Catherine Russell nýr framkvæmdastjóri UNICEF Heimsljós 1. febrúar 2022 10:39 Cathrine Russell framkvæmdastjóri UNICEF „Það er mikill heiður og forréttindi að ganga til liðs við UNICEF og leggja mitt af mörkum til að leiða ótrúlegt starf stofnunarinnar fyrir börn um allan heim á svo mikilvægum tímapunkti í sögunni,“ segir Catherine Russell, nýr framkvæmdastjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Hún er fjórða konan til að stýra stofnuninni í 75 ára sögu hennar. Tilkynnt var um ráðningu Russell í desember síðastliðnum en hún tók formlega við starfinu á dögunum og tekur við af Henriettu Fore sem gegnt hafði starfinu frá ársbyrjun 2018 við góðan orðstír. Fore hafði beðist lausnar úr embætti í ágúst síðastliðnum af persónulegum ástæðum vegna veikinda eiginmanns hennar. Samkvæmt frétt frá landsnefnd UNICEF á Íslandi hefur Catherine Russell víðtæka reynslu af stjórnunarstörfum í bandaríska stjórnkerfinu og kemur með mikla sérfræðiþekkingu inn í starf UNICEF. Frá 2020 til 2022 var hún aðstoðarmaður forseta Bandaríkjanna og skrifstofustjóri starfsmannamála forsetans í Hvíta húsinu. Þar áður hafði hún frá árinu 2013 til 2017 verið sendiherra fyrir Global Women‘s Issues í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Í þeirri stöðu bar hún ábyrgð á að innleiða hagsmuna-, réttinda- og baráttumál kvenna í alla þætti utanríkisstefnu Bandaríkjanna, var fulltrúi Bandaríkjanna í yfir 45 löndum, vann með erlendum stjórnvöldum, alþjóðasamtökum og félögum í almannaþágu. Þá var hún í forsvari fyrir innleiðingu framtaksins „U.S Global Strategy to Empower Adolescent Girls“ sem þykir mikið tímamótastefnumál. Þar áður hafði hún starfað sem staðgengill aðstoðarmanns Bandaríkjaforseta í tíð Baracks Obama, yfirráðgjafi utanríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings í alþjóðlegum málefnum kvenna svo fátt eitt sé nefnt. „Á tímum sem þessum þar sem milljónir barna standa frammi fyrir því að takast á við afleiðingar heimsfaraldurs Covid og annarra erfiðleika er UNICEF í fremstu röð til að verja réttindi þeirra og framtíð. Ég hlakka mikið til vinnunnar sem framundan er,“ segir Russell í tilkynningu frá UNICEF. Catherine Russell er áttundi framkvæmdastjóri í sögu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna og býður landsnefnd UNICEF á Íslandi hana hjartanlega velkomna til starfa. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Jafnréttismál Sameinuðu þjóðirnar Réttindi barna Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent
Tilkynnt var um ráðningu Russell í desember síðastliðnum en hún tók formlega við starfinu á dögunum og tekur við af Henriettu Fore sem gegnt hafði starfinu frá ársbyrjun 2018 við góðan orðstír. Fore hafði beðist lausnar úr embætti í ágúst síðastliðnum af persónulegum ástæðum vegna veikinda eiginmanns hennar. Samkvæmt frétt frá landsnefnd UNICEF á Íslandi hefur Catherine Russell víðtæka reynslu af stjórnunarstörfum í bandaríska stjórnkerfinu og kemur með mikla sérfræðiþekkingu inn í starf UNICEF. Frá 2020 til 2022 var hún aðstoðarmaður forseta Bandaríkjanna og skrifstofustjóri starfsmannamála forsetans í Hvíta húsinu. Þar áður hafði hún frá árinu 2013 til 2017 verið sendiherra fyrir Global Women‘s Issues í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Í þeirri stöðu bar hún ábyrgð á að innleiða hagsmuna-, réttinda- og baráttumál kvenna í alla þætti utanríkisstefnu Bandaríkjanna, var fulltrúi Bandaríkjanna í yfir 45 löndum, vann með erlendum stjórnvöldum, alþjóðasamtökum og félögum í almannaþágu. Þá var hún í forsvari fyrir innleiðingu framtaksins „U.S Global Strategy to Empower Adolescent Girls“ sem þykir mikið tímamótastefnumál. Þar áður hafði hún starfað sem staðgengill aðstoðarmanns Bandaríkjaforseta í tíð Baracks Obama, yfirráðgjafi utanríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings í alþjóðlegum málefnum kvenna svo fátt eitt sé nefnt. „Á tímum sem þessum þar sem milljónir barna standa frammi fyrir því að takast á við afleiðingar heimsfaraldurs Covid og annarra erfiðleika er UNICEF í fremstu röð til að verja réttindi þeirra og framtíð. Ég hlakka mikið til vinnunnar sem framundan er,“ segir Russell í tilkynningu frá UNICEF. Catherine Russell er áttundi framkvæmdastjóri í sögu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna og býður landsnefnd UNICEF á Íslandi hana hjartanlega velkomna til starfa. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Jafnréttismál Sameinuðu þjóðirnar Réttindi barna Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent