Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í kvöld. Hallgrímur hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir skáldsöguna Sextíu kíló af kjaftshöggum. Hann sagðist vera næstum orðlaus þegar hann tók við verðlaununum í þriðja sinn, en sýnt var frá athöfninni í beinni útsendingu á RÚV.
Hallgrímur hafði áður hlotið verðlaunin fyrir Höfund Íslands árið 2001 og Sextíu kíló af sólskini árið 2018.
Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum; flokki fagurbókmennta, flokki barna- og ungmennabóka og flokki fræðibóka og bóka almenns efnis.
Íslensku bókmenntaverðlaunin nema einni milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk og eru kostuð af Félagi íslenskra bókaútgefenda.
Í flokki fræðibóka og rita almenns efnis hlaut Sigrún Helgadóttir fyrir Sigurður Þórarinsson: Mynd af manni I-II.
Í flokki barna- og ungmennabóka hlaut Þórunn Rakel Gylfadóttir fyrir Akam, ég og Annika.
Nánar má lesa um verðlaunin á hlekknum hér fyrir neðan.