Hungur líklega ástæða fjöldadauða en grannt fylgst með fuglaflensunni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. janúar 2022 10:51 Fuglaflensan greindist meðal annars hjá svartbaki sem var talinn hafa komið til Nýfundnalands um Ísland. Fuglaflensa greindist ekki í sýnum sem tekin voru úr svartfuglshræjum sem fundust á ströndum við Austurland. Ástæða fjöldadauðans er ekki ljós en sérfræðingar Matvælastofnunar telja hungur líklegustu skýringuna. Í tilkynningu á vef MAST segir að fylgst sé með þróun fuglaflensufaraldursins sem nú geisar í Evrópu og að sérfræðingar stofnunarinnar séu í sambandi við kollega sína í öðrum löndum. Greining á fuglaflensu á Nýfundnalandi gefi vísbendingar um að veiran geti hafa borist með farfuglum frá Evrópu sem hafa viðkomu á Íslandi. Fuglaeigendur þurfi að vera viðbúnir því að herða þurfi sóttvarnir á vormánuðum. „Í janúarmánuði varð vart við mikinn dauða svartfugla við strendur landsins. Ekki er vitað hvað veldur því að fuglarnir hríðfalla en mjög ólíklegt er að um fuglaflensu sé að ræða. Líklegasta skýringin er hungur þótt ekki sé hægt að fullyrða að það sé eina skýringin. Í þeim sýnum sem tekin voru á Austurlandi úr hræjum af álkum, langvíum og haftyrðlum greindust ekki fuglaflensuveirur,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að fuglaflensa sem greindist á Nýfundnalandi í lok síðasta árs, bæði á alifuglabúi og í dauðum svartbak nærri búinu, hafi líklega borist þangað með farfuglum frá sýktum svæðum í Evrópu, um Ísland til Grænlands og áfram til Austur-Kanada. „Þessi greining á Nýfundnalandi styrkir það mat sérfræðinga að skæðar fuglaflensuveirur geti hafa borist til Íslands þó þær hafi ekki fundist í þeim sýnum sem rannsökuð hafa verið,“ segir í tilkynningunni. Í faraldrinum sem geisar í Evrópu er H5N1 ríkjandi. Enn sem komið er eru taldar litlar líkur á því að fólk geti smitast af þeim veirum sem finnast í Evrópu en Matvælastofnun hvetur til almennra sóttvarna við handfjöltun villtra fugla og fuglahræja. MAST segir fulla ástæðu til að vakta fuglaflensu í villtum fuglum hérlendis þrátt fyrir að farfuglatímabilið sé ekki hafið. Þá er almenningur beðinn um að tilkynna það til stofnunarinnar þegar villtur dauður fugl finnst. „Þegar tilkynning berst metur stofnunin hvort taka skuli sýni úr fuglinum. Ef taka þarf upp dauðan fugl skal það gert með einnota hönskum og hann settur í plastpoka eða með því að stinga hendi í plastpoka og taka fuglinn upp með pokanum og draga pokann svo yfir fuglinn og loka fyrir.“ Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Nær 300 svartfuglar fundist dauðir á Suðausturlandi Á dögunum fannst mikill fjöldi svartfugla dauður á Suðausturlandi. Matvælastofnun hefur ákveðið að láta rannsaka sýni úr fuglunum á Tilraunastöð HÍ að Keldum, meðal annars með tilliti til fuglaflensu. 13. janúar 2022 06:36 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Í tilkynningu á vef MAST segir að fylgst sé með þróun fuglaflensufaraldursins sem nú geisar í Evrópu og að sérfræðingar stofnunarinnar séu í sambandi við kollega sína í öðrum löndum. Greining á fuglaflensu á Nýfundnalandi gefi vísbendingar um að veiran geti hafa borist með farfuglum frá Evrópu sem hafa viðkomu á Íslandi. Fuglaeigendur þurfi að vera viðbúnir því að herða þurfi sóttvarnir á vormánuðum. „Í janúarmánuði varð vart við mikinn dauða svartfugla við strendur landsins. Ekki er vitað hvað veldur því að fuglarnir hríðfalla en mjög ólíklegt er að um fuglaflensu sé að ræða. Líklegasta skýringin er hungur þótt ekki sé hægt að fullyrða að það sé eina skýringin. Í þeim sýnum sem tekin voru á Austurlandi úr hræjum af álkum, langvíum og haftyrðlum greindust ekki fuglaflensuveirur,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að fuglaflensa sem greindist á Nýfundnalandi í lok síðasta árs, bæði á alifuglabúi og í dauðum svartbak nærri búinu, hafi líklega borist þangað með farfuglum frá sýktum svæðum í Evrópu, um Ísland til Grænlands og áfram til Austur-Kanada. „Þessi greining á Nýfundnalandi styrkir það mat sérfræðinga að skæðar fuglaflensuveirur geti hafa borist til Íslands þó þær hafi ekki fundist í þeim sýnum sem rannsökuð hafa verið,“ segir í tilkynningunni. Í faraldrinum sem geisar í Evrópu er H5N1 ríkjandi. Enn sem komið er eru taldar litlar líkur á því að fólk geti smitast af þeim veirum sem finnast í Evrópu en Matvælastofnun hvetur til almennra sóttvarna við handfjöltun villtra fugla og fuglahræja. MAST segir fulla ástæðu til að vakta fuglaflensu í villtum fuglum hérlendis þrátt fyrir að farfuglatímabilið sé ekki hafið. Þá er almenningur beðinn um að tilkynna það til stofnunarinnar þegar villtur dauður fugl finnst. „Þegar tilkynning berst metur stofnunin hvort taka skuli sýni úr fuglinum. Ef taka þarf upp dauðan fugl skal það gert með einnota hönskum og hann settur í plastpoka eða með því að stinga hendi í plastpoka og taka fuglinn upp með pokanum og draga pokann svo yfir fuglinn og loka fyrir.“
Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Nær 300 svartfuglar fundist dauðir á Suðausturlandi Á dögunum fannst mikill fjöldi svartfugla dauður á Suðausturlandi. Matvælastofnun hefur ákveðið að láta rannsaka sýni úr fuglunum á Tilraunastöð HÍ að Keldum, meðal annars með tilliti til fuglaflensu. 13. janúar 2022 06:36 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Nær 300 svartfuglar fundist dauðir á Suðausturlandi Á dögunum fannst mikill fjöldi svartfugla dauður á Suðausturlandi. Matvælastofnun hefur ákveðið að láta rannsaka sýni úr fuglunum á Tilraunastöð HÍ að Keldum, meðal annars með tilliti til fuglaflensu. 13. janúar 2022 06:36
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent