Hólmbert lánaður til Lilleström: Finnst ég hafa verið svolítið óheppinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2022 08:44 Hólmbert Aron Friðjónsson er kominn í gult því hann mun spila með norska liðinu Lilleström í sumar. lsk.no Hólmbert Aron Friðjónsson gekk í gær frá samningi við Lilleström en norska félagið fær hann á láni frá þýska liðinu Holstein Kiel. Hann bætist því í hóp fjölmarga íslenskra leikmanna Lilleström . Hólmbert Aron lenti í Noregi í gær og gekkst undir læknisskoðun. Lilleström segir frá lánssamningi hans á heimasíðu sinni og þar kemur fram að hann muni mæta á sína fyrstu æfingu í dag. Her kan du lese intervju med vår nye spiller og sportssjef Simon Mesfin. https://t.co/yPirmRqSuD— Lillestrøm SK (@LillestromSK) February 6, 2022 „Lilleström er mjög þekkt félag á Íslandi og ég þekki það því vel. Margir íslenskir leikmenn hafa spilað þar og staðið sig vel. Þegar ég heyrði að LSK vildi frá mig, þá voru hlutirnir fljótir að gerast og ég er mjög ánægður með að vera hér,“ sagði Hólmbert Aron Friðjónsson í samtali við heimasíðu Lilleström. Lilleström fær Hólmbert að láni út tímabilið en hefur líka möguleika á að kaupa hann frá þýska félaginu í framhaldinu. Hólmbert Aron hefur sannað sig í norsku deildinni en hann skoraði ellefu mörk í aðeins fimmtán leikjum með Aalesund sumarið 2020. Aalesund seldi hann í framhaldinu til Brescia en svo fór hann þaðan til þýska b-deildarliðsins Holstein Kiel. „Ég var með miklar væntingar þegar ég fór frá Skandinavíu en hlutirnir gengu ekki eftir eins og ég vonaðist til. Ég var með sex mismunandi þjálfara á tímabilinu á Ítalíu. Ég var á sama tíma að glíma við meiðsli í byrjun tíma míns þar. Mér finnst ég hafa verið svolítið óheppinn og þetta hefur verið erfiður tími,“ sagði Hólmbert. „Núna vonast ég til þess að ég haldi mér heilum og náði að skila til Lilleström. Ég veit að Lilleström átti mjög gott tímabil í fyrrasumar og þá var liðið með framherja sem skoraði mikið af mörkum. Það lítur því út fyrir að vera góður staður fyrir framherja. Mitt verkefni er að koma mér í form og gera mitt besta,“ sagði Hólmbert. Hann var þarna að vísa til Thomas Lehne Olsen sem skoraði 26 mörk í 28 leikjum í norsku deildinni á síðasta tímabili og varð næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar. Olsen var seldur til Shabab Dubai í síðasta mánuði. Norski boltinn Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Hólmbert Aron lenti í Noregi í gær og gekkst undir læknisskoðun. Lilleström segir frá lánssamningi hans á heimasíðu sinni og þar kemur fram að hann muni mæta á sína fyrstu æfingu í dag. Her kan du lese intervju med vår nye spiller og sportssjef Simon Mesfin. https://t.co/yPirmRqSuD— Lillestrøm SK (@LillestromSK) February 6, 2022 „Lilleström er mjög þekkt félag á Íslandi og ég þekki það því vel. Margir íslenskir leikmenn hafa spilað þar og staðið sig vel. Þegar ég heyrði að LSK vildi frá mig, þá voru hlutirnir fljótir að gerast og ég er mjög ánægður með að vera hér,“ sagði Hólmbert Aron Friðjónsson í samtali við heimasíðu Lilleström. Lilleström fær Hólmbert að láni út tímabilið en hefur líka möguleika á að kaupa hann frá þýska félaginu í framhaldinu. Hólmbert Aron hefur sannað sig í norsku deildinni en hann skoraði ellefu mörk í aðeins fimmtán leikjum með Aalesund sumarið 2020. Aalesund seldi hann í framhaldinu til Brescia en svo fór hann þaðan til þýska b-deildarliðsins Holstein Kiel. „Ég var með miklar væntingar þegar ég fór frá Skandinavíu en hlutirnir gengu ekki eftir eins og ég vonaðist til. Ég var með sex mismunandi þjálfara á tímabilinu á Ítalíu. Ég var á sama tíma að glíma við meiðsli í byrjun tíma míns þar. Mér finnst ég hafa verið svolítið óheppinn og þetta hefur verið erfiður tími,“ sagði Hólmbert. „Núna vonast ég til þess að ég haldi mér heilum og náði að skila til Lilleström. Ég veit að Lilleström átti mjög gott tímabil í fyrrasumar og þá var liðið með framherja sem skoraði mikið af mörkum. Það lítur því út fyrir að vera góður staður fyrir framherja. Mitt verkefni er að koma mér í form og gera mitt besta,“ sagði Hólmbert. Hann var þarna að vísa til Thomas Lehne Olsen sem skoraði 26 mörk í 28 leikjum í norsku deildinni á síðasta tímabili og varð næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar. Olsen var seldur til Shabab Dubai í síðasta mánuði.
Norski boltinn Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti