Meghan og Harry lýsa yfir áhyggjum vegna falsfrétta Rogan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2022 14:03 Meghan og Harry hafa lýst yfir áhyggjum vegna dreifingu falsfrétta um bóluefni á Spotify. Getty/John Lamparski Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan Markle hafa lýst yfir áhyggjum vegna falsfrétta sem sendar séu út á streymisveitunni Spotify. Þau bætast í hóp tónlistarfólks, sem hefur gagnrýnt streymisveituna vegna hlaðvarpsins The Joe Rogan Experience. Tónlistarmennirnir Neil Young og Joni Mitchell óskuðu eftir því í vikunni að tónlist þeirra yrði fjarlægð af streymisveitunni og sögðu Spotify hafa leyft dreifingu falsfrétta um kórónuveirufaraldurinn og bólusetningar gegn veirunni. Kveikjan var umdeildur þáttur í hlaðvarpi Joe Rogan, þar sem hann fékk til sín smitsjúkdómalækni sem mótmælt hefur bólusetningum barna gegn veirunni. Á þriðja hundrað heilbrigðisstarfsmanna og vísindafólks hefur auk þess gagnrýnt streymisveituna vegna þáttarins en streymisveitan á réttinn að hlaðvarpinu, sem hún tryggði sér árið 2020 og borgaði rúmar 100 milljónir Bandaríkjadala fyrir. Harry og Meghan hafa gert samning við Spotify um framleiðslu hlaðvarpsþáttar, sem verður aðeins sendur út á Spotify. Það er aðeins hluti þeirra samninga sem hjónin gerðu við hina ýmsu framleiðendur eftir að þau sögðu skilið við bresku konungsfjölskylduna árið 2020. „Hundruð milljóna manna verða fyrir áhrifum þeirra alvarlegu afleiðinga sem falsfréttir hafa í för með sér. Síðasta apríl lýstum við yfir áhyggjum við Spotify vegna þeirra alvarlegu afleiðinga sem dreifing falsfrétta á streymisveitunni hafa,“ sagði talsmaður Archewell stofnunarinnar, stofnunar Meghan og Harry, í yfirlýsingu í dag. „Við höldum áfram að lýsa yfir áhyggjum okkar við Spotify til þess að tryggja að breytingar verði gerðar til að alvarleiki málsins verði gerður skýr á streymisveitunni. Við vonum að Spotify muni koma til móts við okkur og við erum tilbúin til að halda áfram að starfa með veitunni.“ Spotify Kóngafólk Bólusetningar Harry og Meghan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Joni Mitchell fylgir Young og biður Spotify að taka út tónlistina sína Tónlistarkonan Joni Mitchell hefur óskað eftir því að tónlist hennar verði fjarlægð af Spotify. Hún fylgir í fótspor Neil Young, sem gagnrýndi Spotify fyrir að framleiða hlaðvarpsþátt sem dreifi falsupplýsingum um kórónuveirufaraldurinn. 29. janúar 2022 08:07 Fjarlægja tónlist Neil Young af Spotify Spotify vinnur nú að því að fjarlæga tónlist Neil Young af streymisveitunni eftir að fyrirtækið neitaði að taka út umdeilda hlaðvarpsþætti Joe Rogan. Young setti Spotify afarkosti á dögunum og krafðist þess að þættirnir yrðu strax fjarlægðir en Rogan hefur verði gagnrýndur fyrir að dreifa fölskum upplýsingum um virkni bóluefna gegn Covid-19. 27. janúar 2022 08:59 Neil Young setur Spotify afarkosti vegna Joe Rogan Rokkarinn Neil Young hefur krafist þess að tónlist hans á Spotify verði fjarlægð vegna falsupplýsinga um bóluefni sem Joe Rogan dreifi í hlaðvarpi sínu. Neil Young segir Spotify hafa valið; Neil Young eða Joe Rogan. 25. janúar 2022 11:48 Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tónlistarmennirnir Neil Young og Joni Mitchell óskuðu eftir því í vikunni að tónlist þeirra yrði fjarlægð af streymisveitunni og sögðu Spotify hafa leyft dreifingu falsfrétta um kórónuveirufaraldurinn og bólusetningar gegn veirunni. Kveikjan var umdeildur þáttur í hlaðvarpi Joe Rogan, þar sem hann fékk til sín smitsjúkdómalækni sem mótmælt hefur bólusetningum barna gegn veirunni. Á þriðja hundrað heilbrigðisstarfsmanna og vísindafólks hefur auk þess gagnrýnt streymisveituna vegna þáttarins en streymisveitan á réttinn að hlaðvarpinu, sem hún tryggði sér árið 2020 og borgaði rúmar 100 milljónir Bandaríkjadala fyrir. Harry og Meghan hafa gert samning við Spotify um framleiðslu hlaðvarpsþáttar, sem verður aðeins sendur út á Spotify. Það er aðeins hluti þeirra samninga sem hjónin gerðu við hina ýmsu framleiðendur eftir að þau sögðu skilið við bresku konungsfjölskylduna árið 2020. „Hundruð milljóna manna verða fyrir áhrifum þeirra alvarlegu afleiðinga sem falsfréttir hafa í för með sér. Síðasta apríl lýstum við yfir áhyggjum við Spotify vegna þeirra alvarlegu afleiðinga sem dreifing falsfrétta á streymisveitunni hafa,“ sagði talsmaður Archewell stofnunarinnar, stofnunar Meghan og Harry, í yfirlýsingu í dag. „Við höldum áfram að lýsa yfir áhyggjum okkar við Spotify til þess að tryggja að breytingar verði gerðar til að alvarleiki málsins verði gerður skýr á streymisveitunni. Við vonum að Spotify muni koma til móts við okkur og við erum tilbúin til að halda áfram að starfa með veitunni.“
Spotify Kóngafólk Bólusetningar Harry og Meghan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Joni Mitchell fylgir Young og biður Spotify að taka út tónlistina sína Tónlistarkonan Joni Mitchell hefur óskað eftir því að tónlist hennar verði fjarlægð af Spotify. Hún fylgir í fótspor Neil Young, sem gagnrýndi Spotify fyrir að framleiða hlaðvarpsþátt sem dreifi falsupplýsingum um kórónuveirufaraldurinn. 29. janúar 2022 08:07 Fjarlægja tónlist Neil Young af Spotify Spotify vinnur nú að því að fjarlæga tónlist Neil Young af streymisveitunni eftir að fyrirtækið neitaði að taka út umdeilda hlaðvarpsþætti Joe Rogan. Young setti Spotify afarkosti á dögunum og krafðist þess að þættirnir yrðu strax fjarlægðir en Rogan hefur verði gagnrýndur fyrir að dreifa fölskum upplýsingum um virkni bóluefna gegn Covid-19. 27. janúar 2022 08:59 Neil Young setur Spotify afarkosti vegna Joe Rogan Rokkarinn Neil Young hefur krafist þess að tónlist hans á Spotify verði fjarlægð vegna falsupplýsinga um bóluefni sem Joe Rogan dreifi í hlaðvarpi sínu. Neil Young segir Spotify hafa valið; Neil Young eða Joe Rogan. 25. janúar 2022 11:48 Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Joni Mitchell fylgir Young og biður Spotify að taka út tónlistina sína Tónlistarkonan Joni Mitchell hefur óskað eftir því að tónlist hennar verði fjarlægð af Spotify. Hún fylgir í fótspor Neil Young, sem gagnrýndi Spotify fyrir að framleiða hlaðvarpsþátt sem dreifi falsupplýsingum um kórónuveirufaraldurinn. 29. janúar 2022 08:07
Fjarlægja tónlist Neil Young af Spotify Spotify vinnur nú að því að fjarlæga tónlist Neil Young af streymisveitunni eftir að fyrirtækið neitaði að taka út umdeilda hlaðvarpsþætti Joe Rogan. Young setti Spotify afarkosti á dögunum og krafðist þess að þættirnir yrðu strax fjarlægðir en Rogan hefur verði gagnrýndur fyrir að dreifa fölskum upplýsingum um virkni bóluefna gegn Covid-19. 27. janúar 2022 08:59
Neil Young setur Spotify afarkosti vegna Joe Rogan Rokkarinn Neil Young hefur krafist þess að tónlist hans á Spotify verði fjarlægð vegna falsupplýsinga um bóluefni sem Joe Rogan dreifi í hlaðvarpi sínu. Neil Young segir Spotify hafa valið; Neil Young eða Joe Rogan. 25. janúar 2022 11:48