsteinsnes og þar af leiðandi aðeins út í Djúpafjörð líka, út að brúarstöpli þar, sem við ætlum að byggja.“ Búið er að senda útboðstilkynningu til EES og býst Sigurþór við að auglýsingin birtist á næstu dögum. Tilboð verði væntanlega opnuð í síðari hluta marsmánaðar og vonast hann til að búið verði að semja við verktaka í kringum páska. En hvenær má búast að ýturnar verði komnar á svæðið? Séð yfir Teigsskóg þar sem vegurinn á að liggja. Þorskafjörður á vinstri hönd.Vegagerðin „Í maí væri náttúrlega rosalega fínt. Apríl – maí,“ svarar Sigurþór og tekur fram að það ráðist af aðstæðum eins og veðri og hvernig verktaka gangi að koma sér fyrir. Stefnt er að verklokum þessa áfanga haustið 2023. Það þýðir að þá verður hægt að sneiða framhjá Hjallahálsi en núna er unnið að lagningu tengivegar milli Hallsteinsness og Djúpadals. Síðar á þessu ári er svo gert ráð fyrir að næsti áfangi verði boðinn út; kafli yfir Gufufjörð, milli Melaness og Gróness, og út í Djúpafjörð, með 130 metra brú yfir Gufufjörð og 58 metra brú yfir Djúpafjörð. Gufufjörður og Djúpifjörður verða þveraðir í síðari áföngum verksins.Vegagerðin Lokaáfanginn verður svo 210 metra löng brú yfir Djúpafjörð og er gert ráð fyrir að hann verði boðinn út á næsta ári. En hvenær verður svo allt verkið tilbúið? „Við erum nú ekki búnir að gefast upp á dagsetningunni 2024. Það er svona spurning hvort það næst. Þetta er ansi mikið í gangi á litlu svæði. En svona.. 2024-25. Helst ´24 að klára,“ svarar verkefnisstjóri Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þverun Þorskafjarðar, sem hófst í fyrra, er hluti af endurbótum vegarins: Teigsskógur Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Skipulag Reykhólahreppur Tengdar fréttir Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. 30. september 2021 22:44 Ótrúleg breyting að hægt verði að aka börnum örugga vegi í skólann Sveitastjóri Reykhólahrepps fagnar nýundirrituðum samningi Vegagerðarinnar við landeigendur Grafar í Þorskafirði sem gefur vegagerð um Gufudalssveit grænt ljós. Bættar samgöngur muni breyta öllu fyrir íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum. 24. júlí 2021 11:24 Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Þetta er að verða nítján ára saga íslenskrar stjórnsýslu. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að það var sumarið 2003 sem Vegagerðin hóf formlegt umhverfismat vegna Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Loksins, loksins, segja eflaust margir. Núna er komið að því að bjóða verkið út. „Já, það er komið að því núna. Við erum að fara út með það,“ segir Sigurþór Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá Vegagerðinni. Hér sést veglínan um Teigsskóg ásamt þverun í innanverðum Þorskafirði, sem núna er unnið að.Vegagerðin Kaflinn sem núna er boðinn út liggur um utanverðan Þorskafjörð og í gegnum hinn eiginlega Teigsskóg og er nærri ellefu kílómetra langur. „Þetta er sem sagt verkið frá Þórisstöðum og yfir á Hallsteinsnes og þar af leiðandi aðeins út í Djúpafjörð líka, út að brúarstöpli þar, sem við ætlum að byggja.“ Búið er að senda útboðstilkynningu til EES og býst Sigurþór við að auglýsingin birtist á næstu dögum. Tilboð verði væntanlega opnuð í síðari hluta marsmánaðar og vonast hann til að búið verði að semja við verktaka í kringum páska. En hvenær má búast að ýturnar verði komnar á svæðið? Séð yfir Teigsskóg þar sem vegurinn á að liggja. Þorskafjörður á vinstri hönd.Vegagerðin „Í maí væri náttúrlega rosalega fínt. Apríl – maí,“ svarar Sigurþór og tekur fram að það ráðist af aðstæðum eins og veðri og hvernig verktaka gangi að koma sér fyrir. Stefnt er að verklokum þessa áfanga haustið 2023. Það þýðir að þá verður hægt að sneiða framhjá Hjallahálsi en núna er unnið að lagningu tengivegar milli Hallsteinsness og Djúpadals. Síðar á þessu ári er svo gert ráð fyrir að næsti áfangi verði boðinn út; kafli yfir Gufufjörð, milli Melaness og Gróness, og út í Djúpafjörð, með 130 metra brú yfir Gufufjörð og 58 metra brú yfir Djúpafjörð. Gufufjörður og Djúpifjörður verða þveraðir í síðari áföngum verksins.Vegagerðin Lokaáfanginn verður svo 210 metra löng brú yfir Djúpafjörð og er gert ráð fyrir að hann verði boðinn út á næsta ári. En hvenær verður svo allt verkið tilbúið? „Við erum nú ekki búnir að gefast upp á dagsetningunni 2024. Það er svona spurning hvort það næst. Þetta er ansi mikið í gangi á litlu svæði. En svona.. 2024-25. Helst ´24 að klára,“ svarar verkefnisstjóri Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þverun Þorskafjarðar, sem hófst í fyrra, er hluti af endurbótum vegarins:
Teigsskógur Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Skipulag Reykhólahreppur Tengdar fréttir Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. 30. september 2021 22:44 Ótrúleg breyting að hægt verði að aka börnum örugga vegi í skólann Sveitastjóri Reykhólahrepps fagnar nýundirrituðum samningi Vegagerðarinnar við landeigendur Grafar í Þorskafirði sem gefur vegagerð um Gufudalssveit grænt ljós. Bættar samgöngur muni breyta öllu fyrir íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum. 24. júlí 2021 11:24 Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. 30. september 2021 22:44
Ótrúleg breyting að hægt verði að aka börnum örugga vegi í skólann Sveitastjóri Reykhólahrepps fagnar nýundirrituðum samningi Vegagerðarinnar við landeigendur Grafar í Þorskafirði sem gefur vegagerð um Gufudalssveit grænt ljós. Bættar samgöngur muni breyta öllu fyrir íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum. 24. júlí 2021 11:24
Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00