Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.

Danir felldu grímuna á miðnætti þegar öllum samkomutakmörkum var aflétt þar í landi. Bareigandi er spenntur að fá að taka á móti fólki á ný og Íslendingur segir háskólanema ætla að djamma fram á nótt. Sóttvarnalæknir vill ekki fara sömu leið og Danir.

Við fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum og ræðum við framkvæmdastjóra Senu um mikið ósætti í menningarlífinu með samkomutakmarkanir.

Starfsemi Landspítalans og Almannavarnir var færð af neyðarstigi á hættustig í dag vegna betri stöðu í faraldrinum. Farið verður yfir breytta stöðu og hvaða þýðingu það hefur í kvöldfréttum. Þá virðast hlutirnir að færast í eðlilegra horf á fleiri sviðum en flugumferð nálgast nú það sem hún var fyrir faraldur og í fyrsta sinn í langan tíma er Isavia að auglýsa eftir flugumferðarstjórum.

Að auki förum við niður á Alþingi, kynnum okkur róttækar breytingar á flokkun heimilissorps, sem er að vænta hjá íbúum höfuðborgarsvæðisins með vorinu, og kynnumst yngsta ritstjóra landsins, sem er aðeins tíu ára og ætlar að flytja jákvæðar fréttir frá krökkum um allan heim.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×