Innlent

Guð­mundur á leið á skrif­stofuna með nægar undir­skriftir

Atli Ísleifsson skrifar
Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, átti í átökum við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formann, á síðasta ári.
Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, átti í átökum við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formann, á síðasta ári. Vísir/Vilhelm

Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, er nú á leið á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni þar sem hann mun skila framboðslista og undirskrifum í tengslum við komandi stjórnarkjör í félaginu.

Guðmundur segir í samtali við fréttastofu að hann hafi safnað um 140 undirskrifum, en þörf er á 120 gildum undirskrifum til að framboð teljist gilt, en greint var frá því í gær að brösulega hafi gengið hjá Guðmundi að safna nægum fjölda undirskriftum. Nú virðist þó ljóst að það hafi tekist.

„Ég er nú á leiðinni niður á skrifstofu með framboðsgögnin. Það stóð nú aldrei til að fara í formanninn á sínum tíma, heldur snerist um að koma þessum málum upp á borðið,“ segir Guðmundur, en hann beindi spjótum sínum gegn Sólveigu Önnu og Viðari Þorsteinsyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra, og starfsháttum þeirra í haust

Framboðsfrestur rennur út klukkan níu og má líklegt telja að framboðin verði alls þrjú – listar undir forystu Guðmundar, Ólafar Helgu Adolfsdóttur, núverandi varaformanns Eflingar, og svo Sólveigar Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formanns félagsins.

Sólveig Anna sagði í færslu á Facebook í gær að hún myndi skila um fjögur hundruð undirskriftum í dag.

Ólöf Helga, núverandi varaformaður Eflingar, sagði í samtali við Vísi í morgun að hún myndi ekki skila undirskriftum vegna framboðslista síns, enda þyrfti þess ekki þar sem um væri að ræða framboðslista núverandi stjórnar. 


Tengdar fréttir

Segir starfsfólk Eflingar óttaslegið um endurkomu Sólveigar

„Ætlar hún að biðja starfsfólkið afsökunar ef hún kemur aftur? Hvernig ætlar hún að koma inn og stjórna vinnustaðnum? Hún verður að biðja starfsfólkið afsökunar á hegðun sinni af því að þetta endurspeglar ekki það sem hún ætlast til af fyrirtækjum og stofnunum úti í bæ.“

Fagnar fram­boði Sól­veigar Önnu

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR fagnar mögulegri endurkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur en hún tilkynnti framboð sitt til formanns Eflingar fyrr í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×