Innlent

Í basli á leið yfir Hellisheiði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eins og sjá má er skyggni afar lítið á Hellisheiðinni.
Eins og sjá má er skyggni afar lítið á Hellisheiðinni. Vegagerðin

Appelsínugul viðvörun er á suðvesturhorni landsins en afar hvasst er á þessum hluta landsins. Öllum flugferðum frá Keflavíkurflugvelli í morgun var aflýst og bílar eiga sumir hverjir í basli með að komast yfir Hellisheiðina.

Nokkur úrkoma hefur verið austan Hellisheiðarinnar en snjókoma í kömbunum og versnar skyggnið svo eftir því sem vestar er farið á sjálfri heiðinni. Þar er heldur blint og samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa einhverjir bílar lent í basli og hafnað utan vegar.

Bíll á leiðinni upp Kambana, úr rigningu og roki í snjókomu og rok.Vegagerðin

Tengdar fréttir

Ferða­löngum snúið við vegna vonsku­veðurs

Öllu flugi Icelandair, sem fara átti frá Keflavíkurflugvelli fyrir hádegi í dag, hefur verið aflýst vegna vonskuveðurs. Flugi Play til Tenerife og Alicante hefur sömuleiðis verið frestað um sólarhring.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×