Fótbolti

Salah og félagar komnir áfram eftir framlengingu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Salah kom Egyptum á bragðið
Salah kom Egyptum á bragðið vísir/Getty

Egyptaland er komið í undanúrslit Afríkukeppninnar eftir 2-1 sigur á Marokkó í framlengdum leik á Stade Olembe leikvangnum í Kamerún.

Bæði lið hafa á að skipa öflugum hópi og var því búist við hörkuleik sem varð raunin.

Sofiane Boufal kom Marokkó yfir snemma leiks en hann skoraði úr vítaspyrnu á sjöundu mínútu. Marokkóar leiddu með einu marki gegn engu í leikhléi.

Mohamed Salah tók til sinna ráða í síðari hálfleik en hann jafnaði metin fyrir Egypta á 53.mínútu.

Ekki voru fleiri mörk skoruð í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Á 100.mínútu skoraði Trezeguet, leikmaður Aston Villa, eftir góðan undirbúning Salah og reyndist það sigurmark leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×