Væri heiður að fá að starfa aftur hjá Eflingu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. febrúar 2022 08:00 Viðar Þorsteinsson sagði upp sem framkvæmdastjóri Eflingar í haust eftir að kvartanir starfsmanna undan stjórnarháttum hans og Sólveigar Önnu komust í fjölmiðla. vísir/sigurjón Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það væri honum mikill heiður að snúa aftur sem framkvæmdastjóri stéttarfélagsins ef listi Sólveigar Önnu Jónsdóttur sigrar í formannskosningum. Eins og greint var frá í gær var dregin upp afar neikvæð mynd af stjórnarháttum Viðars og Sólveigar í úttekt sem gerð var af óháðum greiningaraðila fyrir skrifstofu Eflingar. Úttektin er byggð á viðtölum við 48 starfsmenn skrifstofunnar og segja greinendurnir það mikið áhyggjuefni hve tíðrætt þeim varð um kynbundna áreitni, ofbeldi og einelti af hálfu Viðars. Sólveig Anna er nú aftur í framboði til formanns félagsins en formannskosningin hefst í næstu viku, þann 9. febrúar, og stendur í viku. Næstu stjórnar að ráða framkvæmdastjóra Viðar og Sólveig hafa unnið náið saman síðustu ár en Viðar segist ekki koma nálægt framboði Sólveigar nú með beinum hætti. „Ég er bara einn af fjölmörgum sem styður jákvæðar breytingar í verkalýðshreyfingunni. En ég er ekki aðili að framboðinu,“ segir hann. En ertu að aðstoða hana eitthvað með framboðið? „Ég hef unnið svona smá sjálfboðastörf… hengt upp eitt eða tvö plaköt.“ Langar þig að koma aftur inn í félagið sem framkvæmdastjóri ef Sólveig vinnur formannskjörið? „Það er auðvitað bara eitthvað sem að stjórn og ný forysta ákveður í félaginu þegar þar að kemur. Ég held að það sé náttúrulega ljóst að ef að Baráttulistinn [listi Sólveigar Önnu] sigrar í þessum kosningum þá verður eitthvert verk fyrir höndum að byggja upp starfsemina á ný. Og það er þá bara þeirra að finna út úr því.“ Hann útilokar því alls ekki að hann gæti snúið aftur til starfa innan Eflingar. „Nei, ég meina.. Það væri mér náttúrulega bara heiður að geta fengið að taka þátt í því verkefni að halda áfram að byggja hér upp raunverulega öfluga verkalýðshreyfingu sem vinnur fyrir félagsfólk. Svo sannarlega.“ Fjallað var um nýja úttekt á starfsháttum Viðars og Sólveigar í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar var rætt við bæði Viðar og núverandi framkvæmdastjóra Eflingar sem svarar ásökunum hans. Hægt að horfa á fréttina í spilaranum hér að neðan og nálgast ítarlegri umfjöllun í fréttunum fyrir neðan hana: Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Framkvæmdastjórinn vísar kenningum forvera síns á bug Fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar þvertekur fyrir að hafa lagt undirmenn sína í einelti eða sýnt þeim kvenfyrirlitningu. Hann telur tímasetningu úttektar sem málar upp dökka mynd af stjórnunarháttum hans ekki vera tilviljun, enda sé formannsslagur á næsta leiti. Eftirmaður hans í starfi segir það af og frá. 3. febrúar 2022 23:15 Harðneitar ásökunum og segir úttektina tilbúið vopn gegn framboði Sólveigar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, þvertekur fyrir að hafa lagt starfsfólk á skrifstofu Eflingar í einelti eða sýnt því kvenfyrirlitningu. Hann gagnrýnir mjög að ekki hafi verið haft samband við hann við gerð úttektar á vinnustaðnum og segir tímasetningu málsins enga tilviljun; hér sé á ferð úthugsaður leikur til að spilla fyrir framboði Sólveigar Önnu Jónsdóttur til formanns félagsins. 3. febrúar 2022 14:53 Viðar hafi gerst sekur um einelti og kvenfyrirlitningu Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, gerðist sekur um einelti og kvenfyrirlitningu gegn starfsfólki skrifstofu Eflingar að því er fram kemur í skýrslu sálfræði- og ráðgjafastofunnar Lífs og sálar, sem fengin var til að gera úttekt á vinnustaðnum í vetur. 3. febrúar 2022 11:35 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Sjá meira
Eins og greint var frá í gær var dregin upp afar neikvæð mynd af stjórnarháttum Viðars og Sólveigar í úttekt sem gerð var af óháðum greiningaraðila fyrir skrifstofu Eflingar. Úttektin er byggð á viðtölum við 48 starfsmenn skrifstofunnar og segja greinendurnir það mikið áhyggjuefni hve tíðrætt þeim varð um kynbundna áreitni, ofbeldi og einelti af hálfu Viðars. Sólveig Anna er nú aftur í framboði til formanns félagsins en formannskosningin hefst í næstu viku, þann 9. febrúar, og stendur í viku. Næstu stjórnar að ráða framkvæmdastjóra Viðar og Sólveig hafa unnið náið saman síðustu ár en Viðar segist ekki koma nálægt framboði Sólveigar nú með beinum hætti. „Ég er bara einn af fjölmörgum sem styður jákvæðar breytingar í verkalýðshreyfingunni. En ég er ekki aðili að framboðinu,“ segir hann. En ertu að aðstoða hana eitthvað með framboðið? „Ég hef unnið svona smá sjálfboðastörf… hengt upp eitt eða tvö plaköt.“ Langar þig að koma aftur inn í félagið sem framkvæmdastjóri ef Sólveig vinnur formannskjörið? „Það er auðvitað bara eitthvað sem að stjórn og ný forysta ákveður í félaginu þegar þar að kemur. Ég held að það sé náttúrulega ljóst að ef að Baráttulistinn [listi Sólveigar Önnu] sigrar í þessum kosningum þá verður eitthvert verk fyrir höndum að byggja upp starfsemina á ný. Og það er þá bara þeirra að finna út úr því.“ Hann útilokar því alls ekki að hann gæti snúið aftur til starfa innan Eflingar. „Nei, ég meina.. Það væri mér náttúrulega bara heiður að geta fengið að taka þátt í því verkefni að halda áfram að byggja hér upp raunverulega öfluga verkalýðshreyfingu sem vinnur fyrir félagsfólk. Svo sannarlega.“ Fjallað var um nýja úttekt á starfsháttum Viðars og Sólveigar í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar var rætt við bæði Viðar og núverandi framkvæmdastjóra Eflingar sem svarar ásökunum hans. Hægt að horfa á fréttina í spilaranum hér að neðan og nálgast ítarlegri umfjöllun í fréttunum fyrir neðan hana:
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Framkvæmdastjórinn vísar kenningum forvera síns á bug Fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar þvertekur fyrir að hafa lagt undirmenn sína í einelti eða sýnt þeim kvenfyrirlitningu. Hann telur tímasetningu úttektar sem málar upp dökka mynd af stjórnunarháttum hans ekki vera tilviljun, enda sé formannsslagur á næsta leiti. Eftirmaður hans í starfi segir það af og frá. 3. febrúar 2022 23:15 Harðneitar ásökunum og segir úttektina tilbúið vopn gegn framboði Sólveigar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, þvertekur fyrir að hafa lagt starfsfólk á skrifstofu Eflingar í einelti eða sýnt því kvenfyrirlitningu. Hann gagnrýnir mjög að ekki hafi verið haft samband við hann við gerð úttektar á vinnustaðnum og segir tímasetningu málsins enga tilviljun; hér sé á ferð úthugsaður leikur til að spilla fyrir framboði Sólveigar Önnu Jónsdóttur til formanns félagsins. 3. febrúar 2022 14:53 Viðar hafi gerst sekur um einelti og kvenfyrirlitningu Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, gerðist sekur um einelti og kvenfyrirlitningu gegn starfsfólki skrifstofu Eflingar að því er fram kemur í skýrslu sálfræði- og ráðgjafastofunnar Lífs og sálar, sem fengin var til að gera úttekt á vinnustaðnum í vetur. 3. febrúar 2022 11:35 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Sjá meira
Framkvæmdastjórinn vísar kenningum forvera síns á bug Fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar þvertekur fyrir að hafa lagt undirmenn sína í einelti eða sýnt þeim kvenfyrirlitningu. Hann telur tímasetningu úttektar sem málar upp dökka mynd af stjórnunarháttum hans ekki vera tilviljun, enda sé formannsslagur á næsta leiti. Eftirmaður hans í starfi segir það af og frá. 3. febrúar 2022 23:15
Harðneitar ásökunum og segir úttektina tilbúið vopn gegn framboði Sólveigar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, þvertekur fyrir að hafa lagt starfsfólk á skrifstofu Eflingar í einelti eða sýnt því kvenfyrirlitningu. Hann gagnrýnir mjög að ekki hafi verið haft samband við hann við gerð úttektar á vinnustaðnum og segir tímasetningu málsins enga tilviljun; hér sé á ferð úthugsaður leikur til að spilla fyrir framboði Sólveigar Önnu Jónsdóttur til formanns félagsins. 3. febrúar 2022 14:53
Viðar hafi gerst sekur um einelti og kvenfyrirlitningu Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, gerðist sekur um einelti og kvenfyrirlitningu gegn starfsfólki skrifstofu Eflingar að því er fram kemur í skýrslu sálfræði- og ráðgjafastofunnar Lífs og sálar, sem fengin var til að gera úttekt á vinnustaðnum í vetur. 3. febrúar 2022 11:35