Liverpool sagt ætla að landa Diaz um helgina Sindri Sverrisson skrifar 28. janúar 2022 07:42 Luis Diaz hefur fagnað fjölda marka fyrir Porto í vetur en virðist vera á leið til Liverpool-borgar. Getty/Diogo Cardoso Forráðamenn Liverpool vinna nú að því að landa Luis Diaz, kantmanni Porto, áður en lokað verður fyrir félagaskipti á mánudaginn. Tottenham vildi fá leikmanninn en Liverpool virðist ætla að hafa betur. Þetta fullyrðir meðal annars The Athletic í dag og Sky Sports tekur í svipaðan streng. Diaz er 25 ára gamall landsliðsmaður Kólumbíu. Talið er að Liverpool þurfi að greiða um 60 milljónir evra, um 8,7 milljarða króna, auk viðbótargreiðslna að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Það er nokkuð lægra en 80 milljóna evra verðmiðinn sem Porto var talið ætla að halda sig við, en klásúla er í samningi Diaz við Porto um að félagið verði að selja hann bjóðist það verð. Diaz mun hafa verið í sigti margra af betri liðum Evrópu og Tottenham sótti fast að fá hann áður en janúar er úti. Liverpool on course to sign Luis Diaz from Porto before transfer window shuts. Sources expect fee of around 60m including add-ons to be agreed. 25yo Colombia winger also targeted by Tottenham but is believed to have opted for #LFC @TheAthleticUK #THFC https://t.co/AS1rWMP4KB— David Ornstein (@David_Ornstein) January 28, 2022 Diaz er hins vegar sagður spenntari fyrir því að fara til Liverpool, sem hann mætti tvívegis í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð með Porto. Diaz er á sinni þriðju leiktíð með Porto og hefur skorað 14 mörk í 18 deildarleikjum í vetur, auk þess að skora tvö mörk í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Hann hefur skorað sjö mörk í 31 landsleik fyrir Kólumbíu eftir að hafa orðið markahæstur á Copa America síðasta sumar ásamt Lionel Messi, með fjögur mörk. Enski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Sjá meira
Þetta fullyrðir meðal annars The Athletic í dag og Sky Sports tekur í svipaðan streng. Diaz er 25 ára gamall landsliðsmaður Kólumbíu. Talið er að Liverpool þurfi að greiða um 60 milljónir evra, um 8,7 milljarða króna, auk viðbótargreiðslna að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Það er nokkuð lægra en 80 milljóna evra verðmiðinn sem Porto var talið ætla að halda sig við, en klásúla er í samningi Diaz við Porto um að félagið verði að selja hann bjóðist það verð. Diaz mun hafa verið í sigti margra af betri liðum Evrópu og Tottenham sótti fast að fá hann áður en janúar er úti. Liverpool on course to sign Luis Diaz from Porto before transfer window shuts. Sources expect fee of around 60m including add-ons to be agreed. 25yo Colombia winger also targeted by Tottenham but is believed to have opted for #LFC @TheAthleticUK #THFC https://t.co/AS1rWMP4KB— David Ornstein (@David_Ornstein) January 28, 2022 Diaz er hins vegar sagður spenntari fyrir því að fara til Liverpool, sem hann mætti tvívegis í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð með Porto. Diaz er á sinni þriðju leiktíð með Porto og hefur skorað 14 mörk í 18 deildarleikjum í vetur, auk þess að skora tvö mörk í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Hann hefur skorað sjö mörk í 31 landsleik fyrir Kólumbíu eftir að hafa orðið markahæstur á Copa America síðasta sumar ásamt Lionel Messi, með fjögur mörk.
Enski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Sjá meira