Vanda vill leiða KSÍ áfram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. febrúar 2022 09:19 Vanda Sigurgeirsdóttir hefur verið formaður KSÍ í fjóra mánuði. vísir/vilhelm Vanda Sigurgeirsdóttir ætlar að bjóða sig fram til áframhaldandi setu sem formaður KSÍ. Hún hefur gegnt starfinu frá því í byrjun október á síðasta ári. „Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til áframhaldandi setu sem formaður KSÍ. Ég er mjög stolt af þeirri vinnu sem hefur átt sér stað innan KSÍ síðustu mánuði, verkefnin hafa verið mörg og krefjandi og samtöl og samvinna skilað okkur aftur á réttan kjöl. Þá vinnu vil ég halda áfram að leiða,“ segir í fréttatilkynningu frá Vöndu. Hún var kosin formaður KSÍ á aukaþingi sambandsins 2. október. Hún varð þar með fyrsta konan til að vera kosin formaður KSÍ en einnig fyrsta konan til að vera formaður aðildarsambands UEFA. Meðal þess sem Vanda leggur áherslu á er að efla félögin í landinu, ráða yfirmann knattspyrnumála á þessu ári, halda áfram að bæta rekstur KSÍ, bæta aðstöðu félaganna í landinu, koma málefnum nýs þjóðarleikvangs á skrið, halda áfram að vinna að jafnréttismálum sambandsins og hreyfingarinnar og efla orðspor KSÍ. Vanda er sú eina sem hefur tilkynnt um framboð sitt til formanns KSÍ. Kosið verður á ársþingi sambandsins 26. febrúar. Formaður KSÍ er kosinn til tveggja ára í senn. Stefnumál Vöndu Stefnumál Mig langar að koma hér á framfæri helstu atriðum sem mér finnst að leggja þurfi áherslu á til að efla starf knattspyrnunnar í landinu. Þetta eru mínar hugmyndir, byggðar á reynslu og þekkingu en ekki síður á samtölum mínum við félögin í landinu. Þetta skjal er þó ekki tæmandi né endanlegt, heldur lifandi, því ég er alltaf að læra meira og meira, með hverri heimsókn og hverju símtali við fólkið í hreyfingunni. Skýr framtíðarsýn og hlutverk Nauðsynlegt er að stefna og hlutverk KSÍ sé á hreinu og stefnuáherslur í lykilviðfangsefnum sambandsins séu öllum ljósar. Í þessari vinnu þarf að hugsa til framtíðar, með framsækni, metnað og fagmennsku að leiðarljósi Samstarf við félögin í landinu Stuðningur við félögin Markmið: Að styðja við það mikilvæga starf sem fram fer í félögum út um allt land. Leiðir: 1. Auka tekjur KSÍ, sem skilar sér í stuðningi og betri þjónustu við félögin. 2. Standa fyrir fræðslu, umræðum og ráðgjöf um fjármögnun, samninga og annað sem snýr að rekstri félaganna. 3. Hlusta og taka vel í allar óskir og fyrirspurnir. Auðvitað er ekki hægt að verða við öllu en ég lofa að hlusta og gera mitt besta. Þau félög sem hafa leitað til mín geta borið vitni um þetta. Árangur félagsliða Markmið: Að bæta árangur félagsliðanna okkar. Mjög margt hefur þegar verið gert í þessum málum en ég tel að við getum tekið enn fleiri skef. Við erum sterkari saman. Leiðir: 1. Horfa til framtíðar og fara í stefnumótunarvinnu. Á knattspyrnusviði KSÍ, ásamt víða í hreyfingunni, er þekking og reynsla til staðar til að hægt sé að fara í slíka vinnu. Á málþingi fyrir ársþing KSÍ verður þessi vinna kynnt. 2. Ráða yfirmann knattspyrnumála í fullt starf á þessu ári. Gagnsæi, samráð og upplýsingagjöf Markmið: Að efla samstarf, bæta ákvarðanir og auka með því gæði í öllu starfi. Leiðir: 1. Heimsækja félögin í landinu. 2. Opnar samskiptaleiðir og virk hlustun með aðgerðum í kjölfarið. 3. Mánaðarlegir pistlar frá formanni. 4. Samráðsfundir um ýmis mál sem skipta máli fyrir knattspyrnuna og eru ofarlega á baugi hverju sinni. Stefnumótun og rekstur Markmið: Halda áfram að bæta rekstur sambandsins og gera hann eins skilvirkan og hagkvæman og kostur er. Stór hluti af því er að fara í aðgerðabundna stefnumótun til framtíðar. Samhliða því að bæta gæði og þjónustu við félögin. Við erum þegar lögð af stað í þetta mikilvæga verkefni. Leiðir: 1. Stefnumótunarvinna farin af stað, sem er leidd af sérfræðingum hjá UEFA. Þetta er margreynd aðferðafræði sem fjöldi sambanda hafa farið í gegnum með góðum árangri. 2. Starfshópur var skipaður um miðjan janúar. Hópurinn fékk það verkefni að rýna í skýrslu úttektarnefndarinnar, sérstaklega það sem varðar innra starf KSÍ. Hluti af því er að skoða verkskiptingu formanns og framkvæmdarstjóra. 3. Á skrifstofu KSÍ vinnur starfsfólk sem hefur mikla reynslu, ásamt því að brenna fyrir fótboltann. Mikilvægt er að hafa þau með í stefnumótun um starfsemi KSÍ og framtíð. 4. Vera í samstarfi við aðra hagsmunaaðila, þar á meðal félög og hagsmunasamtök dómara, þjálfara og leikmanna. 5. Samráð við félögin gegnum upplýsingagjöf og fundi. Þennan þátt þarf að efla enn frekar. Uppeldis- og grasrótarstarf Markmið: Fjölga iðkendum, vinna gegn brottfalli og styðja félögin um allt land. Leiðir: 1. Stækka Mola-verkefnið og útvíkka það, m.a. með að fá fyrirtæki og sveitarfélög til að styrkja kaup á Panna-völlum, fjölga stöðum sem eru heimsóttir, styrkja enn betur við þjálfara og foreldra á stöðunum og vinna sérstaklega með fjölgun barna af erlendum uppruna. Í verkefninu er lögð áhersla á að þjálfa karakter og uppeldisleg gildi gegnum fótbolta, sem passar einstaklega vel við mína sýn á uppeldis hlutverk knattspyrnuhreyfingarinnar. Að þjálfa karakter hjálpar einnig við að búa til afreksfólk. 2. Gera hið mikilvæga uppeldisstarf og uppeldishlutverk sýnilegra, með ráðstefnum, fræðslu og rannsóknun. Fara í samstarf við háskólana í þessum efnum. Nýta niðurstöðurnar m.a. sem þrýsti afl á stjórnvöld um að styðja betur við innra starf félaganna. Við þurfum að lyfta upp starfinu okkar og vera stolt af því. 3. Styrkja þjálfarana okkar í uppeldishlutverki þeirra með enn frekari fræðslu og stuðningi. 4. Koma ungmennaráði á laggirnar, til að okkar yngstu og fjölmennustu þátttakendur hafi rödd og áhrif. Fræðsla og forvarnir gegn ofbeldi af öllu tagi Markmið: Að knattspyrnuhreyfingin verði samtaka í að axla þá samfélagslegu ábyrgð að vinna gegn öllu ofbeldi. Leiðir: Undanfarna mánuði höfum við unnið að því að skýra verkferla hjá KSÍ ef upp koma ofbeldismál, þar á meðal kynferðislegt ofbeldi. Þessari vinnu er ekki lokið því beðið er eftir reglum frá ÍSÍ, sem eru í vinnslu. Þá er einnig verið að þróa enn betur starf samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs. Í kjölfarið þarf KSÍ að búa til heildstæða stefnu sem tryggir að gripið verði inn í ofbeldismál af ábyrgð og fagmennsku. Stefnan þarf að vera aðgengileg og nýtast bæði KSÍ og félögunum. Nýjar siðareglur þurfa að verða hluti af stefnunni en þær eru í vinnslu. Að lokum er mikilvægt að efla fræðslu og forvarnir, m.a. með því að fara í samstarf við ráðuneyti og fræðsluyfirvöld, ásamt fagaðilum. Útbúa þarf fræðsluefni sem nýtist félögunum fyrir börn, foreldra, þjálfara og stjórnarfólk. Einnig að búa til efni sem hentar grunnskólum og hefur það markmið að hafa áhrif á menningu og byggja upp jákvæða leiðtoga. Við hjá KSÍ, ásamt KKÍ og HSÍ höfum þegar rætt við Ásmund Einar Daðason ráðherra um þetta og óskað eftir samstarfi og stuðningi. Mannvirkjamál Markmið: Það eru sterk rök sem falla með því að fjölgun gervigrasvalla sé eitt af lykilatriðunum í framþróun knattspyrnunnar á Íslandi. Ég vil því styðja þær aðgerðir að fjölga gervigrasvöllum um allt land og mæta þannig lengra keppnistímabili og þörf fyrir æfinga- og keppnisaðstöðu. Leiðir: 1. Vera jákvætt þrýsti afl, m.a. með því að koma í heimsókn og hitta sveitarstjórnarfólk. Þetta hef ég þegar gert og mæli með þessari leið fyrir þá sem þess óska. 2. Endurskoða regluverk KSÍ með tilliti til krafna UEFA, m.a. í sambandi við lýsingu og fleiri þætti. Jafnréttismál Markmið: Halda áfram að vinna að jafnréttismálum sambandsins og hreyfingarinnar. Margt hefur breyst til betri vegar en mikilvægt er að halda áfram að vinna að jafnrétti allra kynja. Leiðir: 1. Bæta hlutfall kynja í nefndum og starfshópum á vegum KSÍ. 2. Festa U21 / 23 ára lið kvenna í sessi. Þrýsta á UEFA um vettvang fyrir þennan aldurshóp. 3. Halda áfram með verkefni sem stuðla að fjölgun kvenna í hreyfingunni. 4. Fjölga kvenþjálfurum og kvendómurum. Þjóðarleikvangur Markmið: Að komin verði niðurstaða á þessu ári um framkvæmdina. Það er ljóst að ákveðin pattstaða hefur verið í gangi varðandi uppbyggingu Þjóðarleikvangs sem lengi hefur verið í umræðunni. Mikið hefur verið fundað um málið og KSÍ hefur beitt sér verulega í þeim efnum. Staðan er alvarleg og mikilvægt er að grípa til aðgerða. Við hjá KSÍ ásamt KKÍ og HSÍ höfum rætt málið við Ásmund Einar Daðason ráðherra sem tók mjög vel í okkar málflutning, sem ég er þakklát fyrir. Ég hef þó einnig skoðað fleiri möguleika og tel að við þurfum að vera opin fyrir öðrum hugmyndum. Tímasetning framkvæmda skiptir þar miklu máli. Leiðir: 1. Funda með ríki og borg og fá fram ásættanlega niðurstöðu. 2. Gangi liður 1 ekki eftir þarf að leita annarra leiða og funda með aðilum sem eru með aðrar lausnir. Ég hef þegar fundað með einum slíkum hópi. KSÍ Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Sjá meira
„Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til áframhaldandi setu sem formaður KSÍ. Ég er mjög stolt af þeirri vinnu sem hefur átt sér stað innan KSÍ síðustu mánuði, verkefnin hafa verið mörg og krefjandi og samtöl og samvinna skilað okkur aftur á réttan kjöl. Þá vinnu vil ég halda áfram að leiða,“ segir í fréttatilkynningu frá Vöndu. Hún var kosin formaður KSÍ á aukaþingi sambandsins 2. október. Hún varð þar með fyrsta konan til að vera kosin formaður KSÍ en einnig fyrsta konan til að vera formaður aðildarsambands UEFA. Meðal þess sem Vanda leggur áherslu á er að efla félögin í landinu, ráða yfirmann knattspyrnumála á þessu ári, halda áfram að bæta rekstur KSÍ, bæta aðstöðu félaganna í landinu, koma málefnum nýs þjóðarleikvangs á skrið, halda áfram að vinna að jafnréttismálum sambandsins og hreyfingarinnar og efla orðspor KSÍ. Vanda er sú eina sem hefur tilkynnt um framboð sitt til formanns KSÍ. Kosið verður á ársþingi sambandsins 26. febrúar. Formaður KSÍ er kosinn til tveggja ára í senn. Stefnumál Vöndu Stefnumál Mig langar að koma hér á framfæri helstu atriðum sem mér finnst að leggja þurfi áherslu á til að efla starf knattspyrnunnar í landinu. Þetta eru mínar hugmyndir, byggðar á reynslu og þekkingu en ekki síður á samtölum mínum við félögin í landinu. Þetta skjal er þó ekki tæmandi né endanlegt, heldur lifandi, því ég er alltaf að læra meira og meira, með hverri heimsókn og hverju símtali við fólkið í hreyfingunni. Skýr framtíðarsýn og hlutverk Nauðsynlegt er að stefna og hlutverk KSÍ sé á hreinu og stefnuáherslur í lykilviðfangsefnum sambandsins séu öllum ljósar. Í þessari vinnu þarf að hugsa til framtíðar, með framsækni, metnað og fagmennsku að leiðarljósi Samstarf við félögin í landinu Stuðningur við félögin Markmið: Að styðja við það mikilvæga starf sem fram fer í félögum út um allt land. Leiðir: 1. Auka tekjur KSÍ, sem skilar sér í stuðningi og betri þjónustu við félögin. 2. Standa fyrir fræðslu, umræðum og ráðgjöf um fjármögnun, samninga og annað sem snýr að rekstri félaganna. 3. Hlusta og taka vel í allar óskir og fyrirspurnir. Auðvitað er ekki hægt að verða við öllu en ég lofa að hlusta og gera mitt besta. Þau félög sem hafa leitað til mín geta borið vitni um þetta. Árangur félagsliða Markmið: Að bæta árangur félagsliðanna okkar. Mjög margt hefur þegar verið gert í þessum málum en ég tel að við getum tekið enn fleiri skef. Við erum sterkari saman. Leiðir: 1. Horfa til framtíðar og fara í stefnumótunarvinnu. Á knattspyrnusviði KSÍ, ásamt víða í hreyfingunni, er þekking og reynsla til staðar til að hægt sé að fara í slíka vinnu. Á málþingi fyrir ársþing KSÍ verður þessi vinna kynnt. 2. Ráða yfirmann knattspyrnumála í fullt starf á þessu ári. Gagnsæi, samráð og upplýsingagjöf Markmið: Að efla samstarf, bæta ákvarðanir og auka með því gæði í öllu starfi. Leiðir: 1. Heimsækja félögin í landinu. 2. Opnar samskiptaleiðir og virk hlustun með aðgerðum í kjölfarið. 3. Mánaðarlegir pistlar frá formanni. 4. Samráðsfundir um ýmis mál sem skipta máli fyrir knattspyrnuna og eru ofarlega á baugi hverju sinni. Stefnumótun og rekstur Markmið: Halda áfram að bæta rekstur sambandsins og gera hann eins skilvirkan og hagkvæman og kostur er. Stór hluti af því er að fara í aðgerðabundna stefnumótun til framtíðar. Samhliða því að bæta gæði og þjónustu við félögin. Við erum þegar lögð af stað í þetta mikilvæga verkefni. Leiðir: 1. Stefnumótunarvinna farin af stað, sem er leidd af sérfræðingum hjá UEFA. Þetta er margreynd aðferðafræði sem fjöldi sambanda hafa farið í gegnum með góðum árangri. 2. Starfshópur var skipaður um miðjan janúar. Hópurinn fékk það verkefni að rýna í skýrslu úttektarnefndarinnar, sérstaklega það sem varðar innra starf KSÍ. Hluti af því er að skoða verkskiptingu formanns og framkvæmdarstjóra. 3. Á skrifstofu KSÍ vinnur starfsfólk sem hefur mikla reynslu, ásamt því að brenna fyrir fótboltann. Mikilvægt er að hafa þau með í stefnumótun um starfsemi KSÍ og framtíð. 4. Vera í samstarfi við aðra hagsmunaaðila, þar á meðal félög og hagsmunasamtök dómara, þjálfara og leikmanna. 5. Samráð við félögin gegnum upplýsingagjöf og fundi. Þennan þátt þarf að efla enn frekar. Uppeldis- og grasrótarstarf Markmið: Fjölga iðkendum, vinna gegn brottfalli og styðja félögin um allt land. Leiðir: 1. Stækka Mola-verkefnið og útvíkka það, m.a. með að fá fyrirtæki og sveitarfélög til að styrkja kaup á Panna-völlum, fjölga stöðum sem eru heimsóttir, styrkja enn betur við þjálfara og foreldra á stöðunum og vinna sérstaklega með fjölgun barna af erlendum uppruna. Í verkefninu er lögð áhersla á að þjálfa karakter og uppeldisleg gildi gegnum fótbolta, sem passar einstaklega vel við mína sýn á uppeldis hlutverk knattspyrnuhreyfingarinnar. Að þjálfa karakter hjálpar einnig við að búa til afreksfólk. 2. Gera hið mikilvæga uppeldisstarf og uppeldishlutverk sýnilegra, með ráðstefnum, fræðslu og rannsóknun. Fara í samstarf við háskólana í þessum efnum. Nýta niðurstöðurnar m.a. sem þrýsti afl á stjórnvöld um að styðja betur við innra starf félaganna. Við þurfum að lyfta upp starfinu okkar og vera stolt af því. 3. Styrkja þjálfarana okkar í uppeldishlutverki þeirra með enn frekari fræðslu og stuðningi. 4. Koma ungmennaráði á laggirnar, til að okkar yngstu og fjölmennustu þátttakendur hafi rödd og áhrif. Fræðsla og forvarnir gegn ofbeldi af öllu tagi Markmið: Að knattspyrnuhreyfingin verði samtaka í að axla þá samfélagslegu ábyrgð að vinna gegn öllu ofbeldi. Leiðir: Undanfarna mánuði höfum við unnið að því að skýra verkferla hjá KSÍ ef upp koma ofbeldismál, þar á meðal kynferðislegt ofbeldi. Þessari vinnu er ekki lokið því beðið er eftir reglum frá ÍSÍ, sem eru í vinnslu. Þá er einnig verið að þróa enn betur starf samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs. Í kjölfarið þarf KSÍ að búa til heildstæða stefnu sem tryggir að gripið verði inn í ofbeldismál af ábyrgð og fagmennsku. Stefnan þarf að vera aðgengileg og nýtast bæði KSÍ og félögunum. Nýjar siðareglur þurfa að verða hluti af stefnunni en þær eru í vinnslu. Að lokum er mikilvægt að efla fræðslu og forvarnir, m.a. með því að fara í samstarf við ráðuneyti og fræðsluyfirvöld, ásamt fagaðilum. Útbúa þarf fræðsluefni sem nýtist félögunum fyrir börn, foreldra, þjálfara og stjórnarfólk. Einnig að búa til efni sem hentar grunnskólum og hefur það markmið að hafa áhrif á menningu og byggja upp jákvæða leiðtoga. Við hjá KSÍ, ásamt KKÍ og HSÍ höfum þegar rætt við Ásmund Einar Daðason ráðherra um þetta og óskað eftir samstarfi og stuðningi. Mannvirkjamál Markmið: Það eru sterk rök sem falla með því að fjölgun gervigrasvalla sé eitt af lykilatriðunum í framþróun knattspyrnunnar á Íslandi. Ég vil því styðja þær aðgerðir að fjölga gervigrasvöllum um allt land og mæta þannig lengra keppnistímabili og þörf fyrir æfinga- og keppnisaðstöðu. Leiðir: 1. Vera jákvætt þrýsti afl, m.a. með því að koma í heimsókn og hitta sveitarstjórnarfólk. Þetta hef ég þegar gert og mæli með þessari leið fyrir þá sem þess óska. 2. Endurskoða regluverk KSÍ með tilliti til krafna UEFA, m.a. í sambandi við lýsingu og fleiri þætti. Jafnréttismál Markmið: Halda áfram að vinna að jafnréttismálum sambandsins og hreyfingarinnar. Margt hefur breyst til betri vegar en mikilvægt er að halda áfram að vinna að jafnrétti allra kynja. Leiðir: 1. Bæta hlutfall kynja í nefndum og starfshópum á vegum KSÍ. 2. Festa U21 / 23 ára lið kvenna í sessi. Þrýsta á UEFA um vettvang fyrir þennan aldurshóp. 3. Halda áfram með verkefni sem stuðla að fjölgun kvenna í hreyfingunni. 4. Fjölga kvenþjálfurum og kvendómurum. Þjóðarleikvangur Markmið: Að komin verði niðurstaða á þessu ári um framkvæmdina. Það er ljóst að ákveðin pattstaða hefur verið í gangi varðandi uppbyggingu Þjóðarleikvangs sem lengi hefur verið í umræðunni. Mikið hefur verið fundað um málið og KSÍ hefur beitt sér verulega í þeim efnum. Staðan er alvarleg og mikilvægt er að grípa til aðgerða. Við hjá KSÍ ásamt KKÍ og HSÍ höfum rætt málið við Ásmund Einar Daðason ráðherra sem tók mjög vel í okkar málflutning, sem ég er þakklát fyrir. Ég hef þó einnig skoðað fleiri möguleika og tel að við þurfum að vera opin fyrir öðrum hugmyndum. Tímasetning framkvæmda skiptir þar miklu máli. Leiðir: 1. Funda með ríki og borg og fá fram ásættanlega niðurstöðu. 2. Gangi liður 1 ekki eftir þarf að leita annarra leiða og funda með aðilum sem eru með aðrar lausnir. Ég hef þegar fundað með einum slíkum hópi.
Stefnumál Mig langar að koma hér á framfæri helstu atriðum sem mér finnst að leggja þurfi áherslu á til að efla starf knattspyrnunnar í landinu. Þetta eru mínar hugmyndir, byggðar á reynslu og þekkingu en ekki síður á samtölum mínum við félögin í landinu. Þetta skjal er þó ekki tæmandi né endanlegt, heldur lifandi, því ég er alltaf að læra meira og meira, með hverri heimsókn og hverju símtali við fólkið í hreyfingunni. Skýr framtíðarsýn og hlutverk Nauðsynlegt er að stefna og hlutverk KSÍ sé á hreinu og stefnuáherslur í lykilviðfangsefnum sambandsins séu öllum ljósar. Í þessari vinnu þarf að hugsa til framtíðar, með framsækni, metnað og fagmennsku að leiðarljósi Samstarf við félögin í landinu Stuðningur við félögin Markmið: Að styðja við það mikilvæga starf sem fram fer í félögum út um allt land. Leiðir: 1. Auka tekjur KSÍ, sem skilar sér í stuðningi og betri þjónustu við félögin. 2. Standa fyrir fræðslu, umræðum og ráðgjöf um fjármögnun, samninga og annað sem snýr að rekstri félaganna. 3. Hlusta og taka vel í allar óskir og fyrirspurnir. Auðvitað er ekki hægt að verða við öllu en ég lofa að hlusta og gera mitt besta. Þau félög sem hafa leitað til mín geta borið vitni um þetta. Árangur félagsliða Markmið: Að bæta árangur félagsliðanna okkar. Mjög margt hefur þegar verið gert í þessum málum en ég tel að við getum tekið enn fleiri skef. Við erum sterkari saman. Leiðir: 1. Horfa til framtíðar og fara í stefnumótunarvinnu. Á knattspyrnusviði KSÍ, ásamt víða í hreyfingunni, er þekking og reynsla til staðar til að hægt sé að fara í slíka vinnu. Á málþingi fyrir ársþing KSÍ verður þessi vinna kynnt. 2. Ráða yfirmann knattspyrnumála í fullt starf á þessu ári. Gagnsæi, samráð og upplýsingagjöf Markmið: Að efla samstarf, bæta ákvarðanir og auka með því gæði í öllu starfi. Leiðir: 1. Heimsækja félögin í landinu. 2. Opnar samskiptaleiðir og virk hlustun með aðgerðum í kjölfarið. 3. Mánaðarlegir pistlar frá formanni. 4. Samráðsfundir um ýmis mál sem skipta máli fyrir knattspyrnuna og eru ofarlega á baugi hverju sinni. Stefnumótun og rekstur Markmið: Halda áfram að bæta rekstur sambandsins og gera hann eins skilvirkan og hagkvæman og kostur er. Stór hluti af því er að fara í aðgerðabundna stefnumótun til framtíðar. Samhliða því að bæta gæði og þjónustu við félögin. Við erum þegar lögð af stað í þetta mikilvæga verkefni. Leiðir: 1. Stefnumótunarvinna farin af stað, sem er leidd af sérfræðingum hjá UEFA. Þetta er margreynd aðferðafræði sem fjöldi sambanda hafa farið í gegnum með góðum árangri. 2. Starfshópur var skipaður um miðjan janúar. Hópurinn fékk það verkefni að rýna í skýrslu úttektarnefndarinnar, sérstaklega það sem varðar innra starf KSÍ. Hluti af því er að skoða verkskiptingu formanns og framkvæmdarstjóra. 3. Á skrifstofu KSÍ vinnur starfsfólk sem hefur mikla reynslu, ásamt því að brenna fyrir fótboltann. Mikilvægt er að hafa þau með í stefnumótun um starfsemi KSÍ og framtíð. 4. Vera í samstarfi við aðra hagsmunaaðila, þar á meðal félög og hagsmunasamtök dómara, þjálfara og leikmanna. 5. Samráð við félögin gegnum upplýsingagjöf og fundi. Þennan þátt þarf að efla enn frekar. Uppeldis- og grasrótarstarf Markmið: Fjölga iðkendum, vinna gegn brottfalli og styðja félögin um allt land. Leiðir: 1. Stækka Mola-verkefnið og útvíkka það, m.a. með að fá fyrirtæki og sveitarfélög til að styrkja kaup á Panna-völlum, fjölga stöðum sem eru heimsóttir, styrkja enn betur við þjálfara og foreldra á stöðunum og vinna sérstaklega með fjölgun barna af erlendum uppruna. Í verkefninu er lögð áhersla á að þjálfa karakter og uppeldisleg gildi gegnum fótbolta, sem passar einstaklega vel við mína sýn á uppeldis hlutverk knattspyrnuhreyfingarinnar. Að þjálfa karakter hjálpar einnig við að búa til afreksfólk. 2. Gera hið mikilvæga uppeldisstarf og uppeldishlutverk sýnilegra, með ráðstefnum, fræðslu og rannsóknun. Fara í samstarf við háskólana í þessum efnum. Nýta niðurstöðurnar m.a. sem þrýsti afl á stjórnvöld um að styðja betur við innra starf félaganna. Við þurfum að lyfta upp starfinu okkar og vera stolt af því. 3. Styrkja þjálfarana okkar í uppeldishlutverki þeirra með enn frekari fræðslu og stuðningi. 4. Koma ungmennaráði á laggirnar, til að okkar yngstu og fjölmennustu þátttakendur hafi rödd og áhrif. Fræðsla og forvarnir gegn ofbeldi af öllu tagi Markmið: Að knattspyrnuhreyfingin verði samtaka í að axla þá samfélagslegu ábyrgð að vinna gegn öllu ofbeldi. Leiðir: Undanfarna mánuði höfum við unnið að því að skýra verkferla hjá KSÍ ef upp koma ofbeldismál, þar á meðal kynferðislegt ofbeldi. Þessari vinnu er ekki lokið því beðið er eftir reglum frá ÍSÍ, sem eru í vinnslu. Þá er einnig verið að þróa enn betur starf samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs. Í kjölfarið þarf KSÍ að búa til heildstæða stefnu sem tryggir að gripið verði inn í ofbeldismál af ábyrgð og fagmennsku. Stefnan þarf að vera aðgengileg og nýtast bæði KSÍ og félögunum. Nýjar siðareglur þurfa að verða hluti af stefnunni en þær eru í vinnslu. Að lokum er mikilvægt að efla fræðslu og forvarnir, m.a. með því að fara í samstarf við ráðuneyti og fræðsluyfirvöld, ásamt fagaðilum. Útbúa þarf fræðsluefni sem nýtist félögunum fyrir börn, foreldra, þjálfara og stjórnarfólk. Einnig að búa til efni sem hentar grunnskólum og hefur það markmið að hafa áhrif á menningu og byggja upp jákvæða leiðtoga. Við hjá KSÍ, ásamt KKÍ og HSÍ höfum þegar rætt við Ásmund Einar Daðason ráðherra um þetta og óskað eftir samstarfi og stuðningi. Mannvirkjamál Markmið: Það eru sterk rök sem falla með því að fjölgun gervigrasvalla sé eitt af lykilatriðunum í framþróun knattspyrnunnar á Íslandi. Ég vil því styðja þær aðgerðir að fjölga gervigrasvöllum um allt land og mæta þannig lengra keppnistímabili og þörf fyrir æfinga- og keppnisaðstöðu. Leiðir: 1. Vera jákvætt þrýsti afl, m.a. með því að koma í heimsókn og hitta sveitarstjórnarfólk. Þetta hef ég þegar gert og mæli með þessari leið fyrir þá sem þess óska. 2. Endurskoða regluverk KSÍ með tilliti til krafna UEFA, m.a. í sambandi við lýsingu og fleiri þætti. Jafnréttismál Markmið: Halda áfram að vinna að jafnréttismálum sambandsins og hreyfingarinnar. Margt hefur breyst til betri vegar en mikilvægt er að halda áfram að vinna að jafnrétti allra kynja. Leiðir: 1. Bæta hlutfall kynja í nefndum og starfshópum á vegum KSÍ. 2. Festa U21 / 23 ára lið kvenna í sessi. Þrýsta á UEFA um vettvang fyrir þennan aldurshóp. 3. Halda áfram með verkefni sem stuðla að fjölgun kvenna í hreyfingunni. 4. Fjölga kvenþjálfurum og kvendómurum. Þjóðarleikvangur Markmið: Að komin verði niðurstaða á þessu ári um framkvæmdina. Það er ljóst að ákveðin pattstaða hefur verið í gangi varðandi uppbyggingu Þjóðarleikvangs sem lengi hefur verið í umræðunni. Mikið hefur verið fundað um málið og KSÍ hefur beitt sér verulega í þeim efnum. Staðan er alvarleg og mikilvægt er að grípa til aðgerða. Við hjá KSÍ ásamt KKÍ og HSÍ höfum rætt málið við Ásmund Einar Daðason ráðherra sem tók mjög vel í okkar málflutning, sem ég er þakklát fyrir. Ég hef þó einnig skoðað fleiri möguleika og tel að við þurfum að vera opin fyrir öðrum hugmyndum. Tímasetning framkvæmda skiptir þar miklu máli. Leiðir: 1. Funda með ríki og borg og fá fram ásættanlega niðurstöðu. 2. Gangi liður 1 ekki eftir þarf að leita annarra leiða og funda með aðilum sem eru með aðrar lausnir. Ég hef þegar fundað með einum slíkum hópi.
KSÍ Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Sjá meira