Vonar að útbreidd smit veiti góða vörn fyrir nýjum afbrigðum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. janúar 2022 13:20 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vonast til að hægt verði að aflétta öllu um miðjan mars. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til að öllum sóttvarnaaðgerðum sem eru í gildi innanlands verði búið að aflétta um miðjan marsmánuð. Hann segir að mikilvægt sé að taka smá skref í afléttingum svo ekki komi of stórt bakslag. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti afléttingaáætlun ríkisstjórnarinnar í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis sem hann skilaði fyrr í þessari viku. Fyrsta skrefið verður tekið nú á miðnætti og munu þá fimmtíu mega koma saman í stað tíu eins og í dag. Stefnt er að því að hægt verði að aflétta öllum takmörkunum um miðjan mars. „Mér sýnist þetta vera alveg 97-98 prósent í samræmi. Það eina sem er öðruvísi er að þau láta nýja reglugerð taka gildi núna á miðnætti en ég lagði til að hún tæki ekki gildi fyrr en 3. febrúar eftir að núverandi reglugerð rennur út. Svo rýmka þau aðeins opnunartíma veitingastaða en að öðru leyti er þetta bara samhljóða,“ sagði Þórólfur að loknum blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Safnahúsinu. Stefnir á að næsta skref verði tekið eftir þrjár vikur Þórólfur segist hafa lagt til að næsta skref verði tekið eftir þrjár vikur, eins og tíðkast hefur hingað til, að aðgerðir verði endurmetnar þremur vikum eftir að þær taka gildi. Hann segir þó koma til greina að aflétta meira fyrr verði staðan góð. „Mín tillaga var að rýmka á öllum sviðum og svo um miðjan mars að þá myndum við hætta öllum takmörkunum,“ segir Þórólfur. Hann segir þó að nú verði að fara að líta til landamæranna, en í gegn um þau geti alltaf læðst ný afbrigði veirunnar. „Við verðum hins vegar að skoða aðeins landamærin en reglugerðin þar rennur út í lok febrúar svo við þurfum að skoða hvað við viljum gera þar. Það getur verið mjög mikilvægt að fylgjast áfram með sérstaklega hvaða undirafbrigði af veirunni eru að koma hérna, sérstaklega til þess að vera alveg á tánum með það. Þetta eru eðlileg skref finnst mér,“ segir Þórólfur. „Ástæðan fyrir því er sú að við höfum ekki viljað hafa þessar íþyngjandi aðgerðir of lengi en það er mjög mikilvægt í svon fræðum að þá þurfum við að geta hert mjög hratt ef ástandið versnar hratt skyndilega. Svo er það sem hefur verið mælt með er að aflétta hægt. Það er ekki mjög skynsamlegt að aflétta jafn hratt og við höfum verið að setja aðgerðirnar á. Við komumst upp með það stundum en oft ekki,“ segir hann. Vonar að staðan sé betri núna en síðasta sumar Hann rifjar upp að þegar allsherjarafléttingar voru kynntar í júní í fyrra hafi hann ekki verið neitt rosalega bjartsýnn á að faraldurinn væri búinn, sem reyndist svo rétt. Hann vonar þó að útbreidd smit veiti góða vörn. „Covid er ekki búið núna þó að við séum vissulega að stíga mjög stór skref til að ná tökum á þessari bylgju. Það er vegna þessara útbreiddu smita sem eru í gangi, við fáum mjög gott ónæmi vegna smitanna. Í júní síðastliðnum þá vorum við með góða útbreiðslu bólusetninga og þá höfðum við góðar væntingar til þess að bólusetningin myndi skapa hérna gott hjarðónæmi sem hún gerir kannski ekki alveg eins vel og við vonuðumst til,“ segir Þórólfur. „Nú verðum við bara að sjá til hvað gerist. Fáum við nýtt afbrigði? Breytist þetta eitthvað? Covid er enn í blússi erlendis á mörgum stöðum og það geta komið ný afbrigði. Við þurfum bara að vera viðbúin því en með svona útbreyddri sýkingu held ég að við séum vel í stakk búin til að mæta öðrum tegundum af kórónuveirunni en það verður að koma í ljós.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Svona sér Þórólfur fyrir sér að hægt sé aflétta öllu Gangi allt að óskum er stefnt að því að öllum innanlandsaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins verði hætt þann 14. mars. Reiknað er með að reglur um einangrun og sóttkví verði afnumdar frá og með 24. febrúar 28. janúar 2022 12:36 „Þetta er auðvitað mikil breyting“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að aðgerðaráætlun í átt að afléttingu allra sóttvarnaraðgerða vegna Covid-19 faraldursins séu mikil breyting fyrir samfélagið. Hún vonast til þess að hægt verði að fylgja öllum skrefum áætlunarinnar þannig að öllu verði hér aflétt um miðjan mars-mánuð. 28. janúar 2022 12:17 Fimmtíu mega koma saman á miðnætti og stefna á að aflétta öllu í mars Fimmtíu mega koma saman á miðnætti og eins metra nándarregla tekur jafnframt gildi. Krár og skemmtistaðir mega opna að nýju og opnunartími þeirra og annarra veitingastaða verður lengdur til 23. 28. janúar 2022 11:38 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti afléttingaáætlun ríkisstjórnarinnar í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis sem hann skilaði fyrr í þessari viku. Fyrsta skrefið verður tekið nú á miðnætti og munu þá fimmtíu mega koma saman í stað tíu eins og í dag. Stefnt er að því að hægt verði að aflétta öllum takmörkunum um miðjan mars. „Mér sýnist þetta vera alveg 97-98 prósent í samræmi. Það eina sem er öðruvísi er að þau láta nýja reglugerð taka gildi núna á miðnætti en ég lagði til að hún tæki ekki gildi fyrr en 3. febrúar eftir að núverandi reglugerð rennur út. Svo rýmka þau aðeins opnunartíma veitingastaða en að öðru leyti er þetta bara samhljóða,“ sagði Þórólfur að loknum blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Safnahúsinu. Stefnir á að næsta skref verði tekið eftir þrjár vikur Þórólfur segist hafa lagt til að næsta skref verði tekið eftir þrjár vikur, eins og tíðkast hefur hingað til, að aðgerðir verði endurmetnar þremur vikum eftir að þær taka gildi. Hann segir þó koma til greina að aflétta meira fyrr verði staðan góð. „Mín tillaga var að rýmka á öllum sviðum og svo um miðjan mars að þá myndum við hætta öllum takmörkunum,“ segir Þórólfur. Hann segir þó að nú verði að fara að líta til landamæranna, en í gegn um þau geti alltaf læðst ný afbrigði veirunnar. „Við verðum hins vegar að skoða aðeins landamærin en reglugerðin þar rennur út í lok febrúar svo við þurfum að skoða hvað við viljum gera þar. Það getur verið mjög mikilvægt að fylgjast áfram með sérstaklega hvaða undirafbrigði af veirunni eru að koma hérna, sérstaklega til þess að vera alveg á tánum með það. Þetta eru eðlileg skref finnst mér,“ segir Þórólfur. „Ástæðan fyrir því er sú að við höfum ekki viljað hafa þessar íþyngjandi aðgerðir of lengi en það er mjög mikilvægt í svon fræðum að þá þurfum við að geta hert mjög hratt ef ástandið versnar hratt skyndilega. Svo er það sem hefur verið mælt með er að aflétta hægt. Það er ekki mjög skynsamlegt að aflétta jafn hratt og við höfum verið að setja aðgerðirnar á. Við komumst upp með það stundum en oft ekki,“ segir hann. Vonar að staðan sé betri núna en síðasta sumar Hann rifjar upp að þegar allsherjarafléttingar voru kynntar í júní í fyrra hafi hann ekki verið neitt rosalega bjartsýnn á að faraldurinn væri búinn, sem reyndist svo rétt. Hann vonar þó að útbreidd smit veiti góða vörn. „Covid er ekki búið núna þó að við séum vissulega að stíga mjög stór skref til að ná tökum á þessari bylgju. Það er vegna þessara útbreiddu smita sem eru í gangi, við fáum mjög gott ónæmi vegna smitanna. Í júní síðastliðnum þá vorum við með góða útbreiðslu bólusetninga og þá höfðum við góðar væntingar til þess að bólusetningin myndi skapa hérna gott hjarðónæmi sem hún gerir kannski ekki alveg eins vel og við vonuðumst til,“ segir Þórólfur. „Nú verðum við bara að sjá til hvað gerist. Fáum við nýtt afbrigði? Breytist þetta eitthvað? Covid er enn í blússi erlendis á mörgum stöðum og það geta komið ný afbrigði. Við þurfum bara að vera viðbúin því en með svona útbreyddri sýkingu held ég að við séum vel í stakk búin til að mæta öðrum tegundum af kórónuveirunni en það verður að koma í ljós.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Svona sér Þórólfur fyrir sér að hægt sé aflétta öllu Gangi allt að óskum er stefnt að því að öllum innanlandsaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins verði hætt þann 14. mars. Reiknað er með að reglur um einangrun og sóttkví verði afnumdar frá og með 24. febrúar 28. janúar 2022 12:36 „Þetta er auðvitað mikil breyting“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að aðgerðaráætlun í átt að afléttingu allra sóttvarnaraðgerða vegna Covid-19 faraldursins séu mikil breyting fyrir samfélagið. Hún vonast til þess að hægt verði að fylgja öllum skrefum áætlunarinnar þannig að öllu verði hér aflétt um miðjan mars-mánuð. 28. janúar 2022 12:17 Fimmtíu mega koma saman á miðnætti og stefna á að aflétta öllu í mars Fimmtíu mega koma saman á miðnætti og eins metra nándarregla tekur jafnframt gildi. Krár og skemmtistaðir mega opna að nýju og opnunartími þeirra og annarra veitingastaða verður lengdur til 23. 28. janúar 2022 11:38 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Svona sér Þórólfur fyrir sér að hægt sé aflétta öllu Gangi allt að óskum er stefnt að því að öllum innanlandsaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins verði hætt þann 14. mars. Reiknað er með að reglur um einangrun og sóttkví verði afnumdar frá og með 24. febrúar 28. janúar 2022 12:36
„Þetta er auðvitað mikil breyting“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að aðgerðaráætlun í átt að afléttingu allra sóttvarnaraðgerða vegna Covid-19 faraldursins séu mikil breyting fyrir samfélagið. Hún vonast til þess að hægt verði að fylgja öllum skrefum áætlunarinnar þannig að öllu verði hér aflétt um miðjan mars-mánuð. 28. janúar 2022 12:17
Fimmtíu mega koma saman á miðnætti og stefna á að aflétta öllu í mars Fimmtíu mega koma saman á miðnætti og eins metra nándarregla tekur jafnframt gildi. Krár og skemmtistaðir mega opna að nýju og opnunartími þeirra og annarra veitingastaða verður lengdur til 23. 28. janúar 2022 11:38