Risabreyting hjá Anníe Mist á næstu heimsleikum í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2022 09:31 Anníe Mist Þórisdóttir varð í þriðja sæti á síðustu heimsleikum en mun ekki keppa sem einstaklingur á heimsmeistaramótinu í ár. Skjámynd/Instagram/@anniethorisdottir Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir ætlar sér að keppa á næstu heimsleikum en hún verður þó í allt öðru hlutverki en hingað til. Anníe Mist tilkynnti á samfélagsmiðlum sínum að hún sé búin að setja saman lið og ætli því ekki að keppa í einstaklingskeppninni á 2022 tímabilinu heldur í liðakeppninni. Liðið hennar verður þjálfað af manni hennar Frederik Ægidius en væntanlegir liðsfélagar okkar konu eru engir aukvisar heldur þau Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo. Blaðamenn Morning Chalk Up hafa trú á þessu liði og slá því upp að Anníe Mist sé búin að setja saman sannkallað ofurlið. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Anníe Mist hefur tvisvar sinnum orðið heimsmeistari kvenna í CrossFit og vann bronsið á síðustu heimsleikum þar sem hún var að verðlaunapallinum í sjötta sinn á ferlinum. Fyrstu heimsleikar Anníe voru árið 2009 og þrátt fyrir þessa breytingu í ár þá er hún þó ekki búin að útiloka það að keppa sem einstaklingur aftur. „Ég algjörlega elskaði síðasta tímabil og er svo þakklát fyrir hvað allt gengur vel á æfingum. Ég er enn að verða betri og ég er mjög spennt fyrir komandi tímabili,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir á Instagram síðu sína. Hún hefur aldrei keppt í liðakeppni á heimsleikum en hefur þó tekið þátt í liðakeppni á öðrum mótum. Hún myndaði Rogue Team Balck árið 2016 með þeim Rich Froning, Josh Bridges og Katrínu Tönju Davíðsdóttur. Þá vann Anníe Mist WOW stronger mótið bæði 2017 og 2018 og þá unnu hún og Katrín Tanja saman Butcher’s Classic mótið árið 2019. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Ég hef viljað vera hluti af liði í þó nokkurn tíma en hef aldrei látið verða að því. Rétta tækifærið gafst aldrei en fyrir 2022 tímabilið þá passaði þetta allt svo vel,“ skrifaði Anníe Mist. „Þetta þýðir samt ekkert fyrir 2023 tímabilið. Ég tek alltaf bara eitt ár í einu en þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég er spennt fyrir því að æfa og vinna með þeim Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég hef kannski verið að keppa sem einstaklingur allan minn feril en ég hef samt aldrei verið ein. Nú fæ ég tækifæri til að stækka liðið mitt og upplifa skin og skúri á keppnisgólfinu þremur nýjum liðsfélögum mínum,“ skrifaði Anníe. CrossFit Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Fleiri fréttir Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni Sjá meira
Anníe Mist tilkynnti á samfélagsmiðlum sínum að hún sé búin að setja saman lið og ætli því ekki að keppa í einstaklingskeppninni á 2022 tímabilinu heldur í liðakeppninni. Liðið hennar verður þjálfað af manni hennar Frederik Ægidius en væntanlegir liðsfélagar okkar konu eru engir aukvisar heldur þau Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo. Blaðamenn Morning Chalk Up hafa trú á þessu liði og slá því upp að Anníe Mist sé búin að setja saman sannkallað ofurlið. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Anníe Mist hefur tvisvar sinnum orðið heimsmeistari kvenna í CrossFit og vann bronsið á síðustu heimsleikum þar sem hún var að verðlaunapallinum í sjötta sinn á ferlinum. Fyrstu heimsleikar Anníe voru árið 2009 og þrátt fyrir þessa breytingu í ár þá er hún þó ekki búin að útiloka það að keppa sem einstaklingur aftur. „Ég algjörlega elskaði síðasta tímabil og er svo þakklát fyrir hvað allt gengur vel á æfingum. Ég er enn að verða betri og ég er mjög spennt fyrir komandi tímabili,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir á Instagram síðu sína. Hún hefur aldrei keppt í liðakeppni á heimsleikum en hefur þó tekið þátt í liðakeppni á öðrum mótum. Hún myndaði Rogue Team Balck árið 2016 með þeim Rich Froning, Josh Bridges og Katrínu Tönju Davíðsdóttur. Þá vann Anníe Mist WOW stronger mótið bæði 2017 og 2018 og þá unnu hún og Katrín Tanja saman Butcher’s Classic mótið árið 2019. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Ég hef viljað vera hluti af liði í þó nokkurn tíma en hef aldrei látið verða að því. Rétta tækifærið gafst aldrei en fyrir 2022 tímabilið þá passaði þetta allt svo vel,“ skrifaði Anníe Mist. „Þetta þýðir samt ekkert fyrir 2023 tímabilið. Ég tek alltaf bara eitt ár í einu en þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég er spennt fyrir því að æfa og vinna með þeim Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég hef kannski verið að keppa sem einstaklingur allan minn feril en ég hef samt aldrei verið ein. Nú fæ ég tækifæri til að stækka liðið mitt og upplifa skin og skúri á keppnisgólfinu þremur nýjum liðsfélögum mínum,“ skrifaði Anníe.
CrossFit Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Fleiri fréttir Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni Sjá meira