Innlent

Vilja eins metra regluna burt

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Samráðshópur tónlistariðnaðarins  segja afleitt ef tónleikageirinn neyðist til þess fella niður viðburði í marsmánuði, bregðist stjórnvöld ekki við.
Samráðshópur tónlistariðnaðarins  segja afleitt ef tónleikageirinn neyðist til þess fella niður viðburði í marsmánuði, bregðist stjórnvöld ekki við. Vísir/Vilhelm

Tónlistarmenn segja nýjar reglur um samkomutakmarkanir hafa verið vonbrigði. Ótækt sé að halda tónleika eins og núgildandi takmörkunum er háttað og eins metra regluna vilja þeir burt.

Samkvæmt nýjum sóttvarnareglum má halda allt að fimm hundruð manna viðburði án notkunar hraðprófa. Þó ber að viðhafa eins meters reglu milli gesta, sem veldur því að tæplega sé hægt að fullbóka á stærri viðburði.

Samráðshópur tónlistariðnaðarins sendi opið bréf til ríkisstjórnarinnar fyrr í dag og hópurinn krefst þess að stjórnvöld falli frá eins metra reglunni þegar í stað á skipulögðum viðburðum.

„Við teljum að það sé gengið of langt með því að viðhalda eins metra reglunni í skipulögðu viðburðarhaldi á meðan verið er að taka stór skref í því að afnema hömlur annars staðar í samfélaginu,“ segir í bréfinu.

Þá segir að íslenskt tónleikahald komist ekki almennilega af stað enda aðeins hægt að á móti takmörkuðum fjölda gesta. Það sé ekki fjárhagslega gerlegt að undirbúa og halda tónleika þegar svo stór hluti af sætafjölda sé óseljanlegur.

„Vilji stjórnvalda á þessum tímapunkti er greinilega að opna samfélagið aftur og hleypa hlutum af satð, en eins metra reglan takmarkar allt tónleikahald og engar áætlanir eru í hendi varðandi hvenær sem metra reglunni í viðburðarhaldi verður aflétt.“

Tengd skjöl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×