„Þetta er hún kæra móðir mín sem ég man ekki eftir að hafi blótað nokkru sinni“ Jakob Bjarnar skrifar 24. janúar 2022 12:57 Inga Þyri er orðin 78 ára gömul og hún er sannarlega ekki að stressa sig á látunum sem hafa orðið vegna auglýsingar sem hún lék í. Inga Þyri er orðin eftirsótt í auglýsingar og kvikmyndir, sem hún segir óvæntan feril á efri árum. Kjartan Jónsson framkvæmdastjóri og kennari segist ekki reka minni til þess að móðir hans, sem leikur í umdeildri auglýsingu Kjarnafæðis þar sem blótsyrði eru höfð uppi, hafi nokkru sinni blótað. „Þetta er hún kæra móðir mín sem ég man ekki eftir að hafi blótað nokkru sinni,“ segir Kjartan á Facebook-síðu sinni. Í þorrablótsauglýsingu Kjarnafæðis er viðhaft bölv og ragn en er þar verði að snúa upp á merkingu orðsins blót. Blótsyrðin fóru fyrir brjóstið á mörgum siðprúðum manninum. Inga Þyri Kjartansdóttir leikur í auglýsingunni og hún segir í samtali við Vísi að henni hafi í fyrstu brugðið – auðvitað – en svo hafi hún áttað sig á því hver tilgangurinn var og þá hafi henni fundist þetta vel til fundið. „Þetta var náttúrlega beita hjá auglýsingastofunni og hún tókst fullkomlega,“ segir Inga Þyri. Prestar og kirkjuræknir ósáttir Vísir hefur fjallað um málið en Samband íslenskra kristniboðsfélaga hafði þá hvatt Ríkisútvarpið til að taka auglýsinguna úr umferð vegna blótsyrða. Kirkjunnar menn virðast ekki setja það fyrir sig að þetta er heiðinn siður og vilja hlutast til um málið. Ragnar Gunnarsson, prestur og framkvæmdastjóri Sambands íslenskra kristniboðsfélaga, sagði í samtali við fréttastofuna að menn átti sig á tvíræðninni, en þetta sé ekki fallegt. „Það er auðséð að sumir ætla sér ekki að versla við þetta fyrirtæki á næstunni. Okkar fólk er ekki ánægt með þetta. Þetta misbýður sumum. Öðrum finnst þetta bara til skammar,“ segir Ragnar. Lætur sér hvergi bregða og segir auglýsinguna fyndna Inga Þyri, sem er orðin 78 ára gömul, lætur sér hins vegar hvergi bregða. Hún segir skondið hvernig allt þetta er til komið. Hún fór í myndatöku vegna kosningamyndbands, kynning á kosningasjónvarpinu og áður en hún vissi af var hún komin í átta verkefni; tvær kvikmyndir og sex auglýsingar. „Fyndið að ellilífeyrisþegi sem er löngu hættur að vinna lendir allt í einu í nýju áhugamáli,“ segir Inga Þyri sem í áratugi var virk í starfi Framsóknarflokksins, sat meðal annars í bæjarstjórn Kópavogs og var framkvæmdastjóri Landssambands framsóknarkvenna. Hún lýsir því svo að hún hafi í fyrstu verið beðin um að koma í myndatöku fyrir Kjarnafæði vegna þorrablótsauglýsingarinnar en það hafi svo undið upp á sig. „Ég les nú ekki þennan texta. Það gerir Ragnheiður Steinþórsdóttir leikkona. Ég veit nú ekki nema ég hefði hikstað á þessum texta, þetta er nú ekki minn talsmáti. En ég skellihló sjálf að þessum auglýsingum. Mér fannst þetta frekar fyndið.“ Barátta milli Suður- og Norðurlands Inga Þyri segir að enn einn snúingurinn á þessu máli hafi svo komið upp eftir að Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður á Selfossi tók upp á því að lýsa sig innilega sammála prestum þeim sem vildu fordæma auglýsinguna. „Þá var þetta orðin barátta milli norður og suðurs, Kjarnafæðis og SS. Stórskemmtilegt í rauninni: Sunnanmenn setji sig upp á móti þessu því þetta er frá Kjarnafæði fyrir norðan. Það eru ýmsar hliðar á þessu. Ég held að þessi auglýsingaherferð hafi tekist mjög vel, stutt, snarpt og vakti mikla athygli. Er það ekki það sem auglýsingum er ætlað að gera?“ spyr Inga Þyri og telur sig vita svarið við þeirri spurningu. Auglýsinga- og markaðsmál Þorramatur Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Í þorrablótsauglýsingu Kjarnafæðis er viðhaft bölv og ragn en er þar verði að snúa upp á merkingu orðsins blót. Blótsyrðin fóru fyrir brjóstið á mörgum siðprúðum manninum. Inga Þyri Kjartansdóttir leikur í auglýsingunni og hún segir í samtali við Vísi að henni hafi í fyrstu brugðið – auðvitað – en svo hafi hún áttað sig á því hver tilgangurinn var og þá hafi henni fundist þetta vel til fundið. „Þetta var náttúrlega beita hjá auglýsingastofunni og hún tókst fullkomlega,“ segir Inga Þyri. Prestar og kirkjuræknir ósáttir Vísir hefur fjallað um málið en Samband íslenskra kristniboðsfélaga hafði þá hvatt Ríkisútvarpið til að taka auglýsinguna úr umferð vegna blótsyrða. Kirkjunnar menn virðast ekki setja það fyrir sig að þetta er heiðinn siður og vilja hlutast til um málið. Ragnar Gunnarsson, prestur og framkvæmdastjóri Sambands íslenskra kristniboðsfélaga, sagði í samtali við fréttastofuna að menn átti sig á tvíræðninni, en þetta sé ekki fallegt. „Það er auðséð að sumir ætla sér ekki að versla við þetta fyrirtæki á næstunni. Okkar fólk er ekki ánægt með þetta. Þetta misbýður sumum. Öðrum finnst þetta bara til skammar,“ segir Ragnar. Lætur sér hvergi bregða og segir auglýsinguna fyndna Inga Þyri, sem er orðin 78 ára gömul, lætur sér hins vegar hvergi bregða. Hún segir skondið hvernig allt þetta er til komið. Hún fór í myndatöku vegna kosningamyndbands, kynning á kosningasjónvarpinu og áður en hún vissi af var hún komin í átta verkefni; tvær kvikmyndir og sex auglýsingar. „Fyndið að ellilífeyrisþegi sem er löngu hættur að vinna lendir allt í einu í nýju áhugamáli,“ segir Inga Þyri sem í áratugi var virk í starfi Framsóknarflokksins, sat meðal annars í bæjarstjórn Kópavogs og var framkvæmdastjóri Landssambands framsóknarkvenna. Hún lýsir því svo að hún hafi í fyrstu verið beðin um að koma í myndatöku fyrir Kjarnafæði vegna þorrablótsauglýsingarinnar en það hafi svo undið upp á sig. „Ég les nú ekki þennan texta. Það gerir Ragnheiður Steinþórsdóttir leikkona. Ég veit nú ekki nema ég hefði hikstað á þessum texta, þetta er nú ekki minn talsmáti. En ég skellihló sjálf að þessum auglýsingum. Mér fannst þetta frekar fyndið.“ Barátta milli Suður- og Norðurlands Inga Þyri segir að enn einn snúingurinn á þessu máli hafi svo komið upp eftir að Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður á Selfossi tók upp á því að lýsa sig innilega sammála prestum þeim sem vildu fordæma auglýsinguna. „Þá var þetta orðin barátta milli norður og suðurs, Kjarnafæðis og SS. Stórskemmtilegt í rauninni: Sunnanmenn setji sig upp á móti þessu því þetta er frá Kjarnafæði fyrir norðan. Það eru ýmsar hliðar á þessu. Ég held að þessi auglýsingaherferð hafi tekist mjög vel, stutt, snarpt og vakti mikla athygli. Er það ekki það sem auglýsingum er ætlað að gera?“ spyr Inga Þyri og telur sig vita svarið við þeirri spurningu.
Auglýsinga- og markaðsmál Þorramatur Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira