Rooney ræðir vandamál sín utan vallar: „Lokaði mig inni og drakk“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. febrúar 2022 10:46 Wayne Rooney ræddi um þau vandamál sem hann hefur átt í utan vallar. Mick Walker - CameraSport via Getty Images Wayne Rooney, markahæsti landsliðsmaður Englands frá upphafi, segist hafa snúið sér að drykkju til að takast á við álagið sem fylgir frægðinni. Þessi fyrrum framherji Manchester United og enska landsliðsins í fótbolta ræddi opinskátt um sín persónulegu vandamál í viðtölum við ensku miðlana The Daily Mail og The Times. Þar talar hann um það hvernig það er að fara frá því að vera barn að alast upp í blokk í Liverpool yfir í að verða ofurstjarna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á einni nóttu. „Að fara frá því og yfir í að spila í ensku úrvalsdeildinni og með enska landsliðinu 16 ára gamall er eitthvað sem ég var ekki tilbúinn í,“ sagði Rooney, en þessi nú 36 ára þjálfari Derby County lék sinn fyrsta leik með Everton í ensku úrvalsdeildinni 16 ára gamall. Hann lék sinn fyrsta leik og skoraði sitt fyrsta mark fyrir enska landsliðið aðeins 17 ára og 18 ára gamall skoraði hann þrennu í Meistaradeild Evrópu í sínum fyrsta leik fyrir Manchester United. „Ég hafði aldrei hugsað um hina hliðina á því að vera fótboltamaður. Ég var ekki tilbúinn í þann hluta af lífinu.“ „Það tók mig langan tíma að venjast því og átta mig á því hvernig ég ætti að takast á við það. Þetta var eins og að vera hent inn í ókunnugar aðstæður þar sem þér líður ekki vel og þetta var mjög erfitt fyrir mig.“ Wayne Rooney skoraði 183 mörk í 393 deildarleikjum fyrir Manchester United.James Baylis - AMA/Getty Images Rooney er ekki bara markahæsti landsliðsmaður Englands frá upphafi, heldur hefur hann skorað fleiri mörk fyrir Manchester United en nokkur annar. Hann vann ensku úrvalsdeildina fimm sinnum með félaginu, en segist hafa gert mörg mistök sem ungur leikmaður. Þar á meðal hafi hann leitað í áfengi til að takast á við álagið. „Á mínum fyrstu árum hjá Manchester United og líklega alveg þangað til ég og konan mín eignuðumst okkar fyrsta barn þá lokaði ég mig í rauninni bara af. Ég fór aldrei út,“ sagði Rooney. „Það komu tímar þar sem við fengum nokkra daga í frí frá fótbolta og þá lokaði ég mig inni og drakk. Bara til þess að reyna að hafa hugann við eitthvað annað.“ „Þetta var bara uppsafnað álag. Álagið af því að spila fyrir hönd þjóðarinnar, að spila fyrir Manchester United. Álagið út af sumu af því sem sagt var um mitt persónulega líf í blöðunum. Ég var bara að reyna að takast á við þetta allt.“ Framherjinn segist ekki hafa viljað ræða um vandamál sín við neinn hjá Manchester United þegar hann var leikmaður hjá liðinu þar sem að svoleiðis tíðkaðist ekki á þeim tíma. Nú sé fólk hins vegar hvatt til þess að ræða opinskátt um sín vandamál og það sé af hinu góða. „Ég var alltaf að reyna að finna leiðir til að takast á við þetta sjálfur. Þegar ég var að alast upp þá fór maður í rauninni aldrei og byrjaði bara að tala við einhvern í blokkinni. Maður fann alltaf leiðir til að takast á við hlutina sjálfur og það er það sem ég gerði í stað þess að biðja um hjálp.“ „Núna er fólk hins vegar hvatt til að tala um svona lagað. Á þessum tíma leið mér þannig að það væri ekki séns á því að ég gæti bara mætt inn í búningsklefa og byrjað að tala um hvernig mér leið af því að það var bara eitthvað sem maður gerði ekki.“ „Þá endar maður á því að þjást innra með sér í stað þess að hleypa tilfinningum sínum út,“ sagði Rooney að lokum. Enski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira
Þessi fyrrum framherji Manchester United og enska landsliðsins í fótbolta ræddi opinskátt um sín persónulegu vandamál í viðtölum við ensku miðlana The Daily Mail og The Times. Þar talar hann um það hvernig það er að fara frá því að vera barn að alast upp í blokk í Liverpool yfir í að verða ofurstjarna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á einni nóttu. „Að fara frá því og yfir í að spila í ensku úrvalsdeildinni og með enska landsliðinu 16 ára gamall er eitthvað sem ég var ekki tilbúinn í,“ sagði Rooney, en þessi nú 36 ára þjálfari Derby County lék sinn fyrsta leik með Everton í ensku úrvalsdeildinni 16 ára gamall. Hann lék sinn fyrsta leik og skoraði sitt fyrsta mark fyrir enska landsliðið aðeins 17 ára og 18 ára gamall skoraði hann þrennu í Meistaradeild Evrópu í sínum fyrsta leik fyrir Manchester United. „Ég hafði aldrei hugsað um hina hliðina á því að vera fótboltamaður. Ég var ekki tilbúinn í þann hluta af lífinu.“ „Það tók mig langan tíma að venjast því og átta mig á því hvernig ég ætti að takast á við það. Þetta var eins og að vera hent inn í ókunnugar aðstæður þar sem þér líður ekki vel og þetta var mjög erfitt fyrir mig.“ Wayne Rooney skoraði 183 mörk í 393 deildarleikjum fyrir Manchester United.James Baylis - AMA/Getty Images Rooney er ekki bara markahæsti landsliðsmaður Englands frá upphafi, heldur hefur hann skorað fleiri mörk fyrir Manchester United en nokkur annar. Hann vann ensku úrvalsdeildina fimm sinnum með félaginu, en segist hafa gert mörg mistök sem ungur leikmaður. Þar á meðal hafi hann leitað í áfengi til að takast á við álagið. „Á mínum fyrstu árum hjá Manchester United og líklega alveg þangað til ég og konan mín eignuðumst okkar fyrsta barn þá lokaði ég mig í rauninni bara af. Ég fór aldrei út,“ sagði Rooney. „Það komu tímar þar sem við fengum nokkra daga í frí frá fótbolta og þá lokaði ég mig inni og drakk. Bara til þess að reyna að hafa hugann við eitthvað annað.“ „Þetta var bara uppsafnað álag. Álagið af því að spila fyrir hönd þjóðarinnar, að spila fyrir Manchester United. Álagið út af sumu af því sem sagt var um mitt persónulega líf í blöðunum. Ég var bara að reyna að takast á við þetta allt.“ Framherjinn segist ekki hafa viljað ræða um vandamál sín við neinn hjá Manchester United þegar hann var leikmaður hjá liðinu þar sem að svoleiðis tíðkaðist ekki á þeim tíma. Nú sé fólk hins vegar hvatt til þess að ræða opinskátt um sín vandamál og það sé af hinu góða. „Ég var alltaf að reyna að finna leiðir til að takast á við þetta sjálfur. Þegar ég var að alast upp þá fór maður í rauninni aldrei og byrjaði bara að tala við einhvern í blokkinni. Maður fann alltaf leiðir til að takast á við hlutina sjálfur og það er það sem ég gerði í stað þess að biðja um hjálp.“ „Núna er fólk hins vegar hvatt til að tala um svona lagað. Á þessum tíma leið mér þannig að það væri ekki séns á því að ég gæti bara mætt inn í búningsklefa og byrjað að tala um hvernig mér leið af því að það var bara eitthvað sem maður gerði ekki.“ „Þá endar maður á því að þjást innra með sér í stað þess að hleypa tilfinningum sínum út,“ sagði Rooney að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira