„Finnst alveg galið ef Guðmundur er ekki kostur númer eitt, tvö og þrjú hjá HSÍ“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. janúar 2022 11:00 Guðmundur Guðmundsson á fimm mánuði eftir af samningi sínum við HSÍ. getty/Sanjin Strukic Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson vilja að HSÍ geri allt til að semja við Guðmund Guðmundsson um að stýra íslenska karlalandsliðinu áfram. Samningur Guðmundar við HSÍ rennur út eftir fimm mánuði og í viðtali við Vísi eftir síðasta leik Íslands á EM sagði hann óvíst hvað framtíðinn bæri í skauti sér. Guðmundur tekur við danska liðinu Fredericia í sumar en hefur áður stýrt félags- og landsliði á sama tíma. Ásgeir Örn og Róbert ræddu um framtíð Guðmundar við Stefán Árna Pálsson í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. „Mér finnst það borðliggjandi miðað við hvernig þetta mót spilaðist og á hvaða stað liðið er komið að þeir ættu að reyna að halda honum. Hvort hann vill það eða hvernig aðstæðurnar eru hefur maður ekki hugmynd um en mér finnst alveg galið ef það er ekki kostur númer eitt, tvö og þrjú hjá HSÍ,“ sagði Ásgeir Örn. Róbert tók í sama streng. „Ég er sammála því. Það væri mjög sérstakt að skipta núna en hann vildi ekkert gefa upp um það sjálfur hvort hann vildi halda áfram. HSÍ og Gummi eiga að hittast og sjá hvað vilja báðir aðilar vilja gera. Og auðvitað ætti HSÍ að vilja halda honum,“ sagði Róbert. „Eina sem gæti stoppað þetta er ef hann vill ekki vera áfram. HSÍ ætti auðvitað alltaf að reyna að halda honum.“ Guðmundur tók við íslenska landsliðinu í þriðja sinn í upphafi árs 2018. Hann hefur stýrt Íslandi á fjórum stórmótum síðan þá. Íslendingar enduðu í 11. Sæti á HM 2019 og EM 2020, 20. Sæti á HM 2021 og 6. Sæti á EM 2022 sem lauk um helgina. Hlusta má á EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir ofan. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Samningur Guðmundar við HSÍ rennur út eftir fimm mánuði og í viðtali við Vísi eftir síðasta leik Íslands á EM sagði hann óvíst hvað framtíðinn bæri í skauti sér. Guðmundur tekur við danska liðinu Fredericia í sumar en hefur áður stýrt félags- og landsliði á sama tíma. Ásgeir Örn og Róbert ræddu um framtíð Guðmundar við Stefán Árna Pálsson í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. „Mér finnst það borðliggjandi miðað við hvernig þetta mót spilaðist og á hvaða stað liðið er komið að þeir ættu að reyna að halda honum. Hvort hann vill það eða hvernig aðstæðurnar eru hefur maður ekki hugmynd um en mér finnst alveg galið ef það er ekki kostur númer eitt, tvö og þrjú hjá HSÍ,“ sagði Ásgeir Örn. Róbert tók í sama streng. „Ég er sammála því. Það væri mjög sérstakt að skipta núna en hann vildi ekkert gefa upp um það sjálfur hvort hann vildi halda áfram. HSÍ og Gummi eiga að hittast og sjá hvað vilja báðir aðilar vilja gera. Og auðvitað ætti HSÍ að vilja halda honum,“ sagði Róbert. „Eina sem gæti stoppað þetta er ef hann vill ekki vera áfram. HSÍ ætti auðvitað alltaf að reyna að halda honum.“ Guðmundur tók við íslenska landsliðinu í þriðja sinn í upphafi árs 2018. Hann hefur stýrt Íslandi á fjórum stórmótum síðan þá. Íslendingar enduðu í 11. Sæti á HM 2019 og EM 2020, 20. Sæti á HM 2021 og 6. Sæti á EM 2022 sem lauk um helgina. Hlusta má á EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir ofan.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni