„Þetta er auðvitað mikil breyting“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. janúar 2022 12:17 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á blaðamannafundi í dag. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að aðgerðaráætlun í átt að afléttingu allra sóttvarnaraðgerða vegna Covid-19 faraldursins séu mikil breyting fyrir samfélagið. Hún vonast til þess að hægt verði að fylgja öllum skrefum áætlunarinnar þannig að öllu verði hér aflétt um miðjan mars-mánuð. Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Katrínar er hún ræddi við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamann að loknum fréttamannafundi þar sem fyrstu skref í átt að afléttingu sóttvarnaraðgerða voru kynnt, en nánar má lesa um þau hér. „Þetta er auðvitað mikil breyting en um leið mjög varfærin breyting. Það skiptir máli að við séum að taka þessu öruggu en varfærnu skref,“ sagði Katrín. Stefnt er að því að aflétting aðgerða fari fram í þremur skrefum og tekur fyrsta skrefið gildi á miðnætti. Þá mega fimmtíu koma saman auk ýmissa annarra ráðstafana. Í ljósi þess hversu margir greinast með Covid-19 á hverjum degi hér á landi reiknar Katrín með að næstu vikur geti orðið strembnar. „Þetta er auðvitað ótrulegur fjöldi sem er að smitast á hverjum degi og það er auðvitað áskorun fyrir stofnanir samfélagsins, sagði Katrín og bætti við að á næstu vikum gætu reynst snúnar fyrir skóla, opinberar stofnanir og atvinnulífið ef margir þurfa að fara í einangrun.“ Þær aðgerðir sem taka gildi á miðnætti gilda í um þrjár vikur og ef allt gengur vel mun næsta skref verða stigið í átt að fullri afléttingu, og verða samkomutakmarkanir rýmkaðar enn frekar. Þó með þeim fyrirvara að allt gangi vel en Katrín sagði að með því að kynna fyrstu aðgerðir í dag væri enn svigrúm til að grípa í bremsuna þróist faraldurinn í verri átt en reiknað er með í dag. „Okkar fannst rétt að taka ákvörðun um fyrsta skrefið en að við munum miða við þessa afléttingaráætlun og ef allt gengur vel þá munum við fylgja henni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Katrínar er hún ræddi við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamann að loknum fréttamannafundi þar sem fyrstu skref í átt að afléttingu sóttvarnaraðgerða voru kynnt, en nánar má lesa um þau hér. „Þetta er auðvitað mikil breyting en um leið mjög varfærin breyting. Það skiptir máli að við séum að taka þessu öruggu en varfærnu skref,“ sagði Katrín. Stefnt er að því að aflétting aðgerða fari fram í þremur skrefum og tekur fyrsta skrefið gildi á miðnætti. Þá mega fimmtíu koma saman auk ýmissa annarra ráðstafana. Í ljósi þess hversu margir greinast með Covid-19 á hverjum degi hér á landi reiknar Katrín með að næstu vikur geti orðið strembnar. „Þetta er auðvitað ótrulegur fjöldi sem er að smitast á hverjum degi og það er auðvitað áskorun fyrir stofnanir samfélagsins, sagði Katrín og bætti við að á næstu vikum gætu reynst snúnar fyrir skóla, opinberar stofnanir og atvinnulífið ef margir þurfa að fara í einangrun.“ Þær aðgerðir sem taka gildi á miðnætti gilda í um þrjár vikur og ef allt gengur vel mun næsta skref verða stigið í átt að fullri afléttingu, og verða samkomutakmarkanir rýmkaðar enn frekar. Þó með þeim fyrirvara að allt gangi vel en Katrín sagði að með því að kynna fyrstu aðgerðir í dag væri enn svigrúm til að grípa í bremsuna þróist faraldurinn í verri átt en reiknað er með í dag. „Okkar fannst rétt að taka ákvörðun um fyrsta skrefið en að við munum miða við þessa afléttingaráætlun og ef allt gengur vel þá munum við fylgja henni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira