SAGA esports og Fylkir mætast í fyrri viðureign kvöldsins klukkan 20:30, en liðin sitja í fimmta og sjöunda sæti deildarinnar.SAGA getur endanlega slitið sig frá botnbaráttunni með sigri í kvöld en Fylkir þarf á sigri að halda til að skilja sig frá botninum.
Þá mætast Þór og Kórdrengir í síðari viðureign kvöldsins klukkan 21:30. Þórsarar sitja í öðru sæti Ljósleiðaradeildarinnar og með sigri á botnliði Kórdrengja í kvöld er liðið aðeins tveimur stigum frá toppnum.
Hægt er að fylgjast með viðureignum kvöldsins á Stöð 2 eSport, eða einfaldlega á Twitch-síðu Rafíþróttasamtaka Íslands í spilaranum hér fyrir neðan.