Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni sagðir ráða hermenn sér til varnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2022 10:30 Um er að ræða fyrrum hermenn þannig að þeir verða nú ekki í fullum skrúða á heimilum leikmannanna. EPA-EFE/JULIEN WARNAND Það er gömul frétt og ný að brotist sé inn á heimili leikmanna í ensku úrvalsdeildinni á meðan þeir eru að spila og það hefur verið nóg af slíkum fréttum að undanförnu. Glæpamennirnir geta fylgst með leikmönnunum í beinni í sjónvarpinu og vita því nákvæmlega hvenær þeir eru ekki heima hjá sér. Nú ætla sumar fótboltastjörnurnar að snúa vörn í sókn og sækja sér hjálp í að verja heimili sín. Victor Lindelof and Joao Cancelo were amongst the most recent players to have their homes burgled. https://t.co/y6HI8RjCNL— SPORTbible (@sportbible) January 26, 2022 Nýjasta fórnarlambið er sænski landsliðsmiðvörðurinn Victor Nilsson Lindelöf hjá Manchester United. Í síðustu viku var brotist inn á heimili hans á meðan hann var að spila með United. Kona hans og tvö ung börn voru heima. Maja Nilsson Lindelöf sagði frá upplifun sinn á samfélagsmiðlum. „Á meðan Victor var að spila á miðvikudagskvöldið þá var brotist inn hjá okkur í Manchester. Ég var ein heima með bæði börnin okkar en okkur tókst að fela okkur með því að læsa okkur inn í einu herberginu áður en þeir komust inn í húsið. Við erum í lagi miðað við allt sem gekk á en auðvitað var þetta áfall, bæði fyrir mig og börnin,“ skrifaði Maja Nilsson Lindelöf. Premier League stars hiring former SAS soldiers to protect family homes against burglarshttps://t.co/rEKXvV4ZVN pic.twitter.com/sYu3Z2ykZd— Mirror Football (@MirrorFootball) January 25, 2022 Öll þessi innbrot eru orðin stórt vandamál með þekktra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni. Enskir miðlar segja frá því að sumir leikmanna hafa ákveðið að taka til sinna ráða með því að sækja sér hjálp fyrrum sérsveitarmeðlima úr breska hernum. Fyrrum hermenn úr SAS sveit breska hersins hafa nefnilega ráðið sig í vinnu og hafa þeir það starf að verja heimili leikmannanna þegar þeir eru í burtu. „Margir leikmenn hafa fengið sér varðhunda en í sumum tilfellum vilja þeir hafa menn í húsinu og þess vegna hafa þeir leitað til fyrirtækja sem hafa menn í vinnu sem voru áður í sérsveitum hersins,“ hefur Daily Mail eftir manni sem þekkir vel til. Jittery Premier League stars call in SAS soldiers to protect their families - Daily Mail https://t.co/TWppzQGGm7 #JitteryPremierLeaguestarscallSASsoldiersprotectfamilies pic.twitter.com/AMONmdmjKS— SPORTARUCE (@sportaruce) January 25, 2022 Enski boltinn England Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Sjá meira
Glæpamennirnir geta fylgst með leikmönnunum í beinni í sjónvarpinu og vita því nákvæmlega hvenær þeir eru ekki heima hjá sér. Nú ætla sumar fótboltastjörnurnar að snúa vörn í sókn og sækja sér hjálp í að verja heimili sín. Victor Lindelof and Joao Cancelo were amongst the most recent players to have their homes burgled. https://t.co/y6HI8RjCNL— SPORTbible (@sportbible) January 26, 2022 Nýjasta fórnarlambið er sænski landsliðsmiðvörðurinn Victor Nilsson Lindelöf hjá Manchester United. Í síðustu viku var brotist inn á heimili hans á meðan hann var að spila með United. Kona hans og tvö ung börn voru heima. Maja Nilsson Lindelöf sagði frá upplifun sinn á samfélagsmiðlum. „Á meðan Victor var að spila á miðvikudagskvöldið þá var brotist inn hjá okkur í Manchester. Ég var ein heima með bæði börnin okkar en okkur tókst að fela okkur með því að læsa okkur inn í einu herberginu áður en þeir komust inn í húsið. Við erum í lagi miðað við allt sem gekk á en auðvitað var þetta áfall, bæði fyrir mig og börnin,“ skrifaði Maja Nilsson Lindelöf. Premier League stars hiring former SAS soldiers to protect family homes against burglarshttps://t.co/rEKXvV4ZVN pic.twitter.com/sYu3Z2ykZd— Mirror Football (@MirrorFootball) January 25, 2022 Öll þessi innbrot eru orðin stórt vandamál með þekktra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni. Enskir miðlar segja frá því að sumir leikmanna hafa ákveðið að taka til sinna ráða með því að sækja sér hjálp fyrrum sérsveitarmeðlima úr breska hernum. Fyrrum hermenn úr SAS sveit breska hersins hafa nefnilega ráðið sig í vinnu og hafa þeir það starf að verja heimili leikmannanna þegar þeir eru í burtu. „Margir leikmenn hafa fengið sér varðhunda en í sumum tilfellum vilja þeir hafa menn í húsinu og þess vegna hafa þeir leitað til fyrirtækja sem hafa menn í vinnu sem voru áður í sérsveitum hersins,“ hefur Daily Mail eftir manni sem þekkir vel til. Jittery Premier League stars call in SAS soldiers to protect their families - Daily Mail https://t.co/TWppzQGGm7 #JitteryPremierLeaguestarscallSASsoldiersprotectfamilies pic.twitter.com/AMONmdmjKS— SPORTARUCE (@sportaruce) January 25, 2022
Enski boltinn England Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Sjá meira