Fárviðri suðvestanlands: Býst við „krapasulli“ og vatnselg Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 7. febrúar 2022 06:10 „Það er alltaf þannig að veðrið er verst rétt á undan skilunum. Og þau eru að fara yfir um sexleytið hérna suðvestanlands. Þá nær vindurinn hámarki og þá er mesta hættan á foki hjá fólki,“ segir Einar. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingar segir að óveðrið sem gengur yfir hafi hingað til verið verst suðvestanlands. „Ef þú horfið á vindinn, þá er þetta ansi hvasst,“ sagði Einar í samtali við Bítið á Bylgjunni nú á sjötta tímanum. „Sérstaklega er það verst suðvestanlands. Vindatölur síðasta klukkutímann sýna til dæmis 29 metra á sekúndu í Geldinganesi og 34 metra á Hólmsheiði. Það er fárviðri. Á Reykjavíkurflugvelli og á Seltjarnarnesi, það er að segja í byggðinni eru 26 metrar á sekúndu. Þetta er ansi mikill vindur, því þarna erum við að tala um meðalvind. Svo eru 26 metrar á Keflavíkurflugvelli og svona er hægt að halda lengi áfram.“ Einar segir að svo fari vindhraðinn í verstu hviðunum upp undir 60 metra á sekúndu, eins og undir Hafnarfjalli. „Og núna á Reykjanesbrautinni er meðalvindur um 29 metrar á sekúndu og hviðurnar slá upp í 40 metra. Þar er heldur ekkert sem truflar vindinn.“ Aðspurður hvort ofankoman hafi verið minni en óttast hafi verið segir Einar: „Það er víða hríð og það byrjaði að hríða um tvöleytið í nótt á höfuðborgarsvæðinu og eitthvað aðeins fyrr á fjallvegum. En síðasta klukkutímann hefur verið að hlána í þessu, alla vega neðan hundrað metra hæðarinnar. Það hefur verið að koma blot í þetta og það ágerist bara á næstunni þannig að þetta verður svona krapasull og síðar meir vatnselgur.“ Einar segir að þarna muni um hæðina og því snjói meira í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins. Einar segir að skil þessarar djúpu lægðar séu á leið norðausturyfir landið. „Það er alltaf þannig að veðrið er verst rétt á undan skilunum. Og þau eru að fara yfir um sexleytið hérna suðvestanlands. Þá nær vindurinn hámarki og þá er mesta hættan á foki hjá fólki. Og líka mesta hættan á rafmagnstruflunum. Síðan ganga þessi skil yfir og þeim gætu fylgt eldingar. Það hafa verið að mælast eldingar suðvestur í hafi. En um leið og skilin eru gengin yfir þá dettur allt niður í dúnalogn og veðrið verður skaplegt í einhverja klukkutíma.“ Einar bendir á að á sama tíma sé veðrið þá að versna um norðan og austanvert landið. Einar bendir einnig á að rafmagnstruflanir hafi fylgt veðurhamnum. „Það voru truflanir á höfuðborgarsvæðinu fyrr í nótt. Rafmagn fór af öllum Hafnarfirði og hluta Garðabæjar vegna útleysingar í Hamranesi í fimmtán mínútur. Og síðan missti Elkem á Grundartanga allt rafmagn í um hálftíma en það er komið á aftur.“ Einar segir að raforkukerfið standi mjög tæpt þegar veðurhæðin er svona mikil. Veður Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Sjá meira
„Sérstaklega er það verst suðvestanlands. Vindatölur síðasta klukkutímann sýna til dæmis 29 metra á sekúndu í Geldinganesi og 34 metra á Hólmsheiði. Það er fárviðri. Á Reykjavíkurflugvelli og á Seltjarnarnesi, það er að segja í byggðinni eru 26 metrar á sekúndu. Þetta er ansi mikill vindur, því þarna erum við að tala um meðalvind. Svo eru 26 metrar á Keflavíkurflugvelli og svona er hægt að halda lengi áfram.“ Einar segir að svo fari vindhraðinn í verstu hviðunum upp undir 60 metra á sekúndu, eins og undir Hafnarfjalli. „Og núna á Reykjanesbrautinni er meðalvindur um 29 metrar á sekúndu og hviðurnar slá upp í 40 metra. Þar er heldur ekkert sem truflar vindinn.“ Aðspurður hvort ofankoman hafi verið minni en óttast hafi verið segir Einar: „Það er víða hríð og það byrjaði að hríða um tvöleytið í nótt á höfuðborgarsvæðinu og eitthvað aðeins fyrr á fjallvegum. En síðasta klukkutímann hefur verið að hlána í þessu, alla vega neðan hundrað metra hæðarinnar. Það hefur verið að koma blot í þetta og það ágerist bara á næstunni þannig að þetta verður svona krapasull og síðar meir vatnselgur.“ Einar segir að þarna muni um hæðina og því snjói meira í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins. Einar segir að skil þessarar djúpu lægðar séu á leið norðausturyfir landið. „Það er alltaf þannig að veðrið er verst rétt á undan skilunum. Og þau eru að fara yfir um sexleytið hérna suðvestanlands. Þá nær vindurinn hámarki og þá er mesta hættan á foki hjá fólki. Og líka mesta hættan á rafmagnstruflunum. Síðan ganga þessi skil yfir og þeim gætu fylgt eldingar. Það hafa verið að mælast eldingar suðvestur í hafi. En um leið og skilin eru gengin yfir þá dettur allt niður í dúnalogn og veðrið verður skaplegt í einhverja klukkutíma.“ Einar bendir á að á sama tíma sé veðrið þá að versna um norðan og austanvert landið. Einar bendir einnig á að rafmagnstruflanir hafi fylgt veðurhamnum. „Það voru truflanir á höfuðborgarsvæðinu fyrr í nótt. Rafmagn fór af öllum Hafnarfirði og hluta Garðabæjar vegna útleysingar í Hamranesi í fimmtán mínútur. Og síðan missti Elkem á Grundartanga allt rafmagn í um hálftíma en það er komið á aftur.“ Einar segir að raforkukerfið standi mjög tæpt þegar veðurhæðin er svona mikil.
Veður Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Sjá meira