Píla komin í faðm eigenda sinna: „Svo ótrúlega glöð að fá hana aftur“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. janúar 2022 20:01 Margrét Birgisdóttir og Elías Andri Karlsson með Pílu sína. „Mér finnst þetta bara ótrúlegt. Ég fór í þvílíkan tillfinningarússíbana en var svo ótrúlega glöð að fá hana aftur. Hún er líka rosa glöð að vera komin heim,” segir Margrét Birgisdóttir, eigandi hundsins Pílu, sem fannst loks í gær eftir þriggja vikna leit. Pílu hefur verið leitað síðan 6. janúar, eftir að hafa fælst vegna flugelda. Leitin var umfangsmikil og íbúar í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði lögðust á eitt við að finna hundinn og birtu allar mögulegar vísbendingar á Facebook síðunni Leit að Pílu. Það dró síðan til tíðinda í gær þegar kajakræðari kom auga á hana – þar sem hún var lengst uppi í þverhníptu klettabelti í Bolungarvík. Um tuttugu björgunarsveitarmenn héldu upp á fjall og sóttu Pílu, þó ekki vandkvæðalaust, enda þurftu þeir að festa sig í línur og síga síðan niður með hundinn. „Þetta var bara ótrúlegt. Samfélagið stóð algjörlega saman í gær og ég hef bara ekki kynnst öðru eins,” segir Margrét, sem er vonum ánægð með að fá Pílu sína í fangið. Síðustu vikur hafi hins vegar verið afar strembnar. Píla í uppáhalds stólnum sínum. „Ég krassaði algjörlega á viku tvö. Ég var búin að leita svo mikið og með dóttur mína í eftirdragi og reyndi svo mikið að finna hana. Þetta tók mikið á mig,” segir Margrét og bætir við að veðrið hafi verið mjög óhagstætt til leitar. Píla var búin að grafa sig ofan í fönn og þó ekki sé vitað hve lengi hún dvaldi þar telur Margrét það hafa orðið henni til lífs – þar hafi hún líklega náð að standa af sér veðrið. Píla, sem er tíu ára Border Collie tík, braggast furðu vel að sögn Margrétar, þó hún sé heldur grönn. Hundar Bolungarvík Ísafjarðarbær Dýr Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira
Pílu hefur verið leitað síðan 6. janúar, eftir að hafa fælst vegna flugelda. Leitin var umfangsmikil og íbúar í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði lögðust á eitt við að finna hundinn og birtu allar mögulegar vísbendingar á Facebook síðunni Leit að Pílu. Það dró síðan til tíðinda í gær þegar kajakræðari kom auga á hana – þar sem hún var lengst uppi í þverhníptu klettabelti í Bolungarvík. Um tuttugu björgunarsveitarmenn héldu upp á fjall og sóttu Pílu, þó ekki vandkvæðalaust, enda þurftu þeir að festa sig í línur og síga síðan niður með hundinn. „Þetta var bara ótrúlegt. Samfélagið stóð algjörlega saman í gær og ég hef bara ekki kynnst öðru eins,” segir Margrét, sem er vonum ánægð með að fá Pílu sína í fangið. Síðustu vikur hafi hins vegar verið afar strembnar. Píla í uppáhalds stólnum sínum. „Ég krassaði algjörlega á viku tvö. Ég var búin að leita svo mikið og með dóttur mína í eftirdragi og reyndi svo mikið að finna hana. Þetta tók mikið á mig,” segir Margrét og bætir við að veðrið hafi verið mjög óhagstætt til leitar. Píla var búin að grafa sig ofan í fönn og þó ekki sé vitað hve lengi hún dvaldi þar telur Margrét það hafa orðið henni til lífs – þar hafi hún líklega náð að standa af sér veðrið. Píla, sem er tíu ára Border Collie tík, braggast furðu vel að sögn Margrétar, þó hún sé heldur grönn.
Hundar Bolungarvík Ísafjarðarbær Dýr Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira