„Hann var eins og Guð meðal stuðningsfólks“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. janúar 2022 13:00 Eric Cantona vann fjóra Englandsmeistaratitla á fimm árum hjá Man Utd. vísir/getty Manchester United hefur tekið þátt í nokkrum stærstum félagaskiptum í sögu enskrar knattspyrnu og knattspyrnu almennt. Bestu kaup félagsins eru þó eflaust þegar það fékk Eric Cantona frá Leeds United árið 1992. Þeir Jamie Carragher og Gary Neville ræddu Cantona og kaupin á honum í þætti sínum á Sky Sports nýverið. „Talandi um stærstu félagaskipti Man United, mögulega þau stærstu – í úrvalsdeildinni allavega – Eric Cantona til Man Utd. Hann breytti gangi félagsins, hvernig var það fyrir þig sem leikmann,“ spurði Carragher en Neville lék allan sinn feril með Man United og var ungur að árum er Cantona gekk inn með kragann upp og kassann út. „Þetta var stórt út af því að hann kom frá Leeds (United) og hatursins í garð Man United. Á þessum tíma var þetta ekki jafn stórt og það er í dag því engum datt í hug hversu mikil áhrif hann myndi hafa á félagið, sérstaklega ekki Leeds,“ svaraði Neville. "With the fans he was almost like God." Gary Neville talks about why Eric Cantona's arrival was so iconic at Manchester United pic.twitter.com/LVpePgvHhX— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 30, 2022 „Hann var stærri en fótbolti. Ef þú hugsar um táknmynd fótboltafélags eða goðsagnir þá var Eric eins og táknmynd Manchester United. Hann var eins og Guð meðal stuðningsfólks félagsins,“ bætti Neville við. Carragher velti fyrir sér hvort Neville og félagar hefðu strax tekið eftir því að Cantona væri einstakur. „Það var þannig á vellinum. Hvernig hann stóð upp úr, kassinn út og þessi hroki. Stuðningsfólkið elskaði hann og hann skilaði alltaf sínu, í stærstu leikjunum á mikilvægustu augnablikunum.“ „Fyrir mér skilgreindi það tíma hans hjá United. Hann stóð upp úr í stærstu leikjunum sem tryggðu Man Utd titil eftir titil. Peter Schmeichel mögulega líka með markvörslum sínum og Roy Keane með áræðni sinni og drifkrafti en þegar þú þurftir þetta augnablik, þetta mark til að vinna leiki - til að vinan titla, þá skilaði Cantona því alltaf,“ sagði Neville að endingu. Cantona og Schmeichel áttu stærstan þátt í því að United vann tvöfalt tímabilið 1995-96.vísir/getty Eric Cantona lék með Manchester United frá árunum 1992 til 1997. Á þeim tíma varð liðið fjórum sinnum ensku meistari, vann FA-bikarinn tvívegis og Samfélagsskjöldinn þrívegis. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira
„Talandi um stærstu félagaskipti Man United, mögulega þau stærstu – í úrvalsdeildinni allavega – Eric Cantona til Man Utd. Hann breytti gangi félagsins, hvernig var það fyrir þig sem leikmann,“ spurði Carragher en Neville lék allan sinn feril með Man United og var ungur að árum er Cantona gekk inn með kragann upp og kassann út. „Þetta var stórt út af því að hann kom frá Leeds (United) og hatursins í garð Man United. Á þessum tíma var þetta ekki jafn stórt og það er í dag því engum datt í hug hversu mikil áhrif hann myndi hafa á félagið, sérstaklega ekki Leeds,“ svaraði Neville. "With the fans he was almost like God." Gary Neville talks about why Eric Cantona's arrival was so iconic at Manchester United pic.twitter.com/LVpePgvHhX— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 30, 2022 „Hann var stærri en fótbolti. Ef þú hugsar um táknmynd fótboltafélags eða goðsagnir þá var Eric eins og táknmynd Manchester United. Hann var eins og Guð meðal stuðningsfólks félagsins,“ bætti Neville við. Carragher velti fyrir sér hvort Neville og félagar hefðu strax tekið eftir því að Cantona væri einstakur. „Það var þannig á vellinum. Hvernig hann stóð upp úr, kassinn út og þessi hroki. Stuðningsfólkið elskaði hann og hann skilaði alltaf sínu, í stærstu leikjunum á mikilvægustu augnablikunum.“ „Fyrir mér skilgreindi það tíma hans hjá United. Hann stóð upp úr í stærstu leikjunum sem tryggðu Man Utd titil eftir titil. Peter Schmeichel mögulega líka með markvörslum sínum og Roy Keane með áræðni sinni og drifkrafti en þegar þú þurftir þetta augnablik, þetta mark til að vinna leiki - til að vinan titla, þá skilaði Cantona því alltaf,“ sagði Neville að endingu. Cantona og Schmeichel áttu stærstan þátt í því að United vann tvöfalt tímabilið 1995-96.vísir/getty Eric Cantona lék með Manchester United frá árunum 1992 til 1997. Á þeim tíma varð liðið fjórum sinnum ensku meistari, vann FA-bikarinn tvívegis og Samfélagsskjöldinn þrívegis.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira