Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Edda Andrésdóttir er þulur kvöldsins.
Edda Andrésdóttir er þulur kvöldsins.

Stærsta áskorun Landspítala verður að sinna þeim sjúklingum sem eru með Covid en leita til spítalans vegna annarra kvilla. Þetta segir verkefnastjóri farsóttanefndar sem óttast að spítalinn lendi í vandræðum ef starfsfólk smitast í hrönnum. Við ræðum við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu hálf sjö.

Þá verður rætt við framkvæmdastjóra Gray Line í beinni útsendingu en hann er einn stjórnenda í ferðaþjónustu sem sendi frá sér harðorða yfirlýsingu um  það sem þeir segja afleita stöðu geirans. Honum sé hreinlega að blæða út.

Við fjöllum einnig um alvarlegasta mál sem komið hefur á borð Hundaræktarfélags Íslands en mæðgum sem gert hafa út Schäferhunda-ræktun um árabil var vísað úr félaginu í fimmtán ár fyrir fjölmörg brot. 

Þá verður rætt við Íslending í Boston, sem segir íbúa fulldramatíska í hríðarbyl sem þar gengur nú yfir, kynnum okkur náttúruvín sem njóta sívaxandi vinsælda hér á landi og okkar maður Magnús Hlynur heimsækir afkastamestu kú landsins, Skör í Ölfusi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×