Hollenska stórveldið samdi við Kristian: „Fjölskyldan er stolt af mér“ Sindri Sverrisson skrifar 25. janúar 2022 14:02 Kristian Nökkvi Hlynsson skrifar undir nýja samninginn við Ajax. ajax.nl Knattspyrnumaðurinn ungi Kristian Nökkvi Hlynsson hefur tryggt sér langtímasamning hjá hollenska stórveldinu Ajax með frammistöðu sinni í vetur. Kristian, sem Ronald de Boer kallaði „hinn íslenska De Bruyne“, var með samning við Ajax sem gilti til ársins 2023. Nú hefur þessi 18 ára gamli miðjumaður skrifað undir nýjan samning sem gildir til 30. júní árið 2026. „Ég varð 18 ára á sunnudaginn og þetta er góð afmælisgjöf,“ sagði Kristian við heimasíðu Ajax. „Ég er mjög ánægður með að geta fagnað þessu með pabba mínum [Hlyni Svan Eiríksysni]. Fjölskyldan er stolt af mér. Mér finnst líka frábært að félagið hafi trú á mér. Vonandi get ég endurgoldið traustið,“ sagði Kristian sem stefnir á að stimpla sig inn í aðallið Ajax og spila í hollensku úrvalsdeildinni, og vinna sér svo sess í íslenska A-landsliðinu. Hlynsson: 'Denk dat mijn familie trots is' #ForTheFuture— AFC Ajax (@AFCAjax) January 25, 2022 Kristian, sem er fæddur í Danmörku, lék með yngri flokkum Breiðabliks áður en hann fór til Ajax í janúar 2020. Hann hefur á síðustu 40 dögum spilað sína fyrstu tvo leiki fyrir aðallið Ajax, í hollenska bikarnum, og skorað í þeim báðum. Þá hefur hann leikið 21 leik fyrir varalið Ajax frá því að hann kom frá Breiðabliki. Kristian á að baki 17 leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af fjóra fyrir U21-landsliðið í undankeppni EM á síðasta ári, þar sem hann lék með bróður sínum Ágústi Eðvaldi. Hann skoraði í einum þeirra leikja, í 3-0 sigri gegn Liechtenstein. Ajax er sigursælasta félag í sögu hollenskrar knattspyrnu, með 35 Hollandsmeistaratitla og 20 bikarmeistaratitla. Liðið er ríkjandi meistari og á toppi hollensku deildarinnar, undir stjórn Eriks ten Hag sem sagður er í sigti Manchester United. Hollenski boltinn Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Sjá meira
Kristian, sem Ronald de Boer kallaði „hinn íslenska De Bruyne“, var með samning við Ajax sem gilti til ársins 2023. Nú hefur þessi 18 ára gamli miðjumaður skrifað undir nýjan samning sem gildir til 30. júní árið 2026. „Ég varð 18 ára á sunnudaginn og þetta er góð afmælisgjöf,“ sagði Kristian við heimasíðu Ajax. „Ég er mjög ánægður með að geta fagnað þessu með pabba mínum [Hlyni Svan Eiríksysni]. Fjölskyldan er stolt af mér. Mér finnst líka frábært að félagið hafi trú á mér. Vonandi get ég endurgoldið traustið,“ sagði Kristian sem stefnir á að stimpla sig inn í aðallið Ajax og spila í hollensku úrvalsdeildinni, og vinna sér svo sess í íslenska A-landsliðinu. Hlynsson: 'Denk dat mijn familie trots is' #ForTheFuture— AFC Ajax (@AFCAjax) January 25, 2022 Kristian, sem er fæddur í Danmörku, lék með yngri flokkum Breiðabliks áður en hann fór til Ajax í janúar 2020. Hann hefur á síðustu 40 dögum spilað sína fyrstu tvo leiki fyrir aðallið Ajax, í hollenska bikarnum, og skorað í þeim báðum. Þá hefur hann leikið 21 leik fyrir varalið Ajax frá því að hann kom frá Breiðabliki. Kristian á að baki 17 leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af fjóra fyrir U21-landsliðið í undankeppni EM á síðasta ári, þar sem hann lék með bróður sínum Ágústi Eðvaldi. Hann skoraði í einum þeirra leikja, í 3-0 sigri gegn Liechtenstein. Ajax er sigursælasta félag í sögu hollenskrar knattspyrnu, með 35 Hollandsmeistaratitla og 20 bikarmeistaratitla. Liðið er ríkjandi meistari og á toppi hollensku deildarinnar, undir stjórn Eriks ten Hag sem sagður er í sigti Manchester United.
Hollenski boltinn Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Sjá meira