Sólveig Anna fær ískaldar kveðjur frá Agnieszku Ewu Jakob Bjarnar skrifar 8. febrúar 2022 13:00 Agnieszka Ewa og Sólveig Anna hér í broddi fylkingar, samherjar í baráttu Eflingar fyrir bættum kjörum verkafólks. Þetta var árið 2020, nú er tíðin önnur. vísir/vilhelm Agnieszka Ewa Ziółkowska starfandi formaður Eflingar segir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formann, málsvara sundrungar. Agnieszka hvetur félagsmenn í Eflingu að kjósa Ólöfu Helgu Adolfsdóttur í komandi formannskjöri. Grein Agnieszku, sem birtist á Vísi nú undir hádegisbil, hlýtur að teljast þungt högg fyrir Sólveigu Önnu en Agnieszka var varaformaður í tíð Sólveigar en tók svo við af þegar Sólveig Anna sagði sig frá formennskunni eftir verulegar væringar á skrifstofu Eflingar. Vert er í þessu sambandi að minna á Pallborðið sem verður á Vísi í beinni klukkan tvö á eftir en þá takast formannsefnin á; þau Sólveig Anna, Ólöf Helga og Guðmundur Baldursson. Óbilgirni Sólveigar Önnu Grein Agnieszku birtist á pólsku, ensku og íslensku sem skýrist vitaskuld af því að félagsmenn Eflingar eru af ýmsu þjóðerni. Félagsmenn Eflingar eru uppundir 30 þúsund manns og koma þeir víða að.Efling Agnieszka lýkur upp miklu lofsorði á Ólöfu en hún hefur ekki eins góða sögu að segja af Sólveigu; segir hana hafa lyft Grettistaki en síðan hafi farið að halla undan fæti. Og nú sé svo komið að hún sé ekki rétta manneskjan til að leiða baráttuna áfram. Hún hafi sýnt það með óbilgirni og vangetu til að hlusta á raddir annarra en sína eigin: „Þrátt fyrir að baráttuorð hennar tali um mikilvægi samstöðu þá sýna gjörðir hennar að sú samstaða sem hún kallar eftir er í raun aðeins blind hollusta og jafnvel það dugar varla til því hún hefur einangrað sig frá flestum þáttum starfseminnar og blandar nær aldrei geði við fólkið á gólfinu sem er helst í sambandi við félagsfólk og þekkir helst þann vanda sem verkalýðsfélögin glíma við. Ef stjórnandi á öðrum vinnustað en Eflingu myndi hegða sér með þessum hætti yrði það litið alvarlegum augum,“ skrifar Agnieszka. Sundrung blasi við verði Sólveig formaður Og hún heldur áfram og sýnir hvorki Sólveigu Önnu né Viðari Þorsteinssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar, neina miskunn. „Á þremur árum hafa stjórnarhættir Sólveigar og Viðars Þorsteinssonar kostað Eflingu gífurlegar fjárhæðir og mikinn mannauð. Baráttuhugurinn er til staðar í hreyfingunni, en Sólveig er sjálf orðin málsvari sundrungar.“ Agnieszka segir að í náinni framtíð muni reyna verulega á styrk verkalýðshreyfingarinnar til að takast á við mikilvæg verkefni sem standa fyrir dyrum: „Sundrung verkalýðsforystunnar eins og stefnir í ef Sólveig verður í forystu Eflingar, mun veikja stöðu félagsmanna okkar og alls verkafólks á landinu og með henni mun Efling einangrast.“ Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Segir „afbrigðilega stemningu“ ríkja innan ASÍ Sólveig Anna telur að félög innan Alþýðusambandsins hyggist blanda sér í komandi formannskosningar Eflingar. Markmiðið sé að koma í veg fyrir að B-listi hennar beri sigur úr býtum í kosningunum. 8. febrúar 2022 00:08 Ég vil ávinna mér virðingu Fyrir nokkrum mánuðum var mér sagt upp sem hlaðmanni við Reykjavíkurflugvöll fyrir að standa í réttindabaráttu sem trúnaðarmaður. Ég neitaði að hlýða yfirvaldinu og hef farið með málið alla leið í félagsdóm. Ég lagði allt í veðið og vil gera það áfram sem næsti formaður Eflingar. 7. febrúar 2022 07:30 Allir þrír listarnir lögmætir og kosning hefst á miðvikudag Framboðslistar Ólafar Helgu Adolfsdóttur, Sólveigar Önnu Jónsdóttur og Guðmundar Jónatans Baldurssonar vegna formannskosninga í stéttarfélaginu Eflingu hafa allir verið taldir lögmætir og hefst kosning meðal félagsmanna miðvikudaginn næsta og mun standa til klukkan 20 15. febrúar næstkomandi. 4. febrúar 2022 14:19 Væri heiður að fá að starfa aftur hjá Eflingu Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það væri honum mikill heiður að snúa aftur sem framkvæmdastjóri stéttarfélagsins ef listi Sólveigar Önnu Jónsdóttur sigrar í formannskosningum. 4. febrúar 2022 08:00 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Grein Agnieszku, sem birtist á Vísi nú undir hádegisbil, hlýtur að teljast þungt högg fyrir Sólveigu Önnu en Agnieszka var varaformaður í tíð Sólveigar en tók svo við af þegar Sólveig Anna sagði sig frá formennskunni eftir verulegar væringar á skrifstofu Eflingar. Vert er í þessu sambandi að minna á Pallborðið sem verður á Vísi í beinni klukkan tvö á eftir en þá takast formannsefnin á; þau Sólveig Anna, Ólöf Helga og Guðmundur Baldursson. Óbilgirni Sólveigar Önnu Grein Agnieszku birtist á pólsku, ensku og íslensku sem skýrist vitaskuld af því að félagsmenn Eflingar eru af ýmsu þjóðerni. Félagsmenn Eflingar eru uppundir 30 þúsund manns og koma þeir víða að.Efling Agnieszka lýkur upp miklu lofsorði á Ólöfu en hún hefur ekki eins góða sögu að segja af Sólveigu; segir hana hafa lyft Grettistaki en síðan hafi farið að halla undan fæti. Og nú sé svo komið að hún sé ekki rétta manneskjan til að leiða baráttuna áfram. Hún hafi sýnt það með óbilgirni og vangetu til að hlusta á raddir annarra en sína eigin: „Þrátt fyrir að baráttuorð hennar tali um mikilvægi samstöðu þá sýna gjörðir hennar að sú samstaða sem hún kallar eftir er í raun aðeins blind hollusta og jafnvel það dugar varla til því hún hefur einangrað sig frá flestum þáttum starfseminnar og blandar nær aldrei geði við fólkið á gólfinu sem er helst í sambandi við félagsfólk og þekkir helst þann vanda sem verkalýðsfélögin glíma við. Ef stjórnandi á öðrum vinnustað en Eflingu myndi hegða sér með þessum hætti yrði það litið alvarlegum augum,“ skrifar Agnieszka. Sundrung blasi við verði Sólveig formaður Og hún heldur áfram og sýnir hvorki Sólveigu Önnu né Viðari Þorsteinssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar, neina miskunn. „Á þremur árum hafa stjórnarhættir Sólveigar og Viðars Þorsteinssonar kostað Eflingu gífurlegar fjárhæðir og mikinn mannauð. Baráttuhugurinn er til staðar í hreyfingunni, en Sólveig er sjálf orðin málsvari sundrungar.“ Agnieszka segir að í náinni framtíð muni reyna verulega á styrk verkalýðshreyfingarinnar til að takast á við mikilvæg verkefni sem standa fyrir dyrum: „Sundrung verkalýðsforystunnar eins og stefnir í ef Sólveig verður í forystu Eflingar, mun veikja stöðu félagsmanna okkar og alls verkafólks á landinu og með henni mun Efling einangrast.“
Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Segir „afbrigðilega stemningu“ ríkja innan ASÍ Sólveig Anna telur að félög innan Alþýðusambandsins hyggist blanda sér í komandi formannskosningar Eflingar. Markmiðið sé að koma í veg fyrir að B-listi hennar beri sigur úr býtum í kosningunum. 8. febrúar 2022 00:08 Ég vil ávinna mér virðingu Fyrir nokkrum mánuðum var mér sagt upp sem hlaðmanni við Reykjavíkurflugvöll fyrir að standa í réttindabaráttu sem trúnaðarmaður. Ég neitaði að hlýða yfirvaldinu og hef farið með málið alla leið í félagsdóm. Ég lagði allt í veðið og vil gera það áfram sem næsti formaður Eflingar. 7. febrúar 2022 07:30 Allir þrír listarnir lögmætir og kosning hefst á miðvikudag Framboðslistar Ólafar Helgu Adolfsdóttur, Sólveigar Önnu Jónsdóttur og Guðmundar Jónatans Baldurssonar vegna formannskosninga í stéttarfélaginu Eflingu hafa allir verið taldir lögmætir og hefst kosning meðal félagsmanna miðvikudaginn næsta og mun standa til klukkan 20 15. febrúar næstkomandi. 4. febrúar 2022 14:19 Væri heiður að fá að starfa aftur hjá Eflingu Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það væri honum mikill heiður að snúa aftur sem framkvæmdastjóri stéttarfélagsins ef listi Sólveigar Önnu Jónsdóttur sigrar í formannskosningum. 4. febrúar 2022 08:00 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Segir „afbrigðilega stemningu“ ríkja innan ASÍ Sólveig Anna telur að félög innan Alþýðusambandsins hyggist blanda sér í komandi formannskosningar Eflingar. Markmiðið sé að koma í veg fyrir að B-listi hennar beri sigur úr býtum í kosningunum. 8. febrúar 2022 00:08
Ég vil ávinna mér virðingu Fyrir nokkrum mánuðum var mér sagt upp sem hlaðmanni við Reykjavíkurflugvöll fyrir að standa í réttindabaráttu sem trúnaðarmaður. Ég neitaði að hlýða yfirvaldinu og hef farið með málið alla leið í félagsdóm. Ég lagði allt í veðið og vil gera það áfram sem næsti formaður Eflingar. 7. febrúar 2022 07:30
Allir þrír listarnir lögmætir og kosning hefst á miðvikudag Framboðslistar Ólafar Helgu Adolfsdóttur, Sólveigar Önnu Jónsdóttur og Guðmundar Jónatans Baldurssonar vegna formannskosninga í stéttarfélaginu Eflingu hafa allir verið taldir lögmætir og hefst kosning meðal félagsmanna miðvikudaginn næsta og mun standa til klukkan 20 15. febrúar næstkomandi. 4. febrúar 2022 14:19
Væri heiður að fá að starfa aftur hjá Eflingu Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það væri honum mikill heiður að snúa aftur sem framkvæmdastjóri stéttarfélagsins ef listi Sólveigar Önnu Jónsdóttur sigrar í formannskosningum. 4. febrúar 2022 08:00