Ómar Ingi endurtók afrek Óla Stefáns nákvæmlega tuttugu árum síðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2022 07:01 Ómar Ingi Magnússon skoraði ellefu mörkum meira en næsthæsti maðurinn á markalista EM 2022. Getty/Nikola Krstic Ómar Ingi Magnússon var markakóngur Evrópumótsins í Ungverjalandi og Slóvakíu sem lauk með úrslitaleik Svía og Spánverja í gær. Aðeins einu sinni áður hefur Ísland átt markakóng EM. Ómar Ingi skoraði 59 mörk í átta leikjum Íslands eða ellefu mörkum meira en næsti maður sem var Daninn Mikkel Hansen. Hansen hefði átt möguleika að ógna forystu Ómars Inga en missti af lokaleik Dana vegna meiðsla. Það eru nákvæmlega tuttugu ár liðin síðan Ísland átti síðast markakóng Evrópumótsins í handbolta. Ómar Ingi Magnusson (who else?) scores @HSI_Iceland's 2,000th EHF EURO goal #ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/nTSqvW2KMx— EHF EURO (@EHFEURO) January 28, 2022 Ólafur Stefánsson varð markakóngur Evrópumótsins í Svíþjóð árið 2002 en hann spilaði auðvitað sem örvhent skytta eins og Ómar Ingi. Ólafur skoraði þá 58 mörk í átta leikjum eða einu marki meira en Svíinn Stefan Lövgren. Lövgren var níu mörkum á eftir Ólafi fyrir úrslitaleik Svía og Þjóðverja en skoraði „bara“ átta mörk í honum og náði því ekki Ólafi. Svíar unnu aftur á móti úrslitaleikinn og urðu Evrópumeistarar. Ólafur gaf einnig 37 stoðsendingar samkvæmt opinberri tölfræði mótsins og átti því þátt 95 mörkum eða 11,9 mörkum að meðaltali í leik. Ólafur nýtti 54 prósent skota sinna (58 af 107) en 18 af mörkum hans komu úr vítaköstum. Ómar Ingi var með 59 mörk og 21 stoðsendingu á þessu Evrópumóti og kom því með beinum hætti að 80 mörkum eða 10 mörkum að meðaltali í leik. Hann nýtti 74 prósent skota sinna og 21 af mörkum hans kom úr vítum. Ómar Ingi Magnusson making a big impact for @HSI_Iceland already tonight!#ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/we4ihIJphT— EHF EURO (@EHFEURO) January 20, 2022 Tvisvar hafa Íslendingar átt næstmarkahæsta leikmanninn á EM en Valdimar Grímsson varð í öðru sæti á EM 2000, fimm mörkum á eftir Úkraínumanninum Oleg Velyky og Guðjón Valur Sigurðsson varð í öðru sæti á EM 2014 sex mörkum á eftir Spánverjanum Joan Canellas. Guðjón Valur er sá einu fyrir utan Ólaf og Ómar Inga sem hefur orðið markakóngur á stórmóti en hann varð markakóngur heimsmeistaramótsins í Þýskalandi 2007. Guðjón Valur náði því að vera meðal þriggja efstu á öllum þremur stórmótunum eða á HM (1. sæti á HM 1997), á EM (2. sæti á EM 2014) og á Ólympíuleikum (3. sæti á ÓL 2008). Valdimar Grímsson náði því eins og Guðjón Valur að vera inn á topp þrjú í markaskorun á öllum stórmótunum eða á HM (3. sæti á HM 1997 í Japan), á Ólympíuleikum (3. sæti á ÓL í Barcelona 1992) og Evrópumóti (2. sæti á EM 2000). EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Ómar Ingi skoraði 59 mörk í átta leikjum Íslands eða ellefu mörkum meira en næsti maður sem var Daninn Mikkel Hansen. Hansen hefði átt möguleika að ógna forystu Ómars Inga en missti af lokaleik Dana vegna meiðsla. Það eru nákvæmlega tuttugu ár liðin síðan Ísland átti síðast markakóng Evrópumótsins í handbolta. Ómar Ingi Magnusson (who else?) scores @HSI_Iceland's 2,000th EHF EURO goal #ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/nTSqvW2KMx— EHF EURO (@EHFEURO) January 28, 2022 Ólafur Stefánsson varð markakóngur Evrópumótsins í Svíþjóð árið 2002 en hann spilaði auðvitað sem örvhent skytta eins og Ómar Ingi. Ólafur skoraði þá 58 mörk í átta leikjum eða einu marki meira en Svíinn Stefan Lövgren. Lövgren var níu mörkum á eftir Ólafi fyrir úrslitaleik Svía og Þjóðverja en skoraði „bara“ átta mörk í honum og náði því ekki Ólafi. Svíar unnu aftur á móti úrslitaleikinn og urðu Evrópumeistarar. Ólafur gaf einnig 37 stoðsendingar samkvæmt opinberri tölfræði mótsins og átti því þátt 95 mörkum eða 11,9 mörkum að meðaltali í leik. Ólafur nýtti 54 prósent skota sinna (58 af 107) en 18 af mörkum hans komu úr vítaköstum. Ómar Ingi var með 59 mörk og 21 stoðsendingu á þessu Evrópumóti og kom því með beinum hætti að 80 mörkum eða 10 mörkum að meðaltali í leik. Hann nýtti 74 prósent skota sinna og 21 af mörkum hans kom úr vítum. Ómar Ingi Magnusson making a big impact for @HSI_Iceland already tonight!#ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/we4ihIJphT— EHF EURO (@EHFEURO) January 20, 2022 Tvisvar hafa Íslendingar átt næstmarkahæsta leikmanninn á EM en Valdimar Grímsson varð í öðru sæti á EM 2000, fimm mörkum á eftir Úkraínumanninum Oleg Velyky og Guðjón Valur Sigurðsson varð í öðru sæti á EM 2014 sex mörkum á eftir Spánverjanum Joan Canellas. Guðjón Valur er sá einu fyrir utan Ólaf og Ómar Inga sem hefur orðið markakóngur á stórmóti en hann varð markakóngur heimsmeistaramótsins í Þýskalandi 2007. Guðjón Valur náði því að vera meðal þriggja efstu á öllum þremur stórmótunum eða á HM (1. sæti á HM 1997), á EM (2. sæti á EM 2014) og á Ólympíuleikum (3. sæti á ÓL 2008). Valdimar Grímsson náði því eins og Guðjón Valur að vera inn á topp þrjú í markaskorun á öllum stórmótunum eða á HM (3. sæti á HM 1997 í Japan), á Ólympíuleikum (3. sæti á ÓL í Barcelona 1992) og Evrópumóti (2. sæti á EM 2000).
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni