Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Kvöldfréttirnar eru á sínum stað klukkan 18:30.
Kvöldfréttirnar eru á sínum stað klukkan 18:30.

Umfangsmikil leit stendur yfir að flugvél sem fór í loftið frá Reykjavík á ellefta tímanum í morgun og ekki hefur spurst til síðan. Þrír voru um borð i vélinni auk flugmanns.

Við verðum í beinni frá aðgerðarstjórn almannavarna á Selfossi í kvöldfréttum Stöðvar 2 og förum yfir nýjustu tíðindi.

Einnig verður rætt við skólameistara Framhaldsskólans á Laugum segir samfélagið lamað eftir banaslys nemanda.

Þá fylgjumst við með fjörugum umræðum á Alþingis um afléttingaráætlun stjórnvalda og heyrum í íslenskri konu sem ákvað að flytja til Danmerkur – til að njóta frelsis.

Einnig verður farið ítarlega yfir deilur sem hafa komið upp í Eflingu í tengslum við úttekt sálfræðistofu á stjórnarháttum fyrrverandi stjórnenda og verðum í beinni útsendingu frá ráðhúsinu þar sem litskrúðugu listaverki hefur verið komið fyrir í tilefni Vetrarhátíðar.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×