Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
visir-img

Þingmaður Samfylkingarinnar segir verðbólguna tilkomna vegna mistaka stjórnvalda í hagstjórn undanfarin áratug. Þingmaður Viðreisnar segir að stjórnvöld þurfi að horfa til sértækra skammtímaaðgerða fyrir þá hópa sem verða fyrir barðinu á vaxtahækkunum. Við ræðum við þingmennina í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu hálf sjö.

Þá fjöllum við um vonskuveður sem gekk yfir vestanvert landið í dag. Víðtækar samgöngutruflanir hafa orðið en það versta á að vera yfirstaðið. Við sýnum einnig myndir frá ofsveðri annars staðar á norðurhveli jarðar um helgina.

Lögregla vísaði tugum grímuklæddra mótmælenda út úr Kringlunni í dag. Aðstandendur gjörningsins segja að um hafi verið að ræða mótmæli gegn harðstjórn og einræði - og spyrja hvenær almenningi fái að taka þátt í ákvörðunum um sóttvarnaaðgerðir. 

Þeir urðu landsfrægir sem rosalega ungir Framsóknarmenn en gengu svo í unga Framsóknarmenn. Nú er annar þeirra kominn í Sjálfstæðisflokkinn og hinn, gallharður Framsóknarmaður á lista í Norðvesturkjördæmi, neitar að trúa því. Snorri Másson kíkti í ritzkex- og salthnetuköku til félaganna. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×