Ný kynslóð af Lada Niva væntanleg árið 2025 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 4. febrúar 2022 07:00 Lada Niva (Sport). Hin upprunalega Lada Niva (Sport) hefur verið í sölu í 45 ár og er ekki að fara neitt. Lada er að vinna að nýrri kynslóð sem er væntanleg árið 2025. Upprunalega módelið sem hefur verið framleitt síðan 1979 er ennþá til sölu í Rússlandi. Þar sem að sögn Lada er mikil eftirspurn eftir ódýrari og einfaldari fararskjótum og regluverk varðandi nýja bíla er ekki eins strangt og á mörgum öðrum mörkuðum. Lada er í eigu Renault Group, sem sameinaði Lada og Dacia í fyrra og hefur í kjölfarið gefið út tilkynningu um að ný kynslóð af hinum goðsagnakennda jeppa komi út árið 2025. Aðstoðar vörustjóri Dacia, Lionel Jaillet sagði frá væntanlegri Lada Niva við kynningu á nýjum sjö sæta Dacia Jogger. Hann er byggður á CMF-B grunni Renault sem er notaður víða í vöruframboði framleiðandans, allt frá Renault Clio yfir í Nissan Juke. HM Ladan í RússlandiHM Ladan/Instagram Sérþekking Lada í fjórhjóladrifum verður nýtt til hins ítrasta með aðstoð rá utanaðkomandi ráðgjöfum. Enn er ekki ljóst á hvaða mörkuðum hin nýja Lada Niva verður fáanleg en blaðamaður ætlar að láta sig dreyma um að hún nái til Íslands. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent
Upprunalega módelið sem hefur verið framleitt síðan 1979 er ennþá til sölu í Rússlandi. Þar sem að sögn Lada er mikil eftirspurn eftir ódýrari og einfaldari fararskjótum og regluverk varðandi nýja bíla er ekki eins strangt og á mörgum öðrum mörkuðum. Lada er í eigu Renault Group, sem sameinaði Lada og Dacia í fyrra og hefur í kjölfarið gefið út tilkynningu um að ný kynslóð af hinum goðsagnakennda jeppa komi út árið 2025. Aðstoðar vörustjóri Dacia, Lionel Jaillet sagði frá væntanlegri Lada Niva við kynningu á nýjum sjö sæta Dacia Jogger. Hann er byggður á CMF-B grunni Renault sem er notaður víða í vöruframboði framleiðandans, allt frá Renault Clio yfir í Nissan Juke. HM Ladan í RússlandiHM Ladan/Instagram Sérþekking Lada í fjórhjóladrifum verður nýtt til hins ítrasta með aðstoð rá utanaðkomandi ráðgjöfum. Enn er ekki ljóst á hvaða mörkuðum hin nýja Lada Niva verður fáanleg en blaðamaður ætlar að láta sig dreyma um að hún nái til Íslands.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent