Franskur ævintýramaður fannst látinn við Asóreyjar Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2022 13:58 Jean-Jacques Savin um borð í árabát sínum. Facebook Hinn 75 ára gamli ævintýramaður Jean-Jacques Savin fannst í gær látinn undan ströndum Asóreyja. Í byrjun árs lagði hann af stað á sérsmíðuðum bát sem hann ætlaði að róa yfir Atlantshafið. Hann lagði af stað frá Portúgal þann 1. janúar og átti ferðin að taka um hundrað daga. Savin, sem varð 75 ára gamall á sjó þann 14. janúar, hafði lýst ferðinni sem hans síðasta ævintýri. Hann virkjaði neyðarsenda bátsins á fimmtudaginn en báturinn sást á hvolfi á föstudaginn og í gær voru kafarar sendir á vettvang. Þeir fundu lík ævintýramannsins um borð. Í tilkynningu á Facebooksíðu Savin segir að ekki verði gefnar meiri upplýsingar um dauða hans fyrr en frekari upplýsingar um hvernig hann bar að liggi fyrir. Í sínum síðustu skilaboðum, sem hann sendi frá sér á miðvikudaginn, sagði Savin frá því að sólarrafhlaða hans hefði bilað en hana notaði hann til að keyra tæki til að eima sjó svo hann hefði drykkjarvatn. Hann sagðist þó ekki í hættu. Þá nefndi hann að veðurspár gerðu ráð fyrir sterkum vindhviðum og öldugangi og sagðist Savin vonast til þess að veðrið myndi hjálpa honum að ná til Asóreyja. Árið 2019 ferðaðist Savin yfir Atlantshafið í tunnu. Hann hafði einnig, samkvæmt frétt Washington Post, farið yfir hafið á seglbát, klifrað á tind Mount Blanc og synt fjórum sinnum yfir Arcachon-flóa í Frakklandi. Hefði honum tekist ætlunarverk sitt hefði hann orðið elsti maðurinn til að róa yfir Atlantshafið en núverandi methafi er breskur maður sem fór yfir hafið 72 ára gamall. Frakkland Portúgal Andlát Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Hann lagði af stað frá Portúgal þann 1. janúar og átti ferðin að taka um hundrað daga. Savin, sem varð 75 ára gamall á sjó þann 14. janúar, hafði lýst ferðinni sem hans síðasta ævintýri. Hann virkjaði neyðarsenda bátsins á fimmtudaginn en báturinn sást á hvolfi á föstudaginn og í gær voru kafarar sendir á vettvang. Þeir fundu lík ævintýramannsins um borð. Í tilkynningu á Facebooksíðu Savin segir að ekki verði gefnar meiri upplýsingar um dauða hans fyrr en frekari upplýsingar um hvernig hann bar að liggi fyrir. Í sínum síðustu skilaboðum, sem hann sendi frá sér á miðvikudaginn, sagði Savin frá því að sólarrafhlaða hans hefði bilað en hana notaði hann til að keyra tæki til að eima sjó svo hann hefði drykkjarvatn. Hann sagðist þó ekki í hættu. Þá nefndi hann að veðurspár gerðu ráð fyrir sterkum vindhviðum og öldugangi og sagðist Savin vonast til þess að veðrið myndi hjálpa honum að ná til Asóreyja. Árið 2019 ferðaðist Savin yfir Atlantshafið í tunnu. Hann hafði einnig, samkvæmt frétt Washington Post, farið yfir hafið á seglbát, klifrað á tind Mount Blanc og synt fjórum sinnum yfir Arcachon-flóa í Frakklandi. Hefði honum tekist ætlunarverk sitt hefði hann orðið elsti maðurinn til að róa yfir Atlantshafið en núverandi methafi er breskur maður sem fór yfir hafið 72 ára gamall.
Frakkland Portúgal Andlát Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira