Risabreyting hjá Anníe Mist á næstu heimsleikum í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2022 09:31 Anníe Mist Þórisdóttir varð í þriðja sæti á síðustu heimsleikum en mun ekki keppa sem einstaklingur á heimsmeistaramótinu í ár. Skjámynd/Instagram/@anniethorisdottir Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir ætlar sér að keppa á næstu heimsleikum en hún verður þó í allt öðru hlutverki en hingað til. Anníe Mist tilkynnti á samfélagsmiðlum sínum að hún sé búin að setja saman lið og ætli því ekki að keppa í einstaklingskeppninni á 2022 tímabilinu heldur í liðakeppninni. Liðið hennar verður þjálfað af manni hennar Frederik Ægidius en væntanlegir liðsfélagar okkar konu eru engir aukvisar heldur þau Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo. Blaðamenn Morning Chalk Up hafa trú á þessu liði og slá því upp að Anníe Mist sé búin að setja saman sannkallað ofurlið. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Anníe Mist hefur tvisvar sinnum orðið heimsmeistari kvenna í CrossFit og vann bronsið á síðustu heimsleikum þar sem hún var að verðlaunapallinum í sjötta sinn á ferlinum. Fyrstu heimsleikar Anníe voru árið 2009 og þrátt fyrir þessa breytingu í ár þá er hún þó ekki búin að útiloka það að keppa sem einstaklingur aftur. „Ég algjörlega elskaði síðasta tímabil og er svo þakklát fyrir hvað allt gengur vel á æfingum. Ég er enn að verða betri og ég er mjög spennt fyrir komandi tímabili,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir á Instagram síðu sína. Hún hefur aldrei keppt í liðakeppni á heimsleikum en hefur þó tekið þátt í liðakeppni á öðrum mótum. Hún myndaði Rogue Team Balck árið 2016 með þeim Rich Froning, Josh Bridges og Katrínu Tönju Davíðsdóttur. Þá vann Anníe Mist WOW stronger mótið bæði 2017 og 2018 og þá unnu hún og Katrín Tanja saman Butcher’s Classic mótið árið 2019. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Ég hef viljað vera hluti af liði í þó nokkurn tíma en hef aldrei látið verða að því. Rétta tækifærið gafst aldrei en fyrir 2022 tímabilið þá passaði þetta allt svo vel,“ skrifaði Anníe Mist. „Þetta þýðir samt ekkert fyrir 2023 tímabilið. Ég tek alltaf bara eitt ár í einu en þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég er spennt fyrir því að æfa og vinna með þeim Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég hef kannski verið að keppa sem einstaklingur allan minn feril en ég hef samt aldrei verið ein. Nú fæ ég tækifæri til að stækka liðið mitt og upplifa skin og skúri á keppnisgólfinu þremur nýjum liðsfélögum mínum,“ skrifaði Anníe. CrossFit Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Sjá meira
Anníe Mist tilkynnti á samfélagsmiðlum sínum að hún sé búin að setja saman lið og ætli því ekki að keppa í einstaklingskeppninni á 2022 tímabilinu heldur í liðakeppninni. Liðið hennar verður þjálfað af manni hennar Frederik Ægidius en væntanlegir liðsfélagar okkar konu eru engir aukvisar heldur þau Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo. Blaðamenn Morning Chalk Up hafa trú á þessu liði og slá því upp að Anníe Mist sé búin að setja saman sannkallað ofurlið. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Anníe Mist hefur tvisvar sinnum orðið heimsmeistari kvenna í CrossFit og vann bronsið á síðustu heimsleikum þar sem hún var að verðlaunapallinum í sjötta sinn á ferlinum. Fyrstu heimsleikar Anníe voru árið 2009 og þrátt fyrir þessa breytingu í ár þá er hún þó ekki búin að útiloka það að keppa sem einstaklingur aftur. „Ég algjörlega elskaði síðasta tímabil og er svo þakklát fyrir hvað allt gengur vel á æfingum. Ég er enn að verða betri og ég er mjög spennt fyrir komandi tímabili,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir á Instagram síðu sína. Hún hefur aldrei keppt í liðakeppni á heimsleikum en hefur þó tekið þátt í liðakeppni á öðrum mótum. Hún myndaði Rogue Team Balck árið 2016 með þeim Rich Froning, Josh Bridges og Katrínu Tönju Davíðsdóttur. Þá vann Anníe Mist WOW stronger mótið bæði 2017 og 2018 og þá unnu hún og Katrín Tanja saman Butcher’s Classic mótið árið 2019. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Ég hef viljað vera hluti af liði í þó nokkurn tíma en hef aldrei látið verða að því. Rétta tækifærið gafst aldrei en fyrir 2022 tímabilið þá passaði þetta allt svo vel,“ skrifaði Anníe Mist. „Þetta þýðir samt ekkert fyrir 2023 tímabilið. Ég tek alltaf bara eitt ár í einu en þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég er spennt fyrir því að æfa og vinna með þeim Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég hef kannski verið að keppa sem einstaklingur allan minn feril en ég hef samt aldrei verið ein. Nú fæ ég tækifæri til að stækka liðið mitt og upplifa skin og skúri á keppnisgólfinu þremur nýjum liðsfélögum mínum,“ skrifaði Anníe.
CrossFit Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Sjá meira