Tólf smit og allir markmenn liðsins úr leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. janúar 2022 10:01 Ali Ahamada, markvörður Kómoreyja, er einn af þeim sem er smitaður. Ulrik Pedersen/NurPhoto via Getty Images Kómoreyjar eru að taka þátt í Afríkumótinu í fótbolta í fyrsta sinn í sögu landsins. Ekki nóg með það heldur gerði liðið sér lítið fyrir og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum mótsins. Nú hefur kórónuveiran hins vegar sett strik í reikninginn hjá liðinu þar sem tólf smit greindust í gær. Kómoreyjar eiga að leika sinn stærsta knattspyrnuleik í sögu landsins gegn heimamönnum og fimmföldum Afríkumeisturum Kamerún í 16-liða úrslitum Afríkumótsins á morgun, en eins og áður segir er kórónuveiran að leika þá grátt. Meðal þerra tólf sem greindust smitaðir er þjálfari liðsins, Amir Abdou. Þá eru sjö leikmenn einnig smitaðir, þar á meðal markverðirnir tveir sem eftir voru, þeir Moyadh Ousseini og Ali Ahamada. Aðalmarkvörður liðsins, Salim Ben Boina er frá vegna meiðsla. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að finna lausn,“ sagði framkvæmdarstjóri knattspyrnusambands Kómoreyja, El Hadad Himidi. „Þetta er þjálfarinn og þeir markmenn sem voru heilir þannig að staðan er mjög flókin,“ bætti Himidi við. Comoros could be without a goalkeeper in their Africa Cup of Nations knockout game against Cameroon on Monday.More from @jwhitey98https://t.co/Y1ivTwuFWE— The Athletic UK (@TheAthleticUK) January 22, 2022 Afríska knattspyrnusambandið CAF tilkynnti fyrir mót að þau lið sem verða fyrir barðinu á kórónuveirunni fái ekki frestun. Liðin þurfi að leika sína leiki, jafnvel þó að engir markmenn séu til taks. Finnist engin lausn þurfa Kómoreyjar því að mæta til leiks gegn gestgjöfunum í 16-liða úrslitum með vægast sagt laskað lið. Afríkukeppnin í fótbolta Kómoreyjar Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Fleiri fréttir Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Sjá meira
Kómoreyjar eiga að leika sinn stærsta knattspyrnuleik í sögu landsins gegn heimamönnum og fimmföldum Afríkumeisturum Kamerún í 16-liða úrslitum Afríkumótsins á morgun, en eins og áður segir er kórónuveiran að leika þá grátt. Meðal þerra tólf sem greindust smitaðir er þjálfari liðsins, Amir Abdou. Þá eru sjö leikmenn einnig smitaðir, þar á meðal markverðirnir tveir sem eftir voru, þeir Moyadh Ousseini og Ali Ahamada. Aðalmarkvörður liðsins, Salim Ben Boina er frá vegna meiðsla. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að finna lausn,“ sagði framkvæmdarstjóri knattspyrnusambands Kómoreyja, El Hadad Himidi. „Þetta er þjálfarinn og þeir markmenn sem voru heilir þannig að staðan er mjög flókin,“ bætti Himidi við. Comoros could be without a goalkeeper in their Africa Cup of Nations knockout game against Cameroon on Monday.More from @jwhitey98https://t.co/Y1ivTwuFWE— The Athletic UK (@TheAthleticUK) January 22, 2022 Afríska knattspyrnusambandið CAF tilkynnti fyrir mót að þau lið sem verða fyrir barðinu á kórónuveirunni fái ekki frestun. Liðin þurfi að leika sína leiki, jafnvel þó að engir markmenn séu til taks. Finnist engin lausn þurfa Kómoreyjar því að mæta til leiks gegn gestgjöfunum í 16-liða úrslitum með vægast sagt laskað lið.
Afríkukeppnin í fótbolta Kómoreyjar Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Fleiri fréttir Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti