Innlent

Óvíst hvort Guðmundur nái að safna nægum undirskriftum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Pallborðið um Eflingu
Pallborðið um Eflingu Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Óvíst er með það hvort Guðmundur Jónatan Baldursson stjórnarmaður í Eflingu nái að mynda framboðslista fyrir komandi stjórnarkjör í stéttarfélaginu.

Framboðsfrestur rennur út í fyrramálið og hafði Fréttablaðið eftir Guðmundi í gærkvöldi að brösuglega hafi gengið að ná nægilega mörgum stuðningsundirskriftum til að gera listann gjaldgengan. 

Guðmundur, sem átti í átökum við fyrrverandi formann Eflingar Sólveigu Önnu Jónsdóttur lýsti því yfir fyrir nokkru síðan að hann hyggðist bjóða sig fram til formanns. 

Það gæti stefnt í þrjá framboðslista í stjórnarkjörinu, en áður hefur listi verið myndaður af núvernandi stjórn og þá lýsti Sólveig Anna því yfir í síðustu viku að hún myndi einnig bjóða fram lista.


Tengdar fréttir

Fagnar fram­boði Sól­veigar Önnu

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR fagnar mögulegri endurkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur en hún tilkynnti framboð sitt til formanns Eflingar fyrr í dag.

Getur ekki hugsað sér að Efling fari í sama far og fyrir hennar tíð

Sólveig Anna Jónsdóttir býður sig fram til formanns Eflingar vegna þess að hún getur ekki hugsað sér að félagið fari í sama far og fyrir árið 2018. Það sé einfaldlega þeirra mál ef einhverjir starfsmenn á skrifstofunni vilji ekki vinna með lýðræðislega kjörinni forystu félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×