13. umferð CS:GO lokið: Fyrsta tap Dusty Snorri Rafn Hallsson skrifar 29. janúar 2022 17:01 13. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO lauk með sigri Þórsara á Dusty. Enn sitja Dusty þó á toppnum Leikir vikunnar Umferðin hófst á leik Ármanns og Fylkis í Inferno, en fyrri leikur liðanna var ansi jafn og fór 16-14 fyrir Fylki. Svipuð staða var uppi á teningnum á þriðjudagskvöldið og var leikurinn gríðarlega jafn faman af. Ármann nýtti sér slæma efnahagsstöðu Fylkis til að koma sér upp ágætu forskoti í fyrri hálfleik. Árásargjarnir Ármenningar héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik en Zerq og félagar hjá Fylki veittu góða viðspyrnu. Tókst þeim þó ekki að vinna niður forskot Ármanns og fór leikurinn 16-13 fyrir Ármanni. Síðari leikur þriðjudagskvöldsins var svo á milli Vallea og XY sem hafa eldað grátt silfur saman upp á síðkastið. Stjörnuleikmaður XY, Minidegreez, er genginn til liðs við Vallea og sýndi sínum fyrri liðsfélögum enga miskunn. Leikurinn var gríðarlega jafn í fyrri hálfleik þar sem liðin skiptust á að eiga góða spretti en Vallea komst langt fram úr XY í þeim síðari. Gálausir leikmenn XY mættu hlupu trekk í trekk beint í flasið á vel undirbúnum leikmönnum Vallea. Missti XY því gjarnan marga menn snemma í lotum sem gerði Vallea auðvelt að hreinsa upp þá sem eftir stóðu. Vallea vann því sannfærandi sigur gegn XY, 16-12. Á föstudagskvöldið mættust svo lið Kórdrengja og Sögu, en leikurinn var afar mikilvægur fyrir bæði lið til að halda sér í baráttunni annars vegar um fjórða sætið, fyrir Sögu, og á botninum fyrir Kórdrengi. Kórdrengir nældu sér í fyrstu þrjár lotur leiksins en Saga bætti um betur og tók næstu 8 lotur með þéttri vörn gegn óákveðnum Kórdrengjum. Kórdrengir bættu örlítið úr stöðunni í síðari hálfleik en allt kom fyrir ekki. Stóð Saga því uppi sem sigurvegari og vann leikinn 16-12. Lokaleikur umferðarinnar var sá sem allir höfðu beðið eftir. Þar mættust ósigrað lið Dusty og Þór sem hefur verið fast á hælana á þeim í öðru sætinu allt tímabilið. Leikurinn fór vel af stað fyrir Dusty sem vann fyrstu þrjár loturnar með stæl en svo tók við sú allra stærsta taphrina sem sést hefur hjá Dusty. Þórsarar unnu hvorki meira né minna en 11 lotur í röð. Leikmenn Dusty reyndu ólík plön í sókninni en sama hvað þeir reyndu þá sáu Þórsarar við þeim. Hvar sem Dusty fór um kortið voru sjóðheitir Þórsarar tilbúnir til að taka á móti þeim og fella. Dabbehhh og Allee voru lang atkvæðamestir fyrir Þór á meðan Dusty tapaði hverju einvíginu á fætur öðru, eitthvað sem ekki mátti búast við. Dusty náði ágætis viðspyrnu í síðari hálfleik þegar liðið lék eins og það er vant að gera, en ekki dugði það til. Að lokum tapaði Dusty því fyrsta leik sínum á tímabilinu, 16-11, og Þórsarar nú komnir enn nær þeim í toppbaráttunni. Staðan Að 13. umferð lokinni hefur uppröðun töflunnar ekkert breyst. Þó má sjá að færri stig en áður skilja að Dusty, Þór og Vallea sem raða sér í efstu þrjú sætin, og það sama má segja um XY, Sögu og Ármann sem fylgja þar á eftir. Róðurinn þyngist því fyrir Fylki og Kórdrengi sem virðast ekki ætla að ná að koma sér upp úr neðstu sætunum í bráð. Næstu leikir Ljósleiðaradeildin heldur áfram í næstu viku og fer 14. umferðin fram dagana 1. og 4. febrúar og er dagskráin eftirfarandi: Saga - Fylkir, 1. feb. kl. 20:30. Kórdrengir - Þór, 1. feb. kl. 21:30. Ármann - XY, 3. feb. kl. 20:30. Vallea - Dusty, 3. feb. kl. 21:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti
Leikir vikunnar Umferðin hófst á leik Ármanns og Fylkis í Inferno, en fyrri leikur liðanna var ansi jafn og fór 16-14 fyrir Fylki. Svipuð staða var uppi á teningnum á þriðjudagskvöldið og var leikurinn gríðarlega jafn faman af. Ármann nýtti sér slæma efnahagsstöðu Fylkis til að koma sér upp ágætu forskoti í fyrri hálfleik. Árásargjarnir Ármenningar héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik en Zerq og félagar hjá Fylki veittu góða viðspyrnu. Tókst þeim þó ekki að vinna niður forskot Ármanns og fór leikurinn 16-13 fyrir Ármanni. Síðari leikur þriðjudagskvöldsins var svo á milli Vallea og XY sem hafa eldað grátt silfur saman upp á síðkastið. Stjörnuleikmaður XY, Minidegreez, er genginn til liðs við Vallea og sýndi sínum fyrri liðsfélögum enga miskunn. Leikurinn var gríðarlega jafn í fyrri hálfleik þar sem liðin skiptust á að eiga góða spretti en Vallea komst langt fram úr XY í þeim síðari. Gálausir leikmenn XY mættu hlupu trekk í trekk beint í flasið á vel undirbúnum leikmönnum Vallea. Missti XY því gjarnan marga menn snemma í lotum sem gerði Vallea auðvelt að hreinsa upp þá sem eftir stóðu. Vallea vann því sannfærandi sigur gegn XY, 16-12. Á föstudagskvöldið mættust svo lið Kórdrengja og Sögu, en leikurinn var afar mikilvægur fyrir bæði lið til að halda sér í baráttunni annars vegar um fjórða sætið, fyrir Sögu, og á botninum fyrir Kórdrengi. Kórdrengir nældu sér í fyrstu þrjár lotur leiksins en Saga bætti um betur og tók næstu 8 lotur með þéttri vörn gegn óákveðnum Kórdrengjum. Kórdrengir bættu örlítið úr stöðunni í síðari hálfleik en allt kom fyrir ekki. Stóð Saga því uppi sem sigurvegari og vann leikinn 16-12. Lokaleikur umferðarinnar var sá sem allir höfðu beðið eftir. Þar mættust ósigrað lið Dusty og Þór sem hefur verið fast á hælana á þeim í öðru sætinu allt tímabilið. Leikurinn fór vel af stað fyrir Dusty sem vann fyrstu þrjár loturnar með stæl en svo tók við sú allra stærsta taphrina sem sést hefur hjá Dusty. Þórsarar unnu hvorki meira né minna en 11 lotur í röð. Leikmenn Dusty reyndu ólík plön í sókninni en sama hvað þeir reyndu þá sáu Þórsarar við þeim. Hvar sem Dusty fór um kortið voru sjóðheitir Þórsarar tilbúnir til að taka á móti þeim og fella. Dabbehhh og Allee voru lang atkvæðamestir fyrir Þór á meðan Dusty tapaði hverju einvíginu á fætur öðru, eitthvað sem ekki mátti búast við. Dusty náði ágætis viðspyrnu í síðari hálfleik þegar liðið lék eins og það er vant að gera, en ekki dugði það til. Að lokum tapaði Dusty því fyrsta leik sínum á tímabilinu, 16-11, og Þórsarar nú komnir enn nær þeim í toppbaráttunni. Staðan Að 13. umferð lokinni hefur uppröðun töflunnar ekkert breyst. Þó má sjá að færri stig en áður skilja að Dusty, Þór og Vallea sem raða sér í efstu þrjú sætin, og það sama má segja um XY, Sögu og Ármann sem fylgja þar á eftir. Róðurinn þyngist því fyrir Fylki og Kórdrengi sem virðast ekki ætla að ná að koma sér upp úr neðstu sætunum í bráð. Næstu leikir Ljósleiðaradeildin heldur áfram í næstu viku og fer 14. umferðin fram dagana 1. og 4. febrúar og er dagskráin eftirfarandi: Saga - Fylkir, 1. feb. kl. 20:30. Kórdrengir - Þór, 1. feb. kl. 21:30. Ármann - XY, 3. feb. kl. 20:30. Vallea - Dusty, 3. feb. kl. 21:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti