Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30.
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30. Vísir

Stórt skref í átt að af­námi sótt­varna­að­gerða verður stigið á mið­nætti þegar fimm­tíu manns mega koma saman, nándar­regla verður einn metri og opna má skemmti­staði á ný. Allar innan­lands­að­gerðir vegna kórónu­veirunnar gætu heyrt sögunni til um miðjan mars.

Við förum yfir á­ætlun stjórn­valda í kvöld­fréttum Stöðvar 2 og ræðum við fólk í veitinga­bransanum og menningar­geiranum, sem að­gerðirnar hafa bitnað hvað mest á.

Þá fjöllum við um verð­bólguna sem er nú í hæstu hæðum. Hag­fræðingur hjá Ís­lands­banka segir að hús­næðis­lán gætu hækkað um mörg hundruð þúsund krónur og varar við því að staðan geti enn versnað.

Við ræðum einnig við Sól­veigu Önnu Jóns­dóttur fyrr­verandi for­mann Eflingar en hún býður sig nú fram á ný og er sigur­viss. Þá snúum við okkur að fræðunum en við­­tengingar­háttur er á hröðu undan­haldi í ís­­lensku og gæti hrein­­lega dáið út á þessari öld, sam­­kvæmt nýrri rann­­sókn.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×