Anna stingur upp á því að þeir sem eiga ekki bjöllu eða lóð noti fullan þvottabrúsa, bækur í poka eða annað til að redda sér. Þetta eru frábærar styrktaræfingar fyrir allan líkamann þar sem hver æfing er unnin í 45 sekúndur, engin hvíld á milli og tíminn flýgur áfram.
Líkt og alltaf er æfingin gerð á dýnu. Hún er í kringum fimmtán mínútur en þeir sem vilja meiri áskorun geta gert æfinguna oftar en einu sinni, eða bætt við eldri heimaæfingu.
Fyrstu fimm þættina af Hreyfum okkur saman má finna HÉR á Vísi.
Í þáttunum Hreyfum okkur saman fer Anna Eiríks yfir einfaldar æfingar sem hægt er að gera heimavið. Þættirnir koma út á mánudögum og fimmtudögum á Vísi og Stöð 2+.