Tekur ekki undir með Sigríði en gætu þurft að aflétta hraðar Eiður Þór Árnason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 31. janúar 2022 16:01 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, vill aflétta fyrr ef áfram gengur vel í baráttunni við veiruna skæðu. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, tekur ekki undir með flokkssystur sinni Sigríði Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem telur að stjórvöld brjóti lög með því að aflétta ekki strax öllum takmörkunum. Að sögn hennar ber nú ekki brýna nauðsyn til að vernda líf og heilsu manna með frelsisskerðandi takmörkunum í samræmi við ákvæði sóttvarnalaga. „Þetta er snúið hvernig á að fara í afléttingaráformin, ég hef verið að leggja áherslu á það að þegar menn eru að þrengja persónufrelsi og atvinnufrelsi þá þarf að vera brýn nauðsyn. Þess vegna var ég þeirrar skoðunar fyrir viku síðan að við værum komin öfugum megin við línuna í þessum efnum. Í millitíðinni höfum við ráðist í tilslakanir og það hvort þær duga ræðst dálítið af því hvernig gengur dag frá degi og næstu vikur,“ sagði Bjarni að loknum ríkisráðsfundi í dag. Hann segir að það komi sér ekki á óvart að sumum þyki ekki hafa verið gengið nógu langt. „Við erum enn með gríðarlega miklar takmarkanir á samfélaginu þrátt fyrir að heilt yfir virðist þetta nýja afbrigði ekki skila sér í alvarlegum veikindum, sérstaklega fyrir þá sem eru fullbólusettir. Þó eru dæmi um veikindi og ég held að svarið við þessari spurningu muni birtast okkur dag frá degi næstu vikurnar. Ef það gengur áfram jafn vel og hefur gert undanfarna daga þá er ég þeirrar skoðunar að við gætum þurft að létta hraðar.“ Með talsvert svigrúm En ef það kemur í ljós á næstu vikum að þetta er lögbrot, mun það þá ekki hafa einhverjar afleiðingar í för með sér? „Ég ætla ekkert að spá fyrir um það nákvæmlega, ég get nú bara vísað til þess sem hefur verði skrifað um þetta efni að framkvæmdavaldinu er áskilið talsvert svigrúm skulum við segja til að framkvæma þetta meðalhóf sem verður að vera til staðar. Sumum finnst það alls ekki vera til staðar núna og ég skil það alveg ágætlega en ég geng út frá því að ef áfram gengur vel þrátt fyrir þær afléttingar sem gerðar voru í síðustu viku þá sé hægt að ganga lengra og með því væri þá meðalhófi náð,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Willum Þór Þórsson mætti á ríkisráðsfund á Bessastöðum í morgun.Vísir/Vilhelm Staðan enn viðkvæm Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segist jafnframt vera ósammála þessari túlkun Sigríðar. Staðan í heilbrigðiskerfinu sé enn viðkvæm, einkum þegar horft er til sýkinga sem hafi komið upp inn á heilbrigðisstofnunum. Því þurfi að meta stöðuna jöfnum höndum. Í afléttingaráætlun stjórnvalda sem kynnt var á föstudag er miðað við að næsta skref verði tekið þann 24. febrúar og loks öllum takmörkunum aflétt 14. mars. Byggja þær dagsetningar á tillögum sóttvarnalæknis. „Ef allt gengur að óskum og gengur vel þá erum við auðvitað ekki að beita takmörkunum sem ekki skila neinu og munum aflétta fyrr,“ sagði Willum Þór Þórsson að loknum ríkisráðsfundi í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Aðgerðir stjórnvalda í trássi við sóttvarnalög Fyrrverandi dómsmálaráðherra segir ákvörðun stjórnvalda um að aflétta ekki takmörkunum að fullu í síðustu viku ekki standast lög. Nú beri ekki brýna nauðsyn til að vernda líf og heilsu manna. Um 800 tilfelli greindust í gær og í fyrradag. 31. janúar 2022 12:02 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Að sögn hennar ber nú ekki brýna nauðsyn til að vernda líf og heilsu manna með frelsisskerðandi takmörkunum í samræmi við ákvæði sóttvarnalaga. „Þetta er snúið hvernig á að fara í afléttingaráformin, ég hef verið að leggja áherslu á það að þegar menn eru að þrengja persónufrelsi og atvinnufrelsi þá þarf að vera brýn nauðsyn. Þess vegna var ég þeirrar skoðunar fyrir viku síðan að við værum komin öfugum megin við línuna í þessum efnum. Í millitíðinni höfum við ráðist í tilslakanir og það hvort þær duga ræðst dálítið af því hvernig gengur dag frá degi og næstu vikur,“ sagði Bjarni að loknum ríkisráðsfundi í dag. Hann segir að það komi sér ekki á óvart að sumum þyki ekki hafa verið gengið nógu langt. „Við erum enn með gríðarlega miklar takmarkanir á samfélaginu þrátt fyrir að heilt yfir virðist þetta nýja afbrigði ekki skila sér í alvarlegum veikindum, sérstaklega fyrir þá sem eru fullbólusettir. Þó eru dæmi um veikindi og ég held að svarið við þessari spurningu muni birtast okkur dag frá degi næstu vikurnar. Ef það gengur áfram jafn vel og hefur gert undanfarna daga þá er ég þeirrar skoðunar að við gætum þurft að létta hraðar.“ Með talsvert svigrúm En ef það kemur í ljós á næstu vikum að þetta er lögbrot, mun það þá ekki hafa einhverjar afleiðingar í för með sér? „Ég ætla ekkert að spá fyrir um það nákvæmlega, ég get nú bara vísað til þess sem hefur verði skrifað um þetta efni að framkvæmdavaldinu er áskilið talsvert svigrúm skulum við segja til að framkvæma þetta meðalhóf sem verður að vera til staðar. Sumum finnst það alls ekki vera til staðar núna og ég skil það alveg ágætlega en ég geng út frá því að ef áfram gengur vel þrátt fyrir þær afléttingar sem gerðar voru í síðustu viku þá sé hægt að ganga lengra og með því væri þá meðalhófi náð,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Willum Þór Þórsson mætti á ríkisráðsfund á Bessastöðum í morgun.Vísir/Vilhelm Staðan enn viðkvæm Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segist jafnframt vera ósammála þessari túlkun Sigríðar. Staðan í heilbrigðiskerfinu sé enn viðkvæm, einkum þegar horft er til sýkinga sem hafi komið upp inn á heilbrigðisstofnunum. Því þurfi að meta stöðuna jöfnum höndum. Í afléttingaráætlun stjórnvalda sem kynnt var á föstudag er miðað við að næsta skref verði tekið þann 24. febrúar og loks öllum takmörkunum aflétt 14. mars. Byggja þær dagsetningar á tillögum sóttvarnalæknis. „Ef allt gengur að óskum og gengur vel þá erum við auðvitað ekki að beita takmörkunum sem ekki skila neinu og munum aflétta fyrr,“ sagði Willum Þór Þórsson að loknum ríkisráðsfundi í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Aðgerðir stjórnvalda í trássi við sóttvarnalög Fyrrverandi dómsmálaráðherra segir ákvörðun stjórnvalda um að aflétta ekki takmörkunum að fullu í síðustu viku ekki standast lög. Nú beri ekki brýna nauðsyn til að vernda líf og heilsu manna. Um 800 tilfelli greindust í gær og í fyrradag. 31. janúar 2022 12:02 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Aðgerðir stjórnvalda í trássi við sóttvarnalög Fyrrverandi dómsmálaráðherra segir ákvörðun stjórnvalda um að aflétta ekki takmörkunum að fullu í síðustu viku ekki standast lög. Nú beri ekki brýna nauðsyn til að vernda líf og heilsu manna. Um 800 tilfelli greindust í gær og í fyrradag. 31. janúar 2022 12:02
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent